Mannauður

Faglegur og líflegur vinnustaður

Rannís er líflegur og faglegur vinnustaður þar sem starfað er eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum.

Gervigreindarmynd sem sýnir trébryggju með vinnuaðstöðu og tölvum, fólk gengur eftir stíg í bakgrunni. fjöll í fjarska

Starfsfólk Rannís

Í árslok 2023 var starfsfólk Rannís alls 70 í 66,5 stöðugildum að forstöðumanni meðtöldum. Starfsmönnum fjölgaði um fimm frá fyrra ári og stöðugildum um 3,9. Tólf starfsmenn voru ráðnir inn til Rannís bæði vegna aukins umfangs verkefna og eins vegna afleysinga starfsfólks í fæðingarorlofi, sjö á rannsókna- og nýsköpunarsvið, tveir á mennta- og menningarsvið, tveir á greiningar- og hugbúnaðarsvið og einn á rekstrarsvið. Alls hættu sjö starfsmenn á árinu og var ráðið í störf þeirra allra. Eitthvað var um breytingar á starfshlutfalli hjá starfsfólki.

Dreifing mannauðs á milli sviðaFj. starfsm.Fj. stg.Kvk. stg.Kk. stg.
Skrifstofa forstöðumanns43,751,752
Rannsókna- og nýsköpunarsvið262416,97,1
Mennta- og menningarsvið2423,4516,457
Rekstrarsvið76,555,51,05
Greiningar- og hugbúnaðarsvið7743
IASC skrifstofa21,751,50,25
Samtals7066,546,120,4

Stöðugildi

Fjöldi starfsfólks á skrifstofu forstöðumanns, rekstrarsviði og á skrifstofu IASC hélst óbreyttur á milli ára. Í árslok 2023 voru fjórir starfsmenn á skrifstofu forstöðumanns að forstöðumanni meðtöldum. Á rekstrarsviði voru sjö starfsmenn í 6,55 stöðugildum og á skrifstofu IASC tveir starfsmenn í 1,75 stöðugildum. Breytingar urðu á starfsmannafjölda og stöðugildum á öðrum sviðum Rannís. Á rannsókna- og nýsköpunarsviði voru 26 starfsmenn í 24 stöðugildum og var það fjölgun um þrjá starfsmenn og 2,1 stöðugildi frá fyrra ári og á mennta- og menningarsviði voru 24 starfsmenn í 23,45 stöðugildum og var það fjölgun um 1,8 stöðugildi. Á greiningar- og hugbúnaðarsviði voru sjö starfsmenn í sjö stöðugildum í lok árs og var það fjölgun um 0,40 stöðugildi. Fjölgunin á þessum sviðum tengdist bæði auknum umsvifum og afleysingum í fæðingarorlofi þriggja starfsmanna.

Af 66,5 stöðugildum í árslok 2023 voru sérfræðingar í 57,6 stöðugildum, almennir starfsmenn í þremur stöðugildum, starfsmaður í tímavinnu í 0,60 stöðugildi, aðstoðarmaður í 0,30 stöðugildi, sviðsstjórar í fjórum stöðugildum eins og undanfarin ár og forstöðumaður í einu stöðugildi.

Lífaldur starfsfólks og aldursdreifing

Meðalaldur starfsfólks í árslok 2023 var 48,27 ár. Flest starfsfólk eða 27,14% eru á aldursbilinu 51-60 ára, 25,72% er á aldrinum 31-40 ára, 21,42% eru á aldrinum 41-50 ára og aldrinum 61 árs og eldri, og 4,3% eru 30 ára og yngri.

Heildar-fjöldi starfsm.Fjöldi 30 ára og yngriFjöldi 31-40 áraFjöldi 41-50 áraFjöldi 51-60 áraFjöldi 61-70 ára
70318151915
100%4,3%25,72%21,42%27,14%21,42%

Menntunarstig starfsfólks

MenntunarstigFjöldiHlutfall
Bakkalárgráða​1724.1%
Meistaragráða​4463%
Doktorsgráða​68.6%
Annað ​34.3%
Heildarfjöldi starfsfólks70100%
Þar af starfsfólk með háskólagráðu​6796%

Fræðsla innan Rannís

Rannís leggur áherslu á að bjóða starfsfólki sínu fjölbreytta fræðslu með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði starfsins, ásamt því að bæta í senn árangur og starfsánægju. Starfsfólk sótti fræðslu og námskeið í tengslum við starfsþróunaráætlun á árinu og í boði voru fjölbreytt námskeið á vegum stofnunarinnar. Á árinu var einkum lögð áhersla á rafræn námskeið og innanhúsnámskeið. Meðal námskeiða má nefna notkun á GoPro Foris þar sem kynnt var lagaumhverfi Rannís, verklag í skjalamálum, viðurkenndir vistunarstaðir, GoPro Foris málaskrá og lokun mála. Auk þess var starfsfólki boðið upp á einstaklingsfræðslu í skjalamálum sem margir nýttu sér. Einnig var boðið reglulega upp á kennslu á Teams, Sharepoint, OneDrive, kerfi í Orranum og aðgangsstýringarkerfið.

Nýliðafræðsla fyrir starfsfólk, sem hafði hafið störf nýlega hjá stofnuninni, var haldin eftir þörfum í upphafi starfs. Þar var farið yfir lykilatriði í starfsemi stofnunarinnar s.s. hlutverk og stefnur Rannís, starfsmannamál, Vinnustund, verkbókhald, umsóknarkerfi, vefinn, Outlook, GoPro skjalakerfi og Teams.

Alls voru haldnir fimm starfsmannafundir á árinu bæði í rafheimum og raunheimum og sex fréttafundir. Fréttafundir eru óformlegir morgunverðarfundir, en þar getur hver sem er kvatt sér hljóðs og sagt frá því sem er á döfinni og á erindi til annars starfsfólks.

Heilsudagar

Heilsudagar voru haldnir dagana 22.-25. maí en Rannís leggur áherslu á að skapa góðan vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og eru árlegir heilsudagar liður í því.

Á heilsudögum héldu Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur fyrirlestur um þriðju vaktina; um hugrænu byrðina sem fylgir hinni ólaunuðu ábyrgð, yfirumsjón og verkstýringu á heimilis- og fjölskylduhaldi. María Margeirsdóttir hjá Jógasetrinu leiddi starfsfólk í gegnum nærandi jógaæfingar og nidra slökun og HAFÍS, sjósundfélag starfsfólks Rannís, bauð samstarfsfólki í sjósundtíma í Nauthólsvík. Starfsfólki var einnig boðið að taka þátt í gönguhópi, morgunleikfimi og opnum tíma hjá badminton-hópi Rannís. Til að toppa stemninguna voru töfraðir fram heilsudrykkir á morgnana og einnig var heilsuþema í mötuneytinu í hádeginu.

Námsleyfi

Alls var varið tæplega 684 klst. í námsleyfi starfsfólks. Einn starfsmaður sótti um og fékk formlegt leyfi til að leggja stund á háskólanám í allt að 15 vikur. Einn starfsmaður fékk auk þess styrk til norrænna starfsmannaskipta og dvaldi í tvo mánuði hjá Norrænu ráðherranefndinni í Danmörku.

Ráðningar

Í árslok 2022 var auglýst eftir sérfræðingum í nýsköpunarteymi og alþjóðateymi á rannsókna- og nýsköpunarsviði og hófu í kjölfarið þrír sérfræðingar störf í byrjun árs 2023 og einn á vormánuðum. Í upphafi árs var einnig auglýst eftir skjalastjóra á rekstrarsviði sem hóf störf í byrjun mars. Fjórir sumarstarfsmenn voru ráðnir tímabundið til Rannís en einn þeirra hefur auk þess verið í hlutastarfi með námi. Á haustmánuðum var bætt við sérfræðingi í nýsköpunarteymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs, í æskulýðsteymi mennta- og menningarsviðs og tveimur hugbúnaðarsérfræðingum á greiningar- og hugbúnaðarsvið. Einnig var um nokkrar tímabundnar ráðningar að ræða vegna afleysinga starfsfólks í fæðingarorlofi og aukins umfangs verkefna.

Starfsfólk í árslok 2023

  • Aðalheiður Jónsdóttir
  • Andrés Pétursson
  • Arnþór Ævarsson
  • Auður Rán Þorgeirsdóttir
  • Ágúst H. Ingþórsson
  • Álfrún G. Guðrúnardóttir
  • Ármann Pétursson
  • Árni Sigurðsson
  • Ásta Vigdís Jónsdóttir (leyfi)
  • Berglind Fanndal Káradóttir
  • Birna Vala Eyjólfsdóttir
  • Björg María Oddsdóttir
  • Brynja Jónsdóttir
  • Bylgja Valtýsdóttir
  • Davíð Fjölnir Ármannsson
  • Davíð Lúðvíksson
  • Egill Þór Níelsson (í leyfi)
  • Elísabet M. Andrésdóttir
  • Elvar Helgason
  • Embla Sól Þórólfsdóttir
  • Ester Jenný Birgisdóttir
  • Eva Einarsdóttir
  • Evgenía Kristín Mikaelsdóttir
  • Eydís Inga Valsdóttir
  • Eyrún Sigurðardóttir
  • Fanney Reynisdóttir
  • Gróa María Svandís Sigvaldadóttir
  • Guðmundur Ari Sigurjónsson
  • Guðmundur Ingi Markússon
  • Helga Dagný Árnadóttir
  • Helga Snævarr Kristjánsdóttir
  • Herdís Þorgrímsdóttir
  • Hulda Hrafnkelsdóttir
  • Íris Dögg Jónsdóttir
  • Jóhann Páll Ástvaldsson
  • Jón Svanur Jóhannsson
  • Júlíana Grigorova Tzankova
  • Katrín Jónsdóttir
  • Kolbrún Bjargmundsdóttir
  • Kolfinna Tómasdóttir
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Lára Aðalsteinsdóttir
  • Lísa Kristín Gunnarsdóttir
  • Margrét Jóhannsdóttir
  • Margrét K. Sverrisdóttir
  • Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
  • Mjöll Waldorff
  • Óli Örn Atlason
  • Óskar Eggert Óskarsson
  • Ragnhildur G. Gunnarsdóttir
  • Ragnhildur Zoëga
  • Rúna Vigdís Guðmarsdóttir
  • Sigríður Þórunn Grétarsdóttir
  • Sigríður Vala Vignisdóttir
  • Sigríður M. Vigfúsdóttir
  • Sigrún Ólafsdóttir
  • Sigurður Björnsson
  • Sigurður Óli Sigurðsson
  • Sigurður Snæbjörnsson
  • Sigþrúður Guðnadóttir
  • Skúli Leifsson
  • Sólveig Sigurðardóttir (í leyfi)
  • Svandís Ósk Símonardóttir
  • Svandís Unnur Sigurðardóttir
  • Vigfús Eyjólfsson
  • Þorgerður Eva Björnsdóttir
  • Ægir Örn Ingvason
  • Ægir Þór Þórsson

Starfsfólk Rannís hjá IASC

  •  Gerlis Fugmann 
  • Kolbrún Reynisdóttir 
  • Federica Scarpa, samkvæmt samkomulagi við Norðurslóðanet .
    • European Digital Innovation Hub (EDIH): Miðstöð stafrænnar nýsköpunar opnar formlega í samstarfi Auðnu tæknitorgs, Rannís, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo og Syndis.
    • Stofnanasamningar við öll stéttarfélög starfsfólks Rannís endurskoðaðir og undirritaðir.
    • Rannís hlýtur jafnlaunavottun
    • Rannís tekur við umsýslu með LIFE umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins
    • Rannís tekur við umsýslu með Digital Europe áætlun Evrópusambandsins um stafræn umskipti
    • Gagnatorg Rannís opnar
    • Ágúst H. Ingþórsson skipaður forstöðumaður Rannís til 5 ára frá 01.04.2022
    • Skrifstofu forstöðumanns bætt við skipurit Rannís
    • Enterprise Europe Network flyst til Rannís frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
    • Menntarannsóknsjóður í umsýslu Rannís.
    • Bókasafnasjóður í umsýslu Rannís.
    • Doktorsnemasjóður umverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins í umsýslu Rannís.
    • Sprotasjóður í umsýslu Rannís.
    • Alþjóðasvið sameinast rannsókna- og nýsköpunarsviði.
    • Greiningar- og hugbúnaðarsvið stofnað.
    • Rannsóknasetur Margrétar II Danadrottningar og frú Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag í umsýslu Rannís.
    • Rannís tekur upp fjárhagskerfið Orra.
    • Office 365 innleitt.
    • Straumlínustjórnun innleidd.
    • Ísland tekur við stjórn Nordplus menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar.
    • Rannís falin umsjón með rekstri aðalskrifstofunnar.
    • Loftslagssjóður í umsýslu Rannís.
    • Jafnréttissjóður Íslands í umsýslu Rannís.
    • Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku í umsýslu Rannís.
    • Gæðaráð háskóla varð sjálfstæð rekstrareining í byrjun árs og hætti að heyra beint undir Rannís en hafði þó aðstöðu þar áfram.
    • Barnamenningarsjóður Íslands í umsýslu Rannís.
    • Vinnu við stefnu Rannís til 2025 lokið.
    • Breytingar á reikningshaldi vegna nýrra laga um opinber fjármál sem tóku gildi 1. janúar.
    • Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) opnar skrifstofu að Borgum á Akureyri.
    • Rannís falin umsjón með rekstri skrifstofunnar. Rannís tekur við rekstri æskulýðshluta Erasmus+ af Ungmennafélagi Íslands.
    • Umsýsla með Skattfrádrætti frá tekjum erlendra sérfræðinga.
    • Rannís tekur að sér ritarastarf fyrir Vísinda- og tækniráð og Vísindanefnd.
    • Rannís flytur í nýtt húsnæði.
    • Rannís falin umsjón með Menningaráætlun ESB.
    • Rannís tekur að sér eigið bókhald vegna niðurlagningar SRA (skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna).
    • Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB og fleiri verkefni flytjast frá Háskóla Íslands til Rannís, ásamt norrænu menntaáætluninni og upplýsingastofu um nám erlendis.
    • Umsýsla 12 sjóða á sviði menntamála, menningar- og æskulýðsmála flyst frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Rannís.