Tímaás

Árið 2023 gert upp í máli og myndum

Hér getur að líta brot af því helsta sem bar til tíðinda í starfsemi Rannís á árinu.

Gervigreindarmynd sem sýnir landslag með á, fjöllum og jöklum.

Viðburðir og kynningar skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Til að styðja við kynningarstarf á rannsóknum, nýsköpun, menntun og menningu og gera áhrif þekkingarsköpunar sýnileg, stendur Rannís fyrir ýmsum viðburðum eins og Rannsóknaþingi, Vísindavöku, vorfundi Tækniþróunarsjóðs, Erasmus dögum og Nýsköpunarþingi. Þá eru haldnir kynningarfundir víða um land, námskeið, vinnustofur og tengslaráðstefnur.

Rannís á einnig þátt í að hvetja vísinda- og fræðafólk til dáða með viðurkenningum á borð við Hvatningaverðlaun Vísinda- og tækniráðs í samvinnu við ráðið, Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í samvinnu við Nýsköpunarsjóð námsmanna og Nýsköpunarverðlaun Íslands í samvinnu við Íslandsstofu, Hugverkastofuna og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.

  • 02. janúar

    Úthlutun úr Íþróttasjóði - alls 27,8 milljónum króna til 76 verkefna

  • 05. janúar

    Fyrri úthlutun Tónlistarsjóðs 

    Úthlutað var rúmlega 31milljón króna til 56 verkefna.

  • 09. janúar

    Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar nýja stjórn Rannsóknasjóðs

  • 17. janúar

    Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur

    Vefstofurnar voru haldnar á tímabilinu 17. janúar til 28. febrúar og veitti starfsfólk Landskrifstofu almennar upplýsingar um þessar áætlanir og umsóknarfresti.

  • 23. janúar

    Rannís stendur fyrir vefstofu um samstarfsverkefni í Creative Europe

    LOGO mynd Creative Europe
  • 27. janúar

    Úthlutun Rannsóknasjóðs

    Alls bárust 337 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 74 þeirra styrktar eða 22% umsókna. Í tilefni úthlutnar hélt Rannís úthlutunarfund þar sem styrkþegum var boðið til samsætis.

    Hópmynd af styrkþegum Rannsóknasjóðs
  • 30. janúar

    Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands veitt á Bessastöðum

    Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson hlutu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti verðlaunin.

    Handhafar Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2023
  • 31. janúar

    European Digital Innovation Hub (EDIH-IS) á Íslandi hefur starfsemi

    Stofnaðilar miðstöðvarinnar eru Auðna tæknitorg, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Rannís, Origo og Syndis.

  • 01. febrúar

    Samráðsfundur á vegum Rannís fyrir þátttakendur í verkefnum á vegum Uppbyggingarsjóðs EES haldinn á Íslandi

    Fimm manneskjur still sér upp fyrir myndatöku
  • 03. febrúar

    Rannís kynnir stafræn tækifæri á UTMessu í Hörpu 

    Tvær konur standa í bás Rannís á UTmessunni
  • 08. febrúar

    Úthlutun úr Vinnustaðanámssjóði fyrir árið 2022

  • 09. febrúar

    Rannís á Framadögum í HR

    Meðal annars voru kynnt tækifæri hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna, Tækniþróunarsjóði, Nordplus og Erasmus+.

  • 13. febrúar

    Erasmus+ vefstofur fyrir umsækjendur um samstarfsverkefni

    Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hélt tvær vefstofur í febrúar til að kynna evrópsk samstarfsverkefni.

  • 14. febrúar

    Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði

    Úthlutað var 913 milljónum til sex verkefna á vegvísi og um 406 milljónum króna til 27 verkefna utan vegvísis.

    Hendi setur LEGO kubb niður
  • 15. febrúar

    Kynningarfundur um styrki Tækniþróunarsjóðs með áherslu á hagnýt rannsóknarverkefni

    Teiknuð mynd - stækkunargler
  • 16. febrúar

    Kynningarfundur í streymi um styrki Tækniþróunarsjóðs

    Áhersla var á fyrirtækjastyrki og skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna

  • 17. febrúar

    Kynningarfundur um Eurostars-3 haldinn í húsnæði Rannís

  • 08. mars

    Fyrsta kall auglýst í samfjármögnunni umbreyting heilbrigðisþjónstu (Transforming health and care systems)

  • 08. mars

    Úthluthlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga

    Alls er úthlutað rúmlega 232.000 milljónum króna.

  • 09. mars

    Kynningarfundur í Háskólanum á Akureyri um LIFE áætlunina

  • 16. mars

    Rannís/Erasmus+ kynna tækfæri til starfsnáms, skiptináms, sjálfboðaliðastarfs og samfélagsverkefna á Minni framtíð

    Mín framtíð var haldin í Laugardalshöll dagana 16. til 18. mars.

    Kona situr í flugvélasæti og talar í síma
  • 23. mars

    Útgáfuhóf vegna inngildingarbæklings

    Landskrifstofa Erasmus+ í samstarfi við Rökstóla Samvinnumiðstöð bauð til hófs í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar á Erasmus+ handbók um inngildingu fatlaðs fólks í evrópsk æskulýðsverkefni.

  • 23. mars

    Grænir styrkir

    Rannís, Festa, Grænvangur, Orkustofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið stóðu að viðburðinum Grænir styrki á Grand hótel. Að kynningum loknum tók við styrkjamót þar sem þátttakendur gátu bókað örfundi og kannað möguleika á samstarfi.

    Kona í í pontu
  • 23. mars

    Tækniþróunarsjóður úthlutar í styrktarflokkunum Fræ og Þróunarfræ og er fulltrúum 17 verkefna boðið til samninga um nýja styrki

    Teiknað fræ
  • 27. mars

    Loftslagssjóður tilkynnir um úthlutun úr sjóðnum

    Þar sem mjög fáar umsóknir féllu að áherslum stjórnar, eins og þær voru settar fram í handbók, var ákveðið að styrkja aðeins tvö verkefni, fyrir 26.240 þús. kr

  • 03. apríl

    Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir 202 verkefni um 360 milljónir króna 

  • 19. apríl

    Kynningarfund um gæðavottun í European Solidarity Corps áætluninni

    European Solidarity Corps er evrópsk sjálfboðaliðaáætlun sem gefur ungmennum á aldrinum 18-30 ára tækifæri til að hafa jákvæð áhrif í gegnum sjálfboðastarf erlendis eða í eigin nærsamfélagi.

    Fólk situr í hring og maður krýpur í miðju
  • 19. apríl

    Upplýsingafundur um LIFE með sérstakri áherslu á undiráætlunina um orkuskipti

    Sérstakur gestur var Luca Angelino, sérfræðingur hjá European Climate Infrastructure and Environment Executive Agency hjá Framkvæmdastjórn ESB.

  • 28. apríl

    Árshátíð Rannís

  • 02. maí

    Norræn vefstofa um tækifæri og áskoranir hug- og félagsvísinda í Horizon Europe

    Norska rannsóknaráðið, Rannís og aðrar systurstofnanir á Norðurlöndum stóðu fyrir vefstofunni.

  • 03. maí

    Úthlutun Nordplus - menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar

    Úthlutað var rúmlega 12,7 milljónum evra til 340 verkefna og samstarfsneta sem hefjast árið 2023. Rannís hefur umsjón með Nordplus á Íslandi.

  • 03. maí

    Menningarsvið tékknesku landskrifstofunnar fyrir Uppbyggingarsjóð EES, fundaði hjá Rannís

    Einnig tóku þátt í fundinum norskir og íslenskir tengiliðir sjóðsins.

    Tíu manneskjur stilla sér upp í íslensku landslagi
  • 04. maí

    Ársskýrsla Rannís kemur út

  • 09. maí

    Rannís og félag rannsóknastjóra standa fyrir námskeiði

    Námskeiðið stóð yfir 9. og 10. maí og var áhersla á hvernig eigi að skrifa samkeppnishæfar umsóknir í Marie Curie áætlun Horizon Europe.

    Logo áætlunarinnar MSC og fáni ESB
  • 09. maí

    Í tilefni af Evrópudeginum blés Europass til keppni þar sem í vinning var gjafabréf að upphæð 100.000 krónur með flugi

    Tvær konur
  • 09. maí

    Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir opnu samráði frá 9. maí til 2. ágúst um æskulýðsstefnu Evrópusambandsins

    Fáni Evrópusambandsins á fánastöng
  • 11. maí

    Æskulýðssjóður úthlutar fyrri úthlutun ársins

    Styrkt voru 10 verkefni að upphæð 6.750 þúsund krónur.

  • 11. maí

    Rannís og Háskóli Íslands stóðu fyrir ráðstefnunni „Nordic Staff Mobility and Workshops: Supporting International Talent in the Nordic Countries"

    Yfir 100 manns sóttu ráðstefnuna sem var haldin 11. og 12. maí.

    Fólk situr í ráðstefnusal
  • 16. maí

    Úthlutun úr Sprotasjóði, leik-, grunn- og framhaldsskóla

    Úthlutun nemur 56,8 milljónum króna til skólaþróunar.

  • 16. maí

    Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

    Veittir voru 17 styrkir til jafn margra fræðimanna.

  • 17. maí

    COST auglýsir 70 ný verkefni

  • 21. maí

    Barnamenningarsjóður úthlutar styrkjum til 41 verkefnis

    Hæstu styrkina fengu Guðrún Rútsdóttir og fleiri fyrir verkefnið „Djasshátíð barnanna og Barnadjass um allt land“ og Listasafn Íslands fyrir verkefnið „Ísabrot – Jöklar í íslenski náttúru“.

  • 22. maí

    Rannís tekur þátt í Nýsköpunarviku með ýmslum hætti

    Kynningar voru á bás fyrir gesti og gangandi og sérfræðingar Rannís voru með tvo opna fyrirlestra.

  • 22. maí

    Heilsudagar Rannís

    Dagarnir stóðu yfir 22.-25. maí

  • 24. maí

    Fræðsla fyrir starfsfólk um þriðju vaktina og jafnrétti

    Fræðslan var hluti af heilsudögum Rannís.

  • 24. maí

    Úthlutað úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar

    Þrjú verkefni voru styrkt um alls þrjár milljónir króna.

  • 26. maí

    Rafræn vinnustofa á vegum NATI00NS og Rannís í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum

    Vinnustofan var hluti af jarðvegsleiðangri Evrópusambandsins og markmiðið að efla samstarf á Íslandi.

  • 07. júní

    Verum græn með Erasmus+

    Ráðstefna í Veröld - húsi Vigdísar og í streymi. Sjálfbærni var í brennidepli á ráðstefnunni.

    Kona í pontu og túlkur
  • 08. júní

    Vorfundur Tækniþróunarsjóðs haldinn í Sjálfstæðissalnum Austurvelli

    Yfirskrift fundarins var Sóknarfæri Íslands. Alls var fulltrúm 84 verkefna boðið að ganga til samninga um nýja styrki og var þeim boðið að samgleðjast á fundinum.

  • 14. júní

    77 milljónum úthlutað úr þremur sjóðum menningarmála

    Fjölmennur úthlutunarfundur þriggja styrktarsjóða menningarmála, (tónlistar, hljóðritunar og bókasafna) var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

  • 19. júní

    Jafnréttissjóður úthlutar rúmum 54 milljónum króna til 11 verkefna

    Styrkþegar jafnréttissjóðs með forsætisráðherra
  • 06. ágúst

    Þátttakendur í COST nýsköpunarverkefni (CIG) funda á Íslandi

    Vísindamenn og sérfræðingar á sviði hjarta- og æðasjúkdóma funduðu vegna verkefnisins.

    Hópur fólks stillir sér upp í hópmynd
  • 06. ágúst

    Vaxtarsproti ársins er Hopp

    Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti Vaxtarsprotann í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal.

  • 12. ágúst

    Landskrifstofa Erasmus+ tekur þátt í hápunkti Hinsegin daga, Gleðigöngunni

    Sex manneskjur í litskrúðugum fatnaði
  • 14. ágúst

    DiscoverEU ungmenni hittast á Íslandi

  • 16. ágúst

    Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð og skattfrádrætti í samstarfi við Samtök iðnaðarins í húsnæði SI

    Maður í pontu
  • 25. ágúst

    Haustfagnaður Rannís

  • 28. ágúst

    Euroguidance og Eurodesk á Íslandi bjóða upp á kynningar á tækifærum sem Rannís býður upp á, á vegum Landskrifstofu Erasmus+ , European Solidarity Corps og Nordplus

    Kynningarnar voru haldnar 28. ágúst og 22. september.

  • 30. ágúst

    Miriam Petra Ómarsdóttir Awad og Rannís bæði tilnefnd til norrænna inngildingarverðlauna

  • 31. ágúst

    Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vestmanneyjar heim

    Kynnt voru tækifæri sem bjóðast inn evrópskra og norrænna styrkjaáætlana.

  • 31. ágúst

    Rannís og Rannsóknaráð Færeyja gera með sér samkomulag um að styrkja samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar á milli landanna tveggja

  • 05. september

    Tilkynnt um úthlutun til þriðja vekefnisins undir íslenskri stjórn úr LIFE áætluninni

    Verkefnin eru: Rural Europe for the CleanEnergy Transition (RECET), Terraforming og LIFE-PRE-ICEWATER.

  • 04. september

    Landskrifstofa Erasmus+ á Norðurlandi

    Landskrifstofan bauð í kaffi 4. til 6. september á Ketilkaffi, Akureyri.

  • 07. september

    Landskrifstofa Erasmus+ stendur fyrir vefstofum til að kynna tækifæri og styðja við þátttakendur í umsóknarferlinu

    Vefstofurnar voru haldnar á tímabilinu 7. september til 27. september og voru vegna umsóknafrestar 4. okt.

  • 12. september

    Námskeið um ungmennaskipti í Æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar fyrir íþróttafélög, íþróttahreyfingar og íþróttasamtök

  • 12. september

    Rannís auglýsir eftir tilnefningum til viðurkenningar fyrir framúrskarandi vísindamiðlun

    Teiknuð fígúra með gjallarhorn
  • 12. september

    Nýtt myndband Creative Europe um þátttöku Íslands frumsýnt

    Myndbandið gefur gott yfirlit yfir þá fjölbreyttu flóru verkefna sem Creative Europe hefur styrkt. Íslendingar hafa verið kröftugir umsækjendur í áætlunina og árangurinn hefur verið einstakur.

  • 18. september

    Nordplus stendur fyrir tengslaráðstefnu á Íslandi um norrænan tungumálaskilning

  • 25. september

    Fyrsta Vísindakaffi Rannís í Reykjavík

    Kaffið var tileinkað gervigreind en Þórhallur Magnússon rannsóknaprófessor við Listaháskóla Íslandi fjallaði um skapandi gervigreind.

  • 26. september

    Heilahreysti alla ævi: Hvað getur þú gert:

    María Kristín Jónsdóttir prófessor við HR fjallaði vítt og breytt um heilabreysti á öðru Vísindakaffi Rannís.

  • 27. september

    Þriðja og síðasta vísindakaffið fjallaði um dulda virkni Eurovision

    Baldur Þórhallson prófessor við HÍ og Hera Melgar Aðalheiðardóttir MA fjölluðu um keppnina.

  • 28. september

    Vísindakaffi á Hólmavík - Á þjóðsagnarslóðum á Norður-Ströndum

    Þjóðfræðingarnir Jón Jónsson, Matthias Egeler og Saskia Klose sögðu frá fimm daga vettvangsferð sinni á tveimur jafnfljótum, norðan byggðar á Ströndum sumarið 2023.

  • 29. september

    Vísindakaffi Breiðdalsvík - Jarðgæði frá bújörðum til háfjalla

    Sigurður Max Jónsson, búfræðingur og bóndi á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal, sagðfi rá meistararannsókn sinni á plöntunæringarefnum í ræktunarjarðvegi. Einnig sagði María Helga Guðmundsdóttir, jarðfræðingur við Rannsóknasetur HÍ á Breiðdalsvík og Náttúrufræðistofnun Íslands, frá vettvangsferðum sínum og aðferðum við jarðfræðikortlagningu á Austurlandi.

  • 30. september

    Vísindavaka Rannís haldin í Laugardalshöllinni

    Á Vísindavöku, sannkallaðri uppskeruhátíð vísindanna í íslensku samfélagi, gefst gestum kostur á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og kynnast mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.

  • 30. september

    Verkefnið Með fróðleik í faranesti hlaut viðurkenningu Rannís fyrir Vísindamiðlun

    Verkefnið er samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands þar sem fræðandi göngur í náttúrunni þar sem fræða- og vísindafólk HÍ miðlar af þekkingu sinni til almennings, barna og ungmenna um fjölbreyttar rannsóknir

  • 30. september

    Guðrún Jónsdóttir Bachmann hlýtur heiðursviðurkenningu Rannís fyrir ötult starf í þágu Vísindavöku

    Allt frá upphafi Vísindavöku á Íslandi hefur Guðrún verðið ómissandi drifkraftur í undirbúningi og framkvæmd Vísindavöku. Rannís vill með viðurkenningunni þakka Guðrúnu fyrir frábært samstarf og innblástur á sviði vísindamiðlunar í gegnum árin.

  • 05. október

    VísindaSlamm Vísindavöku fer fram í Stuðdentakjallaranum í HÍ

    Sigurvegari var Matthias Baldursson Harksen.

  • 05. október

    Fjölbreyttum Erasmus+ samstarfsverkefnum ýtt úr vör

    Erasmus+ bauð verkefnisstjórum 18 verkefna sem hlutu styrk á kynningarfund.

    Kona heldur ræðu
  • 06. október

    Tilkynnt um úthlutun Tækniþróunarsjóðs í fyrirtækjastyrki Fræ og Þróunarfræ

    Fulltrúum 17 verkefna er boðið að ganga til samninga við sjóðinn.

  • 11. október

    Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi stóð fyrir spurningakeppni í Stúdentakjallara HÍ

    Þemað var Evrópa vegna Erasmus+ daga og Time to Move herferðarinnar.

  • 18. október

    Gervigreind og fullorðinsfræðsla

    Súpufundur með fagfólki í fullorðinsfræðslu á vegum EPALE, Euroguidance og European Agenda for Adult Learning (EAAL). Eurodesk kynnti einnig möguleika fyrir ungt fólk í fullorðinsfræðslu.

  • 19. október

    Rannís tekur þátt í Hringborði norðurslóða í Hörpu

    Hrinborðið stóð yfir dagana 19.-21. október.

    Sex manneskjur stilla sér upp í bás Rannís
  • 25. október

    Rannís kynnti nám á Íslandi í Norræna húsinu í Þórshöfn í Færeyjum

    Vegleiðingastova Færeyja stóð fyrir viðburðinum sem er fyrir nemendur á lokaári í færeyskum framhaldsskólum og var þetta í tuttugasta sinn sem slíkur viðburður var haldinn.

  • 26. október

    Nýsköpunarþing 2023 - Líf í vísindum

    Hugverkastofan, Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins buðu til þingsins sem haldið var í Grósku. Kastljósinu var beint að nýsköpunarfyrirtækjum sem starfa á sviði líf- og heilbrigðisvísinda.

  • 26. október

    PayAnalytics hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands sem veitt voru á Nýsköpunarþingi

  • 31. október

    Námskeið fyrir inngildingarfulltrúa haldið á Íslandi

    Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hélt námskeið seinustu vikuna í október fyrir inngildingarfulltrúa annarra landskrifstofa í samstarfi við SALTO-miðstöðvarinnar um inngildingu og fjölbreytileika.

    Fólk stendur fyrir framan borð í fundarsal og sýnir plakat sem búið er að teikna þríhyrning á
  • 01. nóvember

    Ungmennaráðstefna haldin á vegum verkefnisins Menntun til sjálfbærni sem Rannís leiðir fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinna

    Ráðstefnan sem stóð yfir 1. - 3. nóvember var skipulögð í samvinnu við Samfés. Á ráðstefnunni voru saman komin hátt í 70 ungmenni frá öllum Norðurlöndunum

  • 06. nóvember

    Vefstofa um styrki og tækifæri fyrir skapandi greinar innan ESB

  • 07. nóvember

    Auglýst nýtt samstarf milli Bretlands og Íslands á sviði rannsókna á norðurslóðum

  • 14. nóvember

    Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu og gæðaviðurkenningar eTwinning veitt

    Verzlunarskóli Íslands hlaut Evrópuverðlaunin og gæðaviðurkenningar voru veittar tólf kennurum. Einnig fengu nokkrir skólar sem hafa eTwinning nafnbótina viðurkenningar fyrir vel unnin störf.

  • 14. nóvember

    Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag frá Háskólasetrinu á Vestfjörðum hlýtur Evrópumerkið

  • 16. nóvember

    Loftslagssjóður úthlutar styrki til 16 verkefna

  • 21. nóvember

    Ný og uppfærð vefsíða farabara.is fer í loftið

  • 22. nóvember

    Samtal um græna styrki á Akureyri

    Rannís, og Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við SSNE og Eim standa fyrir opnum hádegisfundi

  • 22. nóvember

    Euroguidance og Félag náms- og starfsráðgjafa bjóða til morgunverðarfundar fyrir náms- og starfsráðgjafa

  • 23. nóvember

    Æskulýðssjóður úthlutar seinni úthlutun ársins

    Úhlutað er til sex verkefna að upphæð 4,5 milljónir króna alls.

  • 27. nóvember

    Málstofa um alþjóðastarf í starfsmenntun haldin á Nauthól

  • 27. nóvember

    Samtal um græna styrki á Ísafirði

    Rannís, Samband íslenskra sveitarfélaga og Vestfjarðastofa standa fyrir opnum fundi.

  • 26. nóvember

    Seinni úthlutun Hljóðritasjóðs

    Alls úthlutað 24 milljónum til 70 hljóðritunarverkefna.

  • 04. desember

    Úthlutun Listamannalauna til 241 listamanns

  • 05. desember

    Námskeið fyrir byrjendur í umsóknarskrifum Horizon Europe á vegum sérfræðinga Rannís

  • 07. desember

    Creative vinnustofa um evrópsk samstarfsverkefni

  • 07. desember

    Nýrri evrópskri samfjármögnunaráætlun á sviði sniðlækninga hleypt af stokkunum

  • 07. desember

    Erasmus+ býður í aðventukaffi í húsnæði Rannís að Borgartúni 30

  • 08. desember

    Jólagleði Rannís

  • 14. desember

    Úthlutað námsorlofum kennara og stjórnenda í framhaldsskólum

  • 14. desember

    Haustfundur Tækniþróunarsjóðs haldinn í Grósku

    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnaði fundinn. Alls var fulltrúum 79 verkefna boðið að ganga til samninga um nýja styrki og var þeim boðið til samsætis.

  • 19. desember

    Upplýsingastofa um nám erlendis og SÍNE stóðu fyrir kynningarfundi um nám erlendis á KEX hostel

  • 22. desember

    Úthlutun úr Vinnustaðanámssjóði 

  • 22. desember

    Úthlutun úr Menntarannsóknasjóði

    Alls hlutu sex rannsóknaverkefni styrk að heildarupphæð röskar 157 milljónir króna

  • 31. desember

    Á árinu 2023 var rúm 441 milljón króna endurgreidd vegna stuðnings við útgáfu bóka á íslensku