Sjóðir og úthlutanir

Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.

Gervigreindarmynd sem sýnir þorp að vetrarlagi. fjall í baksýn og norðurljós á himni ásamt táknum

Tafla yfir umfang sjóða sem Rannís hefur umsjón með

Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlitsmynd sem sýnir úthlutun úr sjóðum og áætlunum í umsýslu Rannís eftir umfangi. Þar fyrir neðan er listi yfir sjóðina í stafrófsröð þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar um úthlutanir ársins. Smellið hér til að skoða yfirlit um umfang sjóða sem PDF. Miðað er við meðalgengi evru 149,14 og eru tölurnar í töflunni námundaðar að heilli tölu.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Stjörnumerkingar: * Árangurshlutfall á ekki við. **Engar úthlutanir 2023.

*** Í hluta umsókna er ekki tilgreint fjármagn og því engin heildarupphæð gefin hér.

Yfirlit yfir umfang sjóða í umsjón Rannís

SJÓÐIR OG ÁÆTLANIRFjárveitingSótt umÚthlutaðÁrangurinnsendarStóðust formkröfursamþykktÁrangur
Skattfrádráttur rannsóknar- og þróunarverkefna (greitt frá fyrra ári)13.084-14.218*61561553587%
Rannsóknasjóður - nýjar umsóknir3.7275.3441.18922,2%3493377421%
Rannsóknasjóður - framhaldsumsóknir--2.468*---*
Tækniþróunarsjóður - nýjar umsóknir3.51212.4483.39627,3%77167916321%
Tækniþróunarsjóður - framhaldsumsóknir--1.197*--67*
Erasmus+ og European Solidarity Corps***2.1382,302***1.985*20720614671%
Listamannalaun8465.13081216%1083108324623%
Innviðasjóður5351.31953140%41331332%
Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku442482442*921921829*
Nýsköpunarsjóður námsmanna36072936049%47247220243%
Markáætlun í tungu og tækni**-------*
Vinnustaðanámssjóður243235*173170170*
Loftslagssjóður2701.46119914%1541421812%
Íslenskukennsla fyrir útlendinga23356623341%21191990%
Sviðslistasjóður1111.110510%1111111312%
Tónlistarsjóður10237510227%33833812838%
Barnamenningarsjóður Íslands1003739726%1051054139%
Nordplus Nordens Sprog11234511333%33331855%
Menntarannsóknasjóður16434215846%1313646%
Þróunarsjóður námsgagna781677847%78783545%
Sprotasjóður652595722%76762533%
Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna512134923%53531732%
Doktorsnemasjóður umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins**---*---*
Hljóðritasjóður433364313%38438413034%
Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara - SEF404040100%78737394%
Jafnréttissjóður Íslands602475422%49471122%
Bókasafnasjóður24732027%3030723%
Íþróttasjóður222182813%1651657646%
Arctic Research and Studies**---*---*
Æskulýðssjóður10461125%39391641%
Rannsóknarsjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar-11327%99333%
Námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla--*1001004242%
Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga---*30330324782%
Samtals26.37119.17528.2226.7716.6343.37
Áætlanir sem úthluta beint til íslenskra aðila án milligöngu Rannís
Horizon Europe--------
Creative Europe--325-21217-
Samtals32521217
Heildarumfang sjóða og áætlana sem Rannís þjónustar28.5476.7926.6553.377
Dálkar 1-3: Upphæðir í milljónum króna - Dálkur 4: Árangurshlutfall fjármagns - Dálkur 5: Innsendar umsóknir - Dálkur 6: Fjöldi sem stóðst formkröfur - Dálkur 7: Fjöldi Samþykktra umsókna - Dálkur 8: Árangurshlutfall

Innlendir sjóðir

Starfsemi og úthlutun innlendra sjóða á árinu.

  • Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands með ályktun Alþingis á hátíðarfundi 18. júlí 2018. Sjóðurinn naut árlega 100 milljóna króna framlags til ársins 2023. Þann 23. maí 2023 samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðaráætlun um eflingu barnamenningar fyrir árin 2024-2028 þar sem sjóðurinn var festur í sessi.

    Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Í starfi sjóðsins er m.a. horft til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga, ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

    Umsóknarfrestur var til 3. apríl 2023. Alls bárust 105 umsóknir og var sótt um rúmlega 373 milljónir króna. 41 verkefni var styrkt og heildarupphæð úthlutunarinnar var 96,8 milljónir króna. Á degi barnsins 21. maí var tilkynnt um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands við hátíðlega athöfn í skála Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra ávörpuðu fulltrúa verkefnanna af þessu tilefni og Eva Jáuregui söng tvö lög við undirleik Francisco Javier Jáuregui.

    Hæstu styrkina fengu Guðrún Rútsdóttir o.fl. fyrir verkefnið „Djasshátíð barnanna og Barnadjass um allt land“ og Listasafn Íslands fyrir verkefnið „Ísabrot – Jöklar í íslenskri náttúru“, þar sem listamenn munu vinna með grunnskólabörnum í öllum landshlutum.

  • Hlutverk Bókasafnasjóðs er að efla starfsemi bókasafna samkvæmt VI. kafla bókasafnalaga nr. 150/2012 og reglum Bókasafnasjóðs. Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna, m.a. alþjóðleg samstarfsverkefni með þátttöku bókasafna sem falla undir lögin.

    Umsóknarfrestur í Bókasafnasjóð var 15. mars 2023. Sjóðnum bárust samtals 30 umsóknir og sótt var um rúmar 73 milljónir en 20 milljónir voru til úthlutunar. Úthlutað var styrkjum til 7 verkefna og voru styrkir á bilinu 500.000 - 7 milljónir króna. Landsbókasafn Íslands/Háskólabókasafn fékk hæsta styrkinn eða 7 milljónir króna fyrir átaksverkefni við skráningu nafnmynda í Gegni og er þar um að ræða mikilvægt verkefni sem mun gagnast öllum bókasöfnum landsins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tilkynnti úthlutunina við athöfn í Safnahúsinu 14. júní 2023.

  • Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslags, og eru styrkir veittir til doktorsnema á sviði náttúruvísinda.

    Síðasta úthlutun úr sjóðnum var árið 2022 og engar úthlutanir áætlaðar.

  • Hlutverk Hljóðritasjóðs var að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita. Með tilkomu nýrra Tónlistarlaga (33/2023) frá 8. maí 2023 færast styrkveitingar sem áður tengdust Hljóðritasjóði í deild frumsköpunar og útgáfu í nýjum Tónlistarsjóði sem tekur til starfa árið 2024 í umsýslu Tónlistarmiðstöðvar.

    Ráðherra skipaði stjórn Hljóðritasjóðs til þriggja ára í senn. Samtónn tilnefndi tvo fulltrúa með þekkingu og reynslu á sviði tónlistarútgáfu eða tónlistarlífs og ráðherra skipaði formann sjóðsstjórnar.

    Veittar voru 43 milljónir króna til 130 verkefna í tveimur úthlutunum. Samtals var sótt um 384 verkefni að heildarupphæð um 336 milljónir króna. Styrkupphæðir voru á bilinu 150 – 800 þúsund krónur.

    Fyrri úthlutun í júní 2023:

    Fyrri umsóknarfrestur var 15. mars 2023 og bárust 204 umsóknir. Sótt var um styrki að upphæð 172 milljónir króna. Veittar voru 19 milljónir króna til 60 verkefna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tilkynnti úthlutunina við athöfn í Safnahúsinu 14. júní 2023.

    Seinni úthlutun í nóvember 2023:

    Seinni umsóknarfrestur var 15. september 2023 og bárust 180 umsóknir. Sótt var um styrki að upphæð 164 milljónir króna. Veittar voru 24 milljónir króna til 70 verkefna. Úthlutunin var tilkynnt 29. nóvember 2023.

  • Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Markmiðið með sjóðnum er að efla innlendar vísindarannsóknir með því að skapa nýja möguleika til rannsókna með fjármögnun tækjabúnaðar/aðstöðu sem ekki er aðgengileg nú þegar.

    Umsóknarfrestur fyrir styrkárið 2023 var til 1. nóvember 2022. Innviðasjóður bauð upp á fimm tegundir styrkja: verkefni á vegvísi, tækjakaupastyrk, uppbyggingarstyrk, uppfærslu- og viðhaldsstyrk og aðgengisstyrk.

    Framlag ríkisins til sjóðsins á fjárlögum var 535 milljónir króna.

    Alls barst 41 umsókn í Innviðasjóð þar af 33 sem stóðust formkröfur og voru metnar í fagráði. Alls hlutu 13 verkefni styrki eða 32% umsókna. Sótt var um 1.319 m.kr. og voru 531 m.kr. veittar eða 40,3% umbeðinnar upphæðar.

    Um 81% upphæðar styrkja var veitt til vegvísaverkefna, en alls bárust sex umsóknir um verkefni á vegvísi og voru öll verkefnin styrkt. Alls bárust 27 gildar umsóknir í aðrar tegundir styrkja og hlutu 7 þeirra styrk.

    FagsviðSótt (Fjöldi umsókna)Veitt (Fjöldi umsókna)HlutfallSótt (upphæð í m.kr.)Veitt (upphæð í m.kr.)Hlutfall
    Félagsvísindi3266,7%634875,7%
    Heilbrigðisvísindi7342,8%63521634,0%
    Hugvísindi3266,7%1637445,4%
    Verkfræði- og náttúruvísindi20630,0%45819342,1%
    Samtals331339,4%131953140,2%
  • Styrkir til íslenskukennslu fyrir útlendinga eru veittir einu sinni á ári skv. reglugerð sem samþykkt var í árslok 2015 og fer sú úthlutun fram í upphafi árs.

    Úthlutun 2023: Umsóknarfrestur var 3. desember 2022. Umsótt upphæð var 565,6 m.kr. Alls bárust 19 umsóknir frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna og fengu allar úthlutun. Ráðuneytið hækkaði upphæð til úthlutunar um rúmlega 87 m.kr. frá fyrra ári og úthlutaði alls 232,65 m.kr. til íslenskukennslu á árinu. Samtals fengu fyrirtæki og stofnanir styrki til þess að halda 787 námskeið fyrir 8.929 nemendur á árinu 2023. Það er rúmlega 30% fjölgun námskeiða og 41% fjölgun nemenda milli ára.
    Úthlutun var tilkynnt 27. mars 2023.

    Úthlutun 2024: Umsóknarfrestur var 5. desember 2023. Umsótt upphæð var 538 m.kr. Alls barst 21 umsókn frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna og mun úthlutun fara fram í lok janúar.

  • Á fjárlögum 2023 voru rúmlega 22 m.kr. til ráðstöfunar úr Íþróttasjóði. Auk þess gat sjóðurinn úthlutað fjármunum vegna eldri styrkja sem höfðu ekki verið nýttir. Einn umsóknarfrestur var og bárust 165 umsóknir að upphæð 290 m.kr. Að tillögu íþróttanefndar ákvað mennta- og barnamálaráðherra að úthluta styrkjum til 76 verkefna að upphæð 27,8 m.kr. Þar af fengu 42 verkefni styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana fyrir 13,2 m.kr., 30 fræðslu- og útbreiðsluverkefni fengu styrki upp á 8,8 m.kr. og fjögur verkefni vegna rannsókna í íþróttafræðum upp á 5,7 m.kr. Lágmarksstyrkur til verkefna í Íþróttasjóði er 250 þúsund. Meðalstyrkur var rúmlega 366.000 kr. sem er svipað og undanfarin ár, en þetta eru samt sem áður lægstu meðalstyrkir sem Rannís veitir.

  • Markmið Jafnréttissjóðs Íslands er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna árið 2015.

    Auglýst er eftir umsóknum annað hvert ár. Í ár var auglýst eftir umsóknum í mars með umsóknarfrest til 27. apríl. Alls bárust 49 umsóknir, þar af 47 sem stóðust formkröfur. Sótt var um 247 m.kr. Úthlutað var 54 m.kr. í styrki til 11 verkefna sem er um 22% árangurshlutfall miðað við innsendar umsóknir. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, kynnti úthlutun sjóðsins við formlega athöfn á Hótel Hilton Nordica 19. júní.

  • Umsóknarfrestur vegna listamannalauna 2023 var 3. október 2022 og voru lögbundin 1.600 mánaðarlaun til úthlutunar. Fjöldi umsækjenda var 1.083 (972 einstaklingar og 111 sviðslistahópar). Sótt var um 10.108 mánuði. Úthlutun fengu 236 listamenn og 13 sviðslistahópar. Úthlutun var tilkynnt 17. desember 2022.
    Upphæð listamannalauna árið 2023 var 507.500 kr. á mánuði.

    Umsóknarfrestur vegna listamannalauna 2024 var 2. október 2023 og voru lögbundin 1.600 mánaðarlaun til úthlutunar. Fjöldi umsækjenda var 1.032 (924 einstaklingar og 108 sviðslistahópar). Sótt var um 9.336 mánuði. Úthlutun fékk 241 listamaður og 13 sviðslistahópar. Úthlutun var tilkynnt 4. desember 2023.

    Á úthlutunarsíðu listamannalauna er hægt að nálgast nánari tölfræði eftir árum.

  • Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og er hlutverk hans að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.

    Auglýst var eftir umsóknum fyrir 6. desember 2022 fyrir styrkárið 2023. Alls bárust 69 umsóknir en 65 umsóknir stóðust formkröfur. Sótt var um alls rúmar 715 milljónir króna. Þar sem mjög fáar umsóknir féllu að áherslum stjórnar að þessu sinni, eins og þær voru settar fram í handbók, var ákveðið að styrkja aðeins tvö verkefni fyrir rúmar 26 m.kr. Því var ákveðið að auglýsa aftur eftir umsóknum í sjóðinn og var það gert með umsóknarfrest til 15. júní 2023.

    Í seinni umsóknarfresti var sótt um styrki fyrir rúmar 746 milljónir króna. Í það sinn bárust 85 umsóknir í sjóðinn, 77 þeirra stóðust formkröfur. Umsóknir um kynningar- og fræðsluverkefni voru 27 og hlutu tvær þeirra styrki (7%). Umsóknir um nýsköpunarverkefni voru 58 talsins og hlutu 14 þeirra styrki (24%). Alls var veitt rúmum 173 m.kr. eða 23% af umsóttri styrkupphæð.

  • Markáætlun er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Áherslur áætlunarinnar eru ákvarðaðar af Vísinda- og tækniráði, en hún er fjármögnuð af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

    Ekki var auglýst eftir umsóknum í markáætlun 2023.

  • Menntarannsóknasjóði var komið á laggirnar á árinu 2021 af Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra. Sjóðurinn styrkir hagnýtar menntarannsóknir á sviði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og frístundastarfs. Markmið menntarannsóknasjóðs er að styrkja stoðir hagnýtra menntarannsókna, auka tækifæri til að skapa og miðla þekkingu til framþróunar og farsældar í skólastarfi og styðja við framkvæmd menntastefnu.

    Auglýst var eftir umsóknum í október og bárust 13 umsóknir í sjóðinn fyrir umsóknarfrestinn 23. nóvember. Sótt var um 342 m.kr. en til úthlutunar voru 164 m.kr. Veittar voru tæpar 158 m.kr. til 6 verkefna eða um 46% umsókna.

  • Alls bárust 100 umsóknir um Námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla á árinu en umsóknirnar gilda fyrir veturinn 2024-2025. Sóttu 94 framhaldsskólakennarar um orlof í eigin nafni en 6 umsóknir bárust frá skólum fyrir hönd kennara. Nefndin úthlutaði alls 40 stöðugildum til 42 einstaklinga, 40 heilum orlofum og tveimur hálfum; 34 stöðugildi fóru til kennara með einstaklingsumsóknir og 6 stöðugildum var úthlutað til kennara í gegnum skólaumsóknir. 30 konur fengu námsorlof að þessu sinni og 12 karlar. Meðalaldur orlofsþega var 56,4 ár og meðalstarfsaldur þeirra var 22,6 ár.

  • Nýsköpunarsjóður námsmanna er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla í sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum. Alls bárust 472 umsóknir fyrir 726 háskólanema. Sjóðurinn úthlutaði um 360 m.kr. sem samsvarar 1057 mannmánuðum til 355 nemenda í 202 verkefnum.

    Í lok sumars skila nemar inn lokaskýrslu fyrir verkefnið. Í spurningakönnun sem var lögð fyrir nema í lokaskýrslu kom í ljós að í 30% tilfella hafa nemar fengið atvinnutækifæri í framhaldi verkefnisins.

    SóttVeittÁrangurshlutfall
    Fjöldi umsókna47220243%
    Fjöldi nemenda72635549%
    Mannmánuðir2154105749%
  • Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsóknum á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

    Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn annað hvert ár. Í ár var auglýst eftir umsóknum í mars með umsóknarfresti til 4. maí. Alls bárust níu umsóknir í sjóðinn, styrkjum var úthlutað til þriggja verkefna eða um 33% innsendra umsókna. Úthlutað var þremur milljónum króna í styrki.

  • Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3 frá 2003 með áorðnum breytingum. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi og skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknir er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir.

    Umsóknarfrestur var til 15. júní 2023. Rannsóknasjóður bauð upp á fjórar tegundir styrkja: verkefnisstyrki, öndvegisstyrki, nýdoktorsstyrki og doktorsnemastyrki. Umsóknir voru metnar í sjö fagráðum. Framlag ríkisins til Rannsóknasjóðs á fjárlögum var 3.700 m.kr. Alls bárust 349 umsóknir í Rannsóknasjóð og stóðust 337 þeirra formkröfur. Alls hlutu 74 verkefni styrk eða 21,2% umsókna. Sótt var um 5.344 m.kr. og voru 1.189 m.kr. veittar eða 22,3% umbeðinnar upphæðar. Þessar tölur endurspegla styrkupphæð 1. árs styrktra verkefna.

    Heildarskuldbinding til þriggja ára er 3.438 m.kr.

    Alls bárust 20 umsóknir um öndvegisstyrki, fjögur verkefni hlutu styrki og árangurshlutfall var 20%. Umsóknir um verkefnisstyrki voru 156, 34 verkefni voru styrkt og árangurshlutfall var 21,8%. Umsóknir um nýdoktorsstyrki voru 50, 10 styrkir voru veittir og árangurshlutfall var 20%. Umsóknir um doktorsnemastyrki voru 111 og hlutu 26 doktorsnemar styrki, árangurshlutfall var 23,4%.

  • Venju samkvæmt var boðið upp á tvær tegundir umsókna til Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara á árinu, annars vegar fyrir sumarnámskeið og hins vegar fyrir gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki.

    Sótt var um styrki fyrir 23 sumarnámskeið á árinu og fengu 22 úthlutun. Sótt var um námskeið fyrir alls 538 kennara en í lok árs höfðu 332 kennarar sótt sumarnámskeiðin. Úthlutuð upphæð fyrir sumarnámskeið var rúmlega 20,1 m.kr. en að loknum uppgjörum var nýtt upphæð tæplega 17 m.kr.

    51 umsókn barst um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki á árinu 2023 frá faggreinafélögum og 14 skólum. Stjórn sjóðsins ákvað að hækka styrkina þannig að hver ráðstefnustyrkur væri 300.000 kr. og hver gestafyrirlesarastyrkur væri 100.000 kr. Allar umsóknir voru samþykktar og úthlutun var 20,3 m.kr. 31 umsókn var vegna ráðstefna en 20 voru vegna gestafyrirlesara.

  • Á árinu 2016 var lögfest frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga sem eru ráðnir til starfa hér á landi vegna sérþekkingar sinnar og reynslu. Markmið laganna er að gera fyrirtækjum auðveldara að fá til sín sérfræðinga til að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi. Skilyrði er meðal annars að viðkomandi búi yfir þekkingu eða reynslu sem ekki er fyrir hendi hér á landi, eða einungis í litlum mæli.

    Rannís rekur umsóknakerfi fyrir nefnd sem afgreiðir umsóknirnar og tilkynnir ríkisskattstjóra niðurstöðuna. Alls voru afgreiddar 303 umsóknir á árinu 2023, en frá upphafi hafa borist 1.162 umsóknir og hefur þeim fjölgað á hverju ári. Á árinu 2023 var 81% afgreiddra umsókna samþykkt og 19% hafnað. Flestar umsóknir komu frá fyrirtækjum (64%), en einnig frá frá stofnunum, sjúkrahúsum eða sjálfseignarstofnunum (20%) og háskólum (14%). Karlar eru 61% umsækjenda en 39% umsækjenda eru konur. Um 29% umsækjenda eru með doktorspróf, 48% með meistarapróf og 29% með bakkalárpróf. Umsækjendur komu frá 48 löndum. Flestir þeirra, alls 99, eru íslenskir ríkisborgarar sem hafa starfað erlendis í fimm ár eða lengur. Sem dæmi má líka nefna að 71 umsækjandi var frá löndum innan ESB, 50 frá Indlandi, 13 frá Norðurlöndunum, 19 frá Bandaríkjunum, og 10 frá Bretlandi.

  • Á árinu 2023 voru bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 152/2009 um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki endurákvörðuð fyrir tekjuskattsárin 2024 og 2025, vegna rekstraráranna 2023 og 2024. Hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti frá álögðum tekjuskatti vegna rekstrarársins 2022 var aftur hækkað í 1.100 m.kr. hjá hverju fyrirtæki (samstæðu) í stað 1.000 m.kr. sem í gildi var á tekjuskattsárinu 2023.

    Önnur bráðabirgðaákvæði voru óbreytt frá 2020, þ.m.t. að nýsköpunarfyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- og þróunarverkefna sem hlotið hafa staðfestingu Rannís, eiga áfram rétt á frádrætti frá álögðum tekjuskatti sem nemur 35% af útlögðum kostnaði vegna þessara verkefna í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í tilviki stórra fyrirtækja.

    Á árinu 2023 bárust 665 gildar umsóknir um staðfestingu rannsókna- og þróunarverkefna. Þar af bárust 346 umsóknir um staðfestingu framhaldsverkefna frá undangengnu ári og 319 umsóknir um staðfestingu nýrra verkefna á árinu 2023. Af 615 umsóknum árið 2022 voru 535 staðfestar eða um 87%, í samanburði við 91% árið áður. Í fjárlögum ársins 2023 var áætlað að endurgreiðsla vegna verkefna ársins 2022 yrði um 13,1 milljarður króna, en samkvæmt uppgjöri Skattsins stóð sú tala í rúmlega 14,2 milljörðum króna í nóvember 2023. Þessi tala á þó enn eftir að breytast áður en endanlegt uppgjör ársins 2023 liggur fyrir.

    Fjölgun í heildarfjölda umsókna milli árana 2023 og 2022 var 8,1%, samanborið við 5,3% milli áranna 2022 og 2021 og 5,8% milli árana 2021 og 2020. Í árslok 2023 var búið að staðfesta 315 verkefni af 346 umsóknum um framhaldsverkefni eða 91,0%, hafna 8 og 23 voru enn í vinnslu. Af 319 umsóknum um ný verkefni á árinu var búið að staðfesta 50 í árslok 2023 en 269 voru enn í vinnslu, sem skýrist af því að umsóknarfrestur nýrra verkefna var að hausti.

    Á myndinni hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir tölur úr fjárlögum hvers árs í samanburði við endanlegar greiðslur ríkissjóðs vegna skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna á tímabilinu 2011 til 2023, auk spár Rannís fyrir árin 2024-2026 að óbreyttum forsendum í lögum nr. 152/2009.

    Súlurit sem sýnir þróun á umfangi skattfrádráttar rannsókna og þróunarverkefna árin 2011 til 2026

    Úttekt ESA, 2022-2023

    Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, framkvæmir reglubundið eftirlit með skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna. Hópundanþágureglur („GBER“) sem gilda innan EES um slík stuðningskerfi eru lagðar til grundvallar í slíkri eftirlitsúttekt. Úttekt ESA hófst í september 2022 og stóð til mars 2023 í tveim lotum. Í fyrri lotunni voru umsókna- og umsýsluferli Rannís til skoðunar, ásamt eftirliti og samhæfingu við ferli hjá Skattinum. Í seinni lotunni gerði ESA kröfu um aðgang að umsóknum og gögnum um úrvinnslu þeirra og eftirlit með staðfestum verkefnum frá sjö fyrirtækjum á tímabilinu 2020-2022.

    Ef í ljós koma í slíku eftirliti vankantar á kerfinu, eða að stuðningur við einstök fyrirtæki hefur farið fram út heimildum, þarf umsvifalaust að bregðast við því með haldbærum umbótum. Fyrri lotunni lauk með bréfi ESA 15. desember 2022 og en seinni lotunni lauk með bréfi frá ESA í mars 2023, þar sem fram kom að ESA hefði ákveðið að loka úttekt sinni á stuðningskerfinu án athugasemda. ESA mat lagagrundvöll kerfisins einnig aðgengilegan og gagnsæjan. Þá sá ESA að lokum ástæðu til að lýsa yfir ánægju með skjót og skýr svör íslenskra stjórnvalda í úttektinni.

    Úttekt OECD, 2022-2023

    OECD framkvæmdi á tímabilinu 2022-2023 úttekt á skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna að beiðni ríkisstjórnar Íslands. Úttektin byggði á röð viðtala við helstu hagsmunaaðila og á reynslu annarra OECD-ríkja. Skýrsla um úttektina var lögð fram í nóvember 2023, en hún er afrakstur vinnu þverfaglegs teymis með aðkomu Hagstofu og Vísinda- og tækniráðs. Í skýrslunni er gerð grein fyrir áhrifum og framkvæmd þessarar stuðningsaðgerðar, auk þess sem þar koma fram tillögur til að efla skilvirkni.

    Ein af megin niðurstöðum úttektar OECD er að stuðningskerfi skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna hafi skilað árangri til að hvetja fyrirtæki að fjárfesta meira í rannsókna- og þróunarstarfi. Í skýrslunni kemur m.a. fram að íslenska kerfið sé í fremstu röð meðal sambærilegra kerfa innan OECD-landa hvað snertir slíka hvata til rannsókna- og þróunarstarfs. Fyrirtæki sem byrjuðu að nota skattafsláttinn á tímabilinu 2013-2020, juku verulega útgjöld til rannsókna og þróunar, ekki síst minnstu fyrirtækin. Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna á Íslandi virðist einnig hafa haft jákvæð áhrif á árlega veltu fyrirtækjanna, fjölgun starfa og hækkun meðallauna. Þá fann OECD einnig vísbendingar um jákvæð áhrif af þeirri aðgreiningu sem innleidd var í lögin 2020 um mismunandi endurgreiðsluhlutfall fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki annars vegar, og stór fyrirtæki hins vegar.

    Þeir hagsmunaaðilar sem OECD ræddi við virðast almennt ánægðir með kerfið, sérstaklega varðandi gæði og skilvirkni, þar sem Rannís metur verkefnaumsóknir og staðfestir í samræmi við lagakröfur og Skatturinn tekur síðan við greiðsluuppgjöri í tengslum við skattskýrslu og skattskil. Hagsmunaaðilar lögðu einnig áherslu á gott samstarf Rannís og Skattsins, almenna sanngirni í mati, sem og regluleg samskipti Rannís við fyrirtæki til að tryggja meðvitund um gildandi reglur, sem aftur leiðir til öflugri umsókna um rannsókna- og þróunarverkefni.

    OECD bendir á að mikill vöxtur umsókna og aukið flækjustig, m.a. með breyttum lögum, hafi verið ákveðin áskorun fyrir Rannís og Skattinn. Þótt Rannís hafi komið á rafrænu og skilvirku umsókna- og umsýslukerfi hafi svartíminn óhjákvæmilega lengst vegna fjölgunar umsókna og nánast óbreyttri mönnun. OECD telur að fyrirtæki hafi góðan skilning á þeim reglum sem gilda, en fylgjast þurfi betur með notkun þeirra á kerfinu og bæta söfnun og greiningu tölfræðilegra gagna. Þá telur OECD að bæta megi gagnaflæði milli Rannís og Skattsins. Einnig þurfi að skýra lagaumgjörð þessa úrræðis, m.a. í tengslum við eignarhald á rannsókna- og þróunarverkefnum, þátttöku undirverktaka, kostnað við hugverkarétt og samlagningarreglur í tengslum við fyrirtækjasamstæður.

  • Rannís tók við umsýslu Sprotasjóðs í byrjun árs 2022 fyrir hönd mennta- og barnamálaráðuneytisins. Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi.

    Alls bárust 76 umsóknir fyrir umsóknarfrest 16. febrúar 2023. Sótt var um rúmlega 259 m.kr. Styrkjum að upphæð 56,8 m.kr. var úthlutað til 25 verkefna um allt land. Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, og formaður stjórnar sjóðsins, Bragi Þór Svavarsson, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu mánudaginn 15. maí 2023.

    Áherslusvið sjóðsins fyrir skólaárið 2023-2024 voru að styðja við innleiðingu menntastefnu í eftirfarandi þáttum:

    • farsæld barna og ungmenna með áherslu á geðrækt, geðtengsl, geðheilbrigði,
    • sköpun og hönnun,
    • stafræn borgaravitund, upplýsinga- og miðlalæsi.

    Sjá nánar í fyrstu aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins.

  • Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna styrkir eingöngu ritun fræðirita og -greina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi, einn opinberra sjóða á Íslandi.

    Umsóknarfrestur var til 27. mars 2023. Alls bárust 53 umsóknir í sjóðinn og var sótt um starfslaun til 420 mánaða eða um 213 m.kr. Til úthlutunar voru um 49 m.kr. og voru veittir 17 styrkir úr sjóðnum eða til um 32% umsókna.

  • Í lok árs 2018 voru samþykkt lög með það að markmiði að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu. Lögin öðluðust gildi 1. janúar 2019. Með þessu er ríkissjóður að taka að sér að endurgreiða 25% af endurgreiðsluhæfum kostnaði sem fellur til vegna útgáfu bóka á íslensku. Bókaútgefendur hafa níu mánuði frá útgáfu bókar til að senda inn umsókn.

    Árið 2023 voru afgreiddar 770 umsóknir, að viðbættri 151 umsókn frá árinu áður, alls 921 umsókn, og hefði endurgreiðslan vegna þeirra orðið alls um 482,3 m.kr. Sjóðurinn var þurrausinn í júlímánuði. Fé sjóðsins var aukið um 80 m.kr. í lok árs og reyndist því hægt að greiða fleiri umsóknir af fjármagni ársins; það sem út af stóð var greitt út á nýju fjárlagaári. Endanleg útkoma ársins 2023 var því sú að greiddar voru 829 umsóknir og nam endurgreiðslan alls um 441,6 m.kr.

  • Sviðslistasjóður tók til starfa um mitt ár 2020 með lögum nr. 165/2019 um sviðslistir.

    Úthlutun 2023. Umsóknarfrestur var til 3. október 2022 og fjöldi umsækjenda var 111. Sótt var um ríflega 1.100 m.kr.í Sviðslistasjóð. Úthlutað var 105 milljónum til 13 verkefna og fylgdu henni 132 mánuðir úr Launasjóði sviðslistafólks. Úthlutun var tilkynnt 25. janúar 2023.

    Úthlutun 2024. Umsóknarfrestur var til 2. október 2023 og fjöldi umsækjenda var 105. Sótt var um ríflega 1.300 m.kr.í Sviðslistasjóð. Úthlutað var 94 milljónum til 13 verkefna og fylgdu henni 139 mánuðir úr Launasjóði sviðslistafólks. Úthlutun var tilkynnt 22. janúar 2024.

  • Tónlistarsjóður starfaði skv. lögum nr. 76/2004 og var hlutverk sjóðsins að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Lög nr. 76/2004 féllu úr gildi 1. desember 2023. Ný Tónlistarlög tóku gildi 8. maí 2023 (33/2023). Styrkveitingar Tónlistarsjóðs færast í nýjan Tónlistarsjóð sem tekur til starfa árið 2024 í umsýslu Tónlistarmiðstöðvar. Menningarráðuneytið fól Rannís í nóvember að koma að fyrstu úthlutun nýs Tónlistarsjóðs fyrir hönd og í samvinnu við Tónlistarmiðstöð.

    Menningar og viðskiptaráðherra skipaði þriggja manna tónlistarráð til þriggja ára í senn sem sinnir matsvinnu. Tónlistarráð gerði tillögu til ráðherra um úthlutun styrkja úr Tónlistarsjóði.

    Úthlutun Tónlistarsjóðs árið 2023 var 101,6 milljón króna. Veittir voru styrkir til 128 verkefna. Tveir umsóknarfrestir eru árlega í sjóðnum að hausti 1. nóvember og að vori 2. maí. Á umsóknarfrestum 2023 bárust alls 338 umsóknir og sótt var um samtals 375 milljónir króna.

    Fyrri úthlutun úr Tónlistarsjóði 2023 – umsóknarfrestur 1. nóvember 2022.

    Alls barst 131 umsókn. Sótt var um rúmlega 141 milljón króna. Styrkjum að upphæð 63,6 milljónum króna var úthlutað til 63 verkefna um allt land. Úthlutun var tilkynnt 5. janúar 2023.

    Seinni úthlutun úr Tónlistarsjóði 2023 – umsóknarfrestur 9. maí 2023.

    Alls bárust 207 umsóknir. Sótt var um rúmlega 234 milljónir króna. Styrkjum að upphæð 38 milljónum króna var úthlutað til 65 verkefna um allt land. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tilkynnti úthlutunina við athöfn í Safnahúsinu 14. júní 2023.

    Fyrri úthlutun nýs Tónlistarsjóð 2024 – umsóknarfrestur 12. desember 2023.

    Alls bárust 190 umsóknir í tvær deildir, lifandi flutning og innviði. Sótt var um rúmlega 546 m.kr.

  • Tækniþróunarsjóður bauð upp á sjö styrktarflokka á árinu: styrki til hagnýtra rannsóknaverkefna, einkaleyfisstyrki, Fræ/Þróunarfræ, Sprota, Vöxt, Sprett og markað. Sjóðurinn hafði 3.512 m.kr. til umráða samkvæmt fjárlögum en það er lækkun frá fyrra ári sem var 3.584 m.kr.

    Alls barst sjóðnum 771 umsókn í alla styrktarflokka og hlutu 163 verkefni styrk eða 21% umsókna. Verkefni geta sótt um stuðning frá einu til þriggja ára í senn. Á árinu var gengið frá framhaldssamningi við 67 verkefni upp á rúmar 1.197 m.kr.

    Sjóðurinn tekur þátt í Eurostars-3 áætlun Evrópusambandsins og fengu fjögur verkefni stuðning í þeirri áætlun á árinu. Sjóðurinn tekur jafnframt þátt í BlueBio Cofund ERA-Net, sem fjallar um lífhagkerfi sjávar og ferskvatns, Geothermica Cofund ERA-Net sem er evrópskt samstarfsnet á sviði jarðorku, M-ERA sem er á sviði efnistækni, Sustainable Blue Economy Partnership (SBEP), Clean Energy Transition Partnership (CETP) og Nordic Energy Research (NER).

  • Fjárveiting til Vinnustaðanámssjóðs var 242,6 m.kr. á fjárlögum 2023. Fjöldi umsókna var 173 og af þeim voru 170 metnar gildar. Sótt var í heildina um 23.388 vikur. Eftir yfirferð Rannís var úthlutað 19.610 vikum. Upphæð til úthlutunar var 234,7 m.kr. og var henni skipt niður á úthlutaðar vikur. Styrkur á hverja viku var 11.966 kr. Úthlutun tengist 1043 nemum.

  • Hlutverk Þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

    Alls bárust 78 umsóknir fyrir umsóknarfrest 3. mars 2023. Sótt var um tæplega 167 m.kr. Styrkjum að upphæð 78,5 m.kr. var úthlutað til 35 verkefna. Fjárframlag í sjóðinn var hækkað í ár og ákvað stjórn sjóðsins að veita fleiri en tveimur verkefnum styrki hærri en 2 m.kr. að þessu sinni.
    Úthlutun var tilkynnt 16. maí 2023.

    Forgangsatriði sjóðsins á árinu voru fjögur að þessu sinni þar sem því síðasta var sérstaklega bætt við með sérmerktu fé til úthlutunar:

    • Námsefni ætlað innflytjendum vegna tungumálakennslu.
    • Námsefni sem styður við samfélags- og náttúrugreinar.
    • Námsefni sem miðar að markvissri eflingu íslensks orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum.
    • Námsefni fyrir börn á flótta.

    Eins og fyrri ár var sérstaklega horft til þess hvort námsefnið kæmi til með að styðjast við stafræna tækni, Menntastefnu 2030 og hversu aðgengilegt námsefnið yrði nemendum.

  • Fjárveiting til Æskulýðssjóðs var 9,8 m.kr. á fjárlögum 2023. Einnig hefur sjóðsstjórnin heimild til að úthluta ósóttum styrkjum fyrri ára. Umsóknarfrestir voru tveir, 15. febrúar og 16. október. Alls bárust 39 umsóknir sem eru mun fleiri umsóknir en á síðasta ári. Upphæðin sem sótt var um var 45,5 milljónir sem var svipuð upphæð og árið 2022. Styrkt voru 16 verkefni að heildarupphæð um 11,2 m.kr. sem er hækkun frá fyrra ári. Skýringin er sú að sjóðurinn fékk töluvert fjármagn til úthlutunar frá fyrri árum. Að meðaltali var hver styrkur um 700.000 kr. sem er svipað og árið áður.