Starfsemi og skipulag

Hlutverk Rannís

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

Gervigreindarmynd sem sýnir bergstoðir í fjörunni. litrík gröf og kökurit sem tengjast með ljósaþráðum

Rannís styður þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum, ásamt því að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag.

Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar. Á meðal sjóðanna eru Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður, sem eru tveir stærstu samkeppnissjóðir hér á landi, Listamannalaun, Loftslagssjóður og Jafnréttissjóður Íslands sem eru dæmi um smærri sjóði og Horizon Europe og Erasmus+ sem eru stærstu ESB áætlanirnar. Samskiptanetið er stórt, en skólar, stofnanir, einstaklingar, samtök og fyrirtæki auk stjórnsýslunnar tilheyra viðskiptavinahópi Rannís.

Yfirlit yfir helstu samkeppnissjóði og sérverkefni sem Rannís hefur umsjón með:

Innlendir sjóðir

  • Barnamenningarsjóður Íslands
  • Bókasafnssjóður
  • Doktorsnemasjóður umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins
  • Hljóðritasjóður
  • Innviðasjóður
  • Íslenskukennsla fyrir útlendinga
  • Íþróttasjóður
  • Jafnréttissjóður Íslands
  • Listamannalaun
  • Loftslagssjóður
  • Markáætlun í tungu og tækni
  • Markáætlun um samfélagslegar áskoranir
  • Námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla
  • Nýsköpunarsjóður námsmanna
  • Rannsóknarsjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar
  • Rannsóknasjóður
  • Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara – SEF
  • Skattfrádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga
  • Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna
  • Sóknarstyrkir
  • Sprotasjóður
  • Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna
  • Stuðningur við útgáfu bóka á Íslandi
  • Sviðslistasjóður
  • Tónlistarsjóður
  • Tækniþróunarsjóður
  • Vinnustaðanámssjóður
  • Þróunarsjóður námsgagna
  • Æskulýðssjóður

Alþjóðastarf

  • Arctic Research and Studies – Norðurslóðafræði
  • COST
  • Creative Europe
  • Digital Europe
  • Enterprise Europe Network
  • Erasmus+  
  • Sérverkefni Erasmus+ 
    - EAAL
    - EPALE
    - eTwinning
    - Eurodesk
    - Euroguidance
    - Europass
    - Higher Education Reform
    - Kynningar á möguleikum fyrir ungt fólk
    - VET Team
  • European Solidarity Corps
  • Eurostars 
  • Euraxess
  • Evrópska tungumálamerkið
  • Horizon Europe
  • Landstenglaverkefni Horizon Europe
    - WIDERA.NET
    - MSCA-net
    - HNN 3.0
    - Net4SocietyHE
    - Seren 5
    - NCP Ideal-ist
    - Greenet
    - Care4Bio
    - Industry
    - MISSIONS NCP
    - NE4NCPs
    - ERA talent
  • Horizon Europe Partnership
    - ERA Blue Bio
    - GEOTHERMICA
    - M-ERA.NET 
    - Norface
    - CETP Clean Energy Transition Partnership
    - ERA4Health Partnership
    - DUT Driving Urban Transitions Partnership
    - SBEP Sustainable Blue Economy Partnership
    - THCS Transforming Health Care Partnership
  • LIFE
    - NCP NET4LIFE
  • Miðstöð evrópskra tungumála
  • Norrænt samstarf
    - Menntun til sjálfbærni
    - Nordplus
    - NordForsk
    - NOS-HS
    - NOS-M
    - NOS-N
  • Jules Verne
  • Uppbyggingarsjóður EES

Skipurit Rannís

Fjögur svið Rannís og skrifstofa forstöðumanns

Starfsemi Rannís skiptist í tvö fagsvið; rannsókna- og nýsköpunarsvið og mennta- og menningarsvið. Rekstrarsvið og greiningar- og hugbúnaðarsvið ganga þvert á fagsviðin og styðja við starfsemi þeirra.

Sameiginlegt markmið sviðanna er að efla samstarf stjórnvalda og hagsmunaaðila við undirbúning og framkvæmd opinberrar vísinda- og tæknistefnu og styðja við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og þróun mannauðs.

Sameiginlegt markmið sviðanna er að efla samstarf stjórnvalda og hagsmunaaðila við undirbúning og framkvæmd opinberrar vísinda- og tæknistefnu og styðja við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og þróun mannauðs. Þá er innan Rannís skrifstofa forstöðumanns þar sem verkefni á sviði mannauðs-, samskipta- og kynningarmála tilheyra.

Mynd af skipuriti Rannís árið 2023

Þjónustukönnun Rannís 2023

Þjónustukönnun Rannís var framkvæmd af Gallup í júní 2023 en sambærileg könnun var gerð í júní 2021. Um 890 einstaklingar svöruðu í ár en 777 einstaklingar svöruðu árið 2021. Stefnt er að því að endurtaka könnunina árið 2025.

Rannís má vel við una með niðurstöðurnar í ár sem breytast lítið milli mælinga. Um tveir þriðju svarenda eru ánægðir með þjónustu Rannís – þar af hefur rúmlega helmingur svarenda fengið styrk en hinir ekki. Um 80% svarenda finnst að starfsfólk hafi mikla þekkingu á þeirri þjónustu sem boðið er upp á og 71% finnst starfsfólk hafa mikinn áhuga á að aðstoða. Innanhúss hjá Rannís var unnin ítarlegri greining upp úr gögnum könnunarinnar einkum sem sneri að úrbótum og þegar er hafin vinna við úrbætur út frá þeim ábendingum sem bárust.

Vísinda- og tækniráð

Vísinda- og tækniráð var lagt niður fyrrihluta árs 2023, fram að þeim tíma hittust vísinda- og tækninefndir einu sinni á sameiginlegum fundi og Vísinda- og tækniráð fundaði jafnframt einu sinni.

Í lok árs 2022 samþykkti Alþingi lög nr. 137/2022 um Vísinda- og nýsköpunarráð sem tóku gildi 1. apríl 2023 og Vísinda- og tækniráð var lagt niður í þeirri mynd sem það hafði starfað sl. 20 ár. Í stað þess kom annars vegar ráðherranefnd um vísindi og nýsköpun sem mun samræma stefnu stjórnvalda og birta stefnu stjórnvalda í tvennu lagi: framtíðarsýn til tíu ára sem endurskoðuð skal á fjögurra ára fresti og aðgerðaáætlun til tveggja ára í senn. Hins vegar sjálfstætt Vísinda- og nýsköpunarráð sem er ráðherranefnd um vísindi og nýsköpun og ráðherra sem fer með málefni vísinda og nýsköpunar til ráðgjafar.

Gervigreindarmynd sem sýnir innvolvs í úrverki. gyllt og silfruð tannhjól og rauðir fletir

Rannís í hnotskurn

Lykiltölur starfseminnar árið 2023

0

innlendir sjóðir

0

erlendar samstarfsáætlanir

0

umsóknir

0

Verkefnastyrkir

0

einstaklingar sem njóta góðs af starfinu

0

milljarða króna stuðningur

0

Starfsfólk Rannís í sex starfseiningum

0

Einstaklingar sinna mats- og stjórnarvinnu í fagráðskerfinu