Viðburðir

Viðburðir skipa stóran sess

Viðburðir af ýmsu tagi skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Er þeim ætlað að styðja við kynningarstarf á verkefnum og sjóðum sem Rannís hefur umsjón með og gera áhrif þekkingarsköpunar sýnileg. Rannís á einnig þátt í að hvetja vísinda- og fræðafólk til dáða með viðurkenningum af ýmsu tagi.

  • Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

    Nýsköpunarverðlaunforseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 20. janúar 2021.

  • Opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB

    Opnunarhátíðin var í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu 15. apríl þegar nýrri kynslóð samstarfsáætlana ESB var hleypt af stokkunum.

  • Vorfundur Tækniþróunarsjóðs

    Vorfundur Tækniþróunarsjóðs var haldinn 24. júní fyrir gesti og í streymi.

  • Vaxtarsprotinn

    Vaxtarsprotinn var afhentur þann 2. september í Flórunni í Grasagarðinum, Laugardal.

  • Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

    Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs voru afhent á Rannsóknaþingi Rannís þann 9. september 2021.

  • Rannsóknaþing

    Rannsóknaþing var haldið þann 9. september í beinni útsendindingu á netinu frá Grand Hótel Reykjavík.

  • Vísindavaka og viðurkenning fyrir vísindamiðlun

    Vísindavaka var haldin í lok september 2021 og í tengslum við hana var afhent viðurkenning fyrir vísindamiðlun.

  • Uppskeruhátíð Tækniþróunarsjóðs

    Uppskeruhátíðin fór fram þann 9. desember í Grósku og í streymi.