Líflegur vinnustaður
Rannís er líflegur vinnustaður með um 60 manna starfsliði sem starfar eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum.

Starfsfólk Rannís
Í árslok 2021 var starfsfólk Rannís alls 63 í 58,65 stöðugildum með forstöðumanni. Starfsfólki fjölgaði um 9 frá fyrra ári og stöðugildum um 7,9. Þar af voru nokkrir starfsmenn ráðnir inn í tengslum við flutning Enterprise Europe Network (EEN) frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands yfir til Rannís og enn aðrir vegna aukins umfangs verkefna á rannsókna- og nýsköpunarsviði og mennta- og menningarsviði. Alls hættu tveir starfsmenn á árinu, annar vegna aldurs, og var ráðið í störf þeirra.
Dreifing mannauðs á milli sviða | Fj. starfsm. | Fj. stg. | Kvk. stg. | Kk. stg. |
---|---|---|---|---|
Rekstrarsvið | 11 | 9,80 | 7,75 | 2,05 |
IASC skrifstofa | 2 | 1,75 | 1,5 | 0,25 |
Mennta- og menningarsvið | 24 | 22,65 | 16,65 | 6,0 |
Greiningar- og hugbúnaðarsvið | 6 | 5,60 | 3,0 | 2,60 |
Rannsókna- og nýsköpunarsvið | 20 | 18,85 | 12,05 | 6,80 |
63 | 58,65 | 40,95 | 17,7 |
Stöðugildi
Í árslok 2021 voru 11 starfsmenn á rekstrarsviði í 9,80 stöðugildum að forstöðumanni meðtöldum. Fjöldi starfsfólks á skrifstofu IASC hélst óbreyttur á milli ára eða 2 starfsmenn í 1,75% stöðugildum. Á mennta- og menningarsviði voru 24 starfsmenn í 22,65 stöðugildum en þar fjölgaði starfsfólki vegna aukinna umsvifa og skipulagsbreytinga um 3 en stöðugildum um 2,45. Í árslok 2021 voru 20 starfsmenn á rannsókna- og nýsköpunarsviði í 18,85 stöðugildum. Var það fjölgun frá því árið 2020 um 5 starfsmenn og jafnmörg stöðugildi, sem tengist einnig auknum umsvifum og skipulagsbreytingum. Á greiningar- og hugbúnaðarsviði voru 6 starfsmenn í 5,60 stöðugildum í lok árs.
Af 58,65 stöðugildum í árslok 2021 voru sérfræðingar í 48,75 stöðugildum, almennir starfsmenn í 4 stöðugildum, starfsmaður í tímavinnu í 0,60 stöðugildi, aðstoðarmaður í 0,30 stöðugildi, sviðsstjórar í 4 stöðugildum eins og undanfarin ár og forstöðumaður í 1 stöðugildi.
Lífaldur starfsfólks og aldursdreifing
Meðalaldur starfsmanna í árslok 2021 var 49,5 ár. Meðalaldur kvenna var 50,2 ár og karla 48,9 ár. Flestir starfsmenn eða 36,5% eru á aldursbilinu 51-60 ára, 22% eru á aldrinum 61 árs og eldri, 20,7% eru á aldrinum 41-50 ára, 11,11% er á aldrinum 31-40 ára og 9,6% eru 30 ára og yngri.
Heildar-fjöldi starfsm. | Fjöldi 30 ára og yngri | Fjöldi 31-40 ára | Fjöldi 41-50 ára | Fjöldi 51-60 ára | Fjöldi 61-70 ára |
---|---|---|---|---|---|
63 | 6 | 7 | 13 | 23 | 14 |
100,00% | 9,6% | 11,11% | 20,7% | 36,5% | 22 % |
Fræðsla innan Rannís
Rannís leggur áherslu á að bjóða starfsfólki sínu fjölbreytta fræðslu með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði starfsins, ásamt því að bæta í senn árangur og starfsánægju. Starfsfólk sótti fræðslu og námskeið í tengslum við starfsþróunaráætlun á árinu og í boði voru um 30 fjölbreytt námskeið á vegum stofnunarinnar. Á árinu var einkum lögð áhersla á rafræn námskeið og innanhússnámskeið vegna aðstæðna. Meðal námskeiða má nefna: Lean-vinnustofur og eftirfylgni undir handleiðslu ráðgjafafyrirtækisins Manino, námskeið í jafnréttisáætlun Horizon Europe en þar var leiðbeinandi Sigrún Ólafsdóttir, sérfræðingur Rannís. Einnig var fjöldi námskeiða í Microsoft 365, GoPro og tengt skjalamálum yfir allt árið undir handleiðslu Kristínar Óskar Hlynsdóttur gagna- og gæðastjóra Rannís og fleira.
Nýliðafræðsla var haldin jöfnum höndum fyrir nýja starfsmenn Rannís þar sem farið var yfir lykilatriði í starfseminni.
Alls voru haldnir fimm starfsmannafundir á árinu og fimm fréttafundir bæði í rafheimum og raunheimum. Fréttafundir eru óformlegir morgunverðarfundir, en þar getur hver sem er kvatt sér hljóðs og sagt frá því sem er á döfinni og á erindi til annarra starfsmanna.
Námsleyfi
Alls var varið 803 klst. í námsleyfi starfsmanna. Þrír starfsmenn fengu formlegt námsleyfi til að leggja stund á nám, hver í þrjá mánuði, en hluti af því leyfi færðist frá 2020 vegna Covid-19. Einn starfsmaður kaus að fresta námsleyfi til næsta árs vegna aðstæðna og eins var einn starfsmaður sem lauk námsleyfi sem hann hóf á árinu 2020 af sömu orsökum. Fjöldi skráðra tíma í námsleyfi var sambærilegur og fyrir Covid-19.
Starfsauglýsingar
Í árslok 2020 var auglýst eftir sérfræðingi í rannsóknateymi á rannsókna- og nýsköpunarsviði, og í tengslum við flutning Enterprise Europe Network (EEN) frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands yfir til Rannís voru tveir sérfræðingar sem stýrt hafa EEN hjá NMÍ ráðnir á sviðið. Þessir starfsmenn hófu störf í byrjun árs 2021. Í janúar var auglýst eftir tveimur sérfræðingum í alþjóða- og nýsköpunarteymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs sem hófu störf á vormánuðum. Eins var bætt við starfsmanni í nýsköpunarteymi sviðsins á haustmánuðum. Tveir nýir starfsmenn bættust í æskulýðsteymi mennta- og menningarsviðs. Í ársok 2021 var auglýst eftir hugbúnaðarsérfræðingi á greiningar-og hugbúnaðarsvið og sérfræðingi í rannsóknateymi á rannsókna- og nýsköpunarsvið. Það starfsfólk hefur störf á fyrri hluta árs 2022.
Einnig voru ráðnir inn 10 sumarstarfmenn á vegum átaks varðandi sumarstörf námsmanna, sem Vinnumálastofnun stýrði, en efnt var til í samvinnu við stofnanir ríkis og sveitarfélaga.
Starfsfólk í árslok 2021
- Aðalheiður Jónsdóttir
- Andrés Pétursson
- Anna R. Möller
- Ágúst H. Ingþórsson
- Álfrún G. Guðrúnardóttir
- Árni Sigurðsson
- Ármann Pétursson
- Ása Guðrún Kristjánsdóttir (leyfi)
- Ásta Vigdís Jónsdóttir
- Berglind Fanndal Káradóttir
- Birna Vala Eyjólfsdóttir
- Bylgja Valtýsdóttir
- Davíð Lúðvíksson
- Dóra Stefánsdóttir
- Egill Þór Níelsson
- Elísabet M. Andrésdóttir
- Elísabet Ólafsdóttir
- Elvar Helgason
- Embla Sól Þórólfsdóttir
- Eva Einarsdóttir
- Eyrún Helgadóttir
- Eyrún Sigurðardóttir
- Fanney Reynisdóttir
- Gróa María Svandís Sigvaldadóttir
- Guðmundur Ingi Markússon
- Hallgrímur Jónasson
- Hannes Ottósson
- Helga Dagný Árnadóttir
- Helga Snævarr Kristjánsdóttir
- Herdís Þorgrímsdóttir
- Hulda Hrafnkelsdóttir
- Jóhann Páll Ástvaldsson
- Jón Svanur Jóhannsson
- Júlíana Grigorova Tzankova
- Katrín Jónsdóttir
- Kolbrún Bjargmundsdóttir
- Kristín Ósk Hlynsdóttir
- Lára Aðalsteinsdóttir
- Lísa Kristín Gunnarsdóttir
- Lýður Skúli Erlendsson
- Margrét Jóhannsdóttir
- Margrét K. Sverrisdóttir
- Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
- Mjöll Waldorff
- Óli Örn Atlason
- Óskar Eggert Óskarsson
- Ragnhildur Zoëga
- Rakel Jónsdóttir
- Rúna Vigdís Guðmarsdóttir
- Sigríður Heimisdóttir
- Sigríður Grétarsdóttir
- Sigríður M. Vigfúsdóttir
- Sigrún Ólafsdóttir
- Sigurður Björnsson
- Skúli Leifsson
- Sólveig Sigurðardóttir
- Steinunn S. Jakobsdóttir
- Svandís Unnur Sigurðardóttir
- Vigfús Eyjólfsson
- Þorgerður Eva Björnsdóttir
- Ægir Þór Þórsson
Starfsfólk Rannís hjá IASC
- Gerlis Fugmann
- Kolbrún Reynisdóttir
- Frederica Scarpa, samkvæmt samkomulagi við Norðurslóðanet .
Breytingaferli Rannís 2011-2021
Rannís falin umsýsla með rekstri Gæðaráðs háskóla og ráðgjafarnefndar Gæðaráðs háskóla.
Rannís falin umsýsla með Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna.
Rannís falið að annast umsjón með fundarsókn í rammaáætlun Evrópusambandsins á sviði vísinda og rannsókna.
Rannís falið að annast umsýslu með málefnum Alþjóðlegu norðurskauts-vísindanefndarinnar (IASC).
- Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB og fleiri verkefni flytjast frá Háskóla Íslands til Rannís, ásamt norrænu menntaáætluninni og upplýsingastofu um nám erlendis.
- Umsýsla 12 sjóða á sviði menntamála, menningar- og æskulýðsmála flyst frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Rannís.
- Rannís falin umsjón með Menningaráætlun ESB.
- Rannís tekur að sér eigið bókhald vegna niðurlagningar SRA (skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna).
- Rannís flytur í nýtt húsnæði.
- Rannís tekur að sér ritarastarf fyrir Vísinda- og tækniráð og Vísindanefnd.
- Breytingar á reikningshaldi vegna nýrra laga um opinber fjármál sem tóku gildi 1. janúar.
- Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) opnar skrifstofu að Borgum á Akureyri.
- Rannís falin umsjón með rekstri skrifstofunnar. Rannís tekur við rekstri æskulýðshluta Erasmus+ af Ungmennafélagi Íslands.
- Umsýsla með Skattfrádrætti frá tekjum erlendra sérfræðinga.
- Barnamenningarsjóður Íslands í umsýslu Rannís.
- Vinnu við stefnu Rannís til 2025 lokið.
- Ísland tekur við stjórn Nordplus menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar.
- Rannís falin umsjón með rekstri aðalskrifstofunnar.
- Loftslagssjóður í umsýslu Rannís.
- Jafnréttissjóður Íslands í umsýslu Rannís.
- Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku í umsýslu Rannís.
- Gæðaráð háskóla varð sjálfstæð rekstrareining í byrjun árs og hætti að heyra beint undir Rannís en hafði þó aðstöðu þar áfram.
- Alþjóðasvið sameinast rannsókna- og nýsköpunarsviði.
- Greiningar- og hugbúnaðarsvið stofnað.
- Rannsóknasetur Margrétar II Danadrottningar og frú Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag í umsýslu Rannís.
- Rannís tekur upp fjárhagskerfið Orra.
- Office 365 innleitt.
- Straumlínustjórnun innleidd.
- Enterprise Europe Network flyst til Rannís frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
- Menntarannsóknsjóður í umsýslu Rannís.
- Bókasafnasjóður í umsýslu Rannís.
- Doktorsnemasjóður umverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins í umsýslu Rannís.
- Sprotasjóður í umsýslu Rannís.