Árið gert upp í máli og myndum
Hér getur að líta brot af því helsta sem bar til tíðinda í starfsemi Rannís á árinu, sem var með óhefðbundnu sniði hvað varðar viðburði og kynningar.

Viðburðir og kynningar skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Til að styðja við kynningarstarf á rannsóknum, nýsköpun, menntun og menningu og gera áhrif þekkingarsköpunar sýnileg, stendur Rannís fyrir ýmsum viðburðum eins og Rannsóknaþingi, Vísindavöku, vorfundi Tækniþróunarsjóðs, Erasmus dögum og Nýsköpunarþingi. Þá eru haldnir kynningarfundir víða um land, námskeið, vinnustofur og tengslaráðstefnur.
Rannís á einnig þátt í að hvetja vísinda- og fræðafólk til dáða með viðurkenningum á borð við Hvatningaverðlaun Vísinda- og tækniráðs í samvinnu við ráðið, Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í samvinnu við Nýsköpunarsjóð námsmanna og Nýsköpunarverðlaun Íslands í samvinnu við Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
Enterprise Europe Network flyst til Rannís frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Sviðslistasjóður úthlutar 132 milljónum króna til 30 atvinnuleikhópa
Launasjóður listamanna úthlutar 308 listamönnum og 26 sviðslistahópum 2.150 mánaðarlaunum
Rannsóknasjóður úthlutar um 1.300 milljónum til 82 nýrra verkefna
Um var að ræða stærstu úthutun sjóðsins frá upphafi og var fjárveiting sjóðsins 3,7 milljarðar á árinu 2021.
Sex verkefni valin á fyrsta íslenska vegvísinn um rannsóknarinnviði
Valin voru verkefni sem talin voru skara fram úr hvað varðar vísindalegan og faglegan styrk, breitt og vel skilgreint samstarf um innviðauppbyggingu, opið aðgengi að rannsóknarinnviðunum og skýra framtíðarsýn.
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum
Ari Kvaran, Ísól Sigurðardóttir, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi, sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.
Tónlistarsjóður úthlutar 75 milljónum til 116 verkefna
Íþróttasjóður úthlutar 26 milljónum króna
Kynningarfundur á Tækniþróunarsjóði
Samtök iðnaðarins og Rannís stóðu fyrir rafrænum kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð undir yfirskriftinni: Nú er tækifæri til að ná lengra með Tækniþróunarsjóði.
Markáætlun í tungu og tækni styrkir fimm verkefni um allt að 295 milljónir
Hlutverk Markáætlunar í tungu og tækni er annars vegar að vernda og efla íslenska tungu og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum.
Rannís tekur þátt í UT-messunni
UTmessan var haldin 1. - 6. febrúar 2021 í rafheimum. Rannís tók þátt í ráðstefnudeginum 5. febrúar. Kynntir voru helstu sjóðir og verkefni til nýsköpunar og þróunar sem eru í umsjón Rannís. Hægt var að spjalla við starfsfólk í beinni og fá svör við spurningum.
Framadagar 2021
Rannís tók þátt í Framadögum sem stóðu yfir 10.-11. febrúar en Framadagar voru eingöngu rafrænir þetta árið. Starfsfólk Rannís kynnti tækifæri til skiptináms, starfsnáms, sjálboðaliðastarfa og sumarstarfa.
Tilkynnt um úthlutun 17 styrkja til íslenskukennslu útlendinga fyrir allt að 145 milljónir
Alls bárust 23 umsóknir frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna.
Horizon Europe opnar fyrir umsóknir um styrki á vegum Evrópska rannsóknaráðsins
Málstofa á netinu um norðurslóðasamstarf Íslands og Bretlands á sviði rannsókna, menntunar og nýsköpunar með áherslu á málefni hafsins
Að málstofunni stóðu Rannís, Norðurslóðanet Íslands, Hafrannsóknastofnun, NERTC Arctic Office, UK Science & Innovation Nwtwork og Breska sendiráðið á Íslandi.
Rafræn kynning á Tækniþróunarsjóði og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna
Erasmus+ aðild veitt í fyrsta sinn
26 skólar og stofnanir fengu staðfesta aðild að Erasmus+ sem gerir umsóknarferlið um styrki til náms og þjálfunar einfaldara. Þessir umsækjendur hafa sýnt fram á vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf sem hluta af framtíðarstefnu og reglulegri starfsemi sinni.
Loftslagssjóður styrkir 24 verkefni fyrir rúmar 170 milljónir króna
Nýsköpunarsjóður námsmanna úthlutar um 311 milljónum til 351 nemenda og 206 verkefna
Nýrri kynslóð Erasmus+ áætlunarinnar ýtt úr vör
Megináhersla er áfram lögð á tækifæri fyrir fólk á öllum aldri til að stunda nám og þjálfun í öðru landi.
Fyrri úthlutun Æskulýssjóðs til sex verkefna að upphæð rúmlega 4,5 milljónum króna
Úthlutað rúmum 227 milljónum króna úr Vinnustaðanámssjóði fyrir árið 2020
Vefstofur fyrir umsækjendur um Erasmus+ og European Solidarity Corps
Vefstofurnar voru haldnar dagana 19. - 28. apríl. Á þeim veitti starfsfólk Landskrifstofu almennar upplýsingar um nýtt tímabil Evrópuáætlana og umsóknarfresti.
Rannís stendur fyrir námskeiðinu Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Horizon Europe
Námskeiðið var haldið á netinu í samstarfi við Dr. Sean McCarty frá Hyperion Ltd.
Opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB
Nýjar samstarfsáætlanir ESB, sem gilda árin 2021-2027, voru kynntar á fjórfaldri opnunarhátíð í beinu streymi frá Borgarleikhúsinu. Á hátíðinni var farið yfir helstu nýjungar og styrkjamöguleika Erasmus+ á sviði menntunar, æskulýðsmála og íþrótta, Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlunarinnar, European Solidarity Corps fyrir sjálfboðaliða- og samfélagsstarf ungs fólks og Creative Europe á sviði skapandi greina. Einnig var litið um öxl og góðum árangri síðustu ára fagnað í óformlegu spjalli við styrkþega sem sögðu sínar sögur. Opnunarávarp flutti Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra og lokaorð Lucie Samcová-Hall Allen sendiherra ESB á Íslandi.
Nýtt ráðstefnurit um Vísindavöku norðurslóða kemur út
Ritið er gefið út í samvinnu Rannís, Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar og Rannsóknaþings norðursins við Háskólann á Akureyri.
Úthlutað úr Nordplus nærri 8,6 milljónum evra til 256 verkefna og samstarfsneta
Íslenskum stofnunum gekk almennt vel og voru þær 8% umsækjenda og fengu 8% styrkja.
Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna úthlutar 53 milljónum til 19 verkefna
Rannís auglýsir eftir tíu námsmönnum í sumarstörf
Um var að ræða ráðningar vegna átaks varðandi sumarstörf námsmanna, sem Vinnumálastofnun stýrði, en efnt var til í samvinnu við stofnanir ríkis og sveitarfélaga.
Fyrri úthlutun úr Hljóðritasjóði, 15 milljónum króna
Alls bárust 180 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar og er það metfjöldi umsókna í einni lotu.
Rannsóknarsjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar úthlutar rúmlega 2 milljónum til þriggja verkefna
Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsóknum á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.
Tækniþróunarsjóður tekur þátt í Nýsköpunarviku
Tækniþróunarsjóður kynnti tækifæri sem eru í boði hjá sjóðnum í húsnæði Grósku og í streymi. Markmiðið með Nýsköpunarviku sem stóð yfir 16. maí - 2. júní er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri að kynna eigin nýsköpun.
Barnamenningarsjóður úthlutar styrkjum til 37 verkefna
Um var að ræða þriðju styrkveitingu sjóðsins frá stofnun hans og var heildarupphæð úthlutunarinnar 90 milljónir króna.
Opnað fyrir þátttöku í 40 ný COST verkefni
Ársskýrsla Rannís 2020 kemur út
Tækniþróunarsjóður úthlutar um 907 milljónum til 73 nýrra verkefna
Síðustu ár hafa fjárframlög til sjóðsins verið um 2,3 milljarðar króna, en í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var 2020, voru fjárveitingar til sjóðsins hækkaðar í 3,6 milljarða á árinu 2021.
Þróunarsjóður námsgagna úthlutar rúmum 52 milljónum til 29 verkefna
Innviðasjóður úthlutar 546 milljónum króna til sex verkefna á vegvísi auk 15 almennra verkefna
Þetta er langstærsta úthlutun úr sjóðnum frá upphafi.
Nýtt tímabil Creative Europe hefst
Yfir 60% aukning verður á framlagi til Creative Europe 2021-2027. Með því vill áætlunin meðal annars leggja sitt af mörkum svo menningargeirinn nái sér aftur á strik eftir heimsfaraldurinn.
Seinni úthlutun Tónlistarsjóðs
Úthlutað var til 46 verkefna upp á 24,6 milljónir króna.
Sumargleði starfsfólks Rannís
Stjórn Jafnréttissjóðs Ísland úthlutar 25 milljónum króna til átta verkefna
Upplýsingadagar Rannís fyrir Horizon Europe
Dagana 21. júní - 30. júní stóð Rannís fyrir opnum kynningarfundum á netinu um Horizon Europe þar sem farið var yfir þjónustu Rannís og helstu áherslur hvers klasa (cluster) áætlunarinnar. Fundirnir voru einkum ætlaðir starfsfólki háskóla, rannsóknastofnana og nýsköpunarfyrirtækja.
Evrópskir rannsókna- og nýsköpunardagar - Mótum framtíðina saman
Markmiðið með dögunum var að stefnumótendur, vísindafólk, frumkvöðlar og almenningur komi saman til að ræða og móta framtíð rannsókna og nýsköpunar í Evrópu og víðar.
Árlegur vorfundur Tækniþróunarsjóðs
Viðfangsefni fundarins var tækni og skapandi greinar og mikilvægi jafnvægis í samlífi þeirra. Fyrrum styrkþegi Tækniþróunarsjóðs, Úlfur Hansson, spilaði á segulhörpuna en það er nýtt hljóðfæri sem bæði Björk og Sigurrós hafa notaði í tónlist sinni.
Landskrifstofa úthlutar um fjórum milljónum evra til náms og þjálfunar í Erasmus+ og í European Solidarity Corps
Alls hlutu 37 umsóknir styrk eftir fyrsta umsóknarfrest nýrra áætlana og hlutu þær tæplega fjórar milljónir evra. Þær bárust frá öllum landshlutum og frá ólíkum hópum samfélagsins, svo sem skólum, sveitarfélögum, félagsmiðstöðvum og frjálsum félagasamtökum.
Auglýst eftir tilnefningum til Vaxtarsprotans
Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Rannís, Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja og Háskólans í Reykjavík.
Menntarannsóknasjóður í umsýslu Rannís
Sjóðurinn mun styrkja hagnýtar menntarannsóknir á öllum skólastigum. Markmið sjóðsins er að styrkja stoðir hagnýtra menntarannsókna, auka tækifæri til að skapa og miðla þekkingu til framþróunar og umbóta í skólastarfi og styðja við framkvæmd menntastefnu til 2030.
Fyrsti íslenski vegvísirinn um rannsóknarinnviði
Vegvísirinn er gefinn út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samstarfi við stjórn Innviðasjóðs og Rannís. Í honum eru tilgreindir viðamiklir innviðir og innviðakjarnar sem uppfylla kröfur um að styðja við gæði í rannsóknum á Íslandi og samræmast áherslum Vísinda- og tækniráðs.
Opnað fyrir umsóknir um Evrópumerkið
Framkvæmdastjórn ESB og mennta- og menningarmálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu.
Vaxtarsproti ársins er 1939 Games
Viðurkenningin er veitt fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, afhenti Vaxtarsprotann. Einnig hlutu Coripharma og Algalíf viðurkenningar.
Rannís auglýsir eftir tilnefningum til viðurkenningar fyrir vísindamiðlun
Rannsóknaþing og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala, hlutu verðlaunin. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhenti verðlaunin. Yfirskrift þingsins var Árangur í rannsóknum og nýsköpun til framtíðar.
Doktorsnemasjóður umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins úthlutar styrkjum til fjögurra verkefna
Fyrsta Vísindakaffi Rannís af þremur í Perlunni
Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur og vísindamaður við Háskóla Íslands fjallaði um Carbfix aðferðina og hvernig íslensku sandarnir geta komið þar við sögu.
Vísindakaffi Rannís
Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, fjallaði um þýðingu bólusetninga á tímum heimsfaraldurs, þróun bóluefna og vernd gegn Covid-19, á öðru vísindakaffi Rannís að þessu sinni.
Vísindakaffi Rannís
Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands var gestur á þriðja Vísindakaffi Rannís. Erindi hans fjallaði um falsfréttir og upplýsingaóreiðu á netinu: Hver er staðan á Íslandi?
Vísindavaka Rannís - sérblað með Fréttablaðinu
Vísindavökublaðið var tileinkað miðlun vísinda með það að markmiði að vekja athygli á broti af því frábæra vísindastarfi sem unnið er á Íslandi og styrkt er af sjóðum og samstarfsáætlunum Rannís.
Tilkynnt formlega um áframhaldandi aðild EES ríkjanna að nýrri kynslóð samstarfsáætlana Evrópusambandsins 2021-2027
Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun
Veðurstofa Íslands og Sævar Helgi Bragason hlutu viðurkenninguna að þessu sinni. Erindi tileinkað vísindamiðlun flutti Annette Klinkert, forstöðukona EUSEA - The European Science Engagement Association, og var yfirskrift þess Face the Challenge - Make a Difference. Science communication and Public engagement.
Vísindakaffi í Bolungarvík
Dr. Ragnar Edvardsson fjallaði um stóriðju í Jökulfjörðum, hvalveiðistöðvar Norðmanna og þróun sjávarútvegs fram á miðja 20. öld. á vísindakaffi sem haldið var í Bolungarvík í samstarfi við Vísindavöku Rannís.
Vísindakaffi og afmælishátíð Þjóðfræðistofu á Hólmavík
Helstu viðfangsefni Þjóðfræðistofu voru kynnt á Vísindakaffi í samstarfi við Vísindavöku Rannís og meðal annars sagt frá verkefnunum Menningararfur í ljósmyndum, Dagbækur fyrri alda, Fortíð og framtíð Hólmavíkur og Þjóðtrúarfléttan.
Úthlutun Tækniþróunarsjóðs fyrir Fræ/Þróunarfræ
Fulltrúum 10 verkefna er boðið að ganga til samninga um nýja styrki.
Rafrænn kynningarfundur um Eurostars á vegum Rannís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins
Lucie Samcová–Hall Allen sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi og Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís birta grein í Fréttablaðinu
Titill greinarinnar var: Stefnt að áframhaldandi velgengni Íslands í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins.
Dalvíkurskóli og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hljóta Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu
Mennta- og menningarsvið Rannís heimsækir Ísafjörð með það að markmiði að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana
Fyrirtækjastefnumót Enterprise Europe Network á Íslandi
Enterprise Europe Network á Íslandi í samstarfi við WGC 2020 + 1 stóð fyrir fjölmennu fyrirtækjastefnumóti á World Geothermal Conference 2021.
Námskeið Rannís og Enterprise Europe Network um fjármál og uppgjörsreglur í Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB
Fyrstu samstarfsverkefnum nýrrar áætlunar Erasmus+ ýtt úr vör með kynningarfundi á Kjarvalsstöðum
Seinni úthlutun Hljóðritasjóðs, alls 15 milljónir króna
Mennta- og menningarsvið Rannís stóð fyrir opnum kynningarfundi á Patreksfirði
Námskeið í uppsetningu jafnréttisáætlunar (Gender Equality Plan) fyrir verkefni styrkt af Horizon Europe.
Menntarannsóknasjóður úthlutar 72 milljónum króna til fjögurra verkefna í fyrstu úthlutun sjóðsins
Kynning á Digital Europe styrkjaáætlun ESB í Grósku á vegum Rannís og fjármála- og efnahagsráðuneytisins
Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða
Sjálfboðaliðar European Solidarity Corps á Íslandi heimsóttu Hrafnistu í Hafnarfirði og sungu jólalög fyrir íbúana. Að því loknu tók Forseti Íslands á móti sjálfboðaliðunum og þakkaði þeim fyrir framlag sitt til samfélagsins.
Senni úthlutun úr Æskulýðssjóði til sex verkefna að upphæð 3,9 milljónum króna
Tækniþróunarsjóður úthlutar 3,3 milljörðum króna til nýrra verkefna
Haldin var uppskeruhátíð í Grósku þar sem nýir styrkþegar voru boðnir velkomnir til samstarfs við sjóðinn.
Nýstárleg spænskukennsla hlýtur Evrópumerkið í tungumálum
Viðurkenninguna hlaut verkefnið Telecollaboration sem er samstarfsverkefni milli spænskudeildar Háskóla Íslands og Háskólans í Barcelona, en verkefnið er í umsjón Pilar Concheiro, stundakennara við HÍ.
Jólagleði starfsfólks Rannis
Ný skýrsla um þátttöku Íslands í samstarfsáætlunum ESB kemur út
Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um árangur Íslands í þeim fjórum áætlunum ESB sem Rannís hefur umsjón með: Horizon 2020, á sviði rannsókna- og nýsköpunar, Erasmus+ og European Solidarity Corps á sviði menntunar, æskulýðsmála og sjálfboðastarfa og Creative Europe í kvikmyndum og menningu.
Árið 2021 voru um 374 milljónir króna endurgreiddar vegna stuðnings við útgáfu bóka á íslensku