Rekstur

Ársreikningur

Rekstrarniðurstaða ársins 2021 er afgangur upp á 19,8 milljónir króna.

Heildartekjur Rannís að undanskildum fjármagnsliðum voru 1.044,4 m.kr. Ríkisframlagið nam 372,6 m.kr. eða 35,7% þar af voru greiddar 2,3 m.kr. af fjáraukalögum.

Heildarsértekjur Rannís voru 664,6 m.kr. eða 63,6% af heildartekjum. Stærsti hluti sérteknanna kom frá erlendum opinberum aðilum, 395,3 m.kr. eða 37,9% sem er 2,2% meira en nemur ríkisframlagi ársins. Innbyrðis framlög A–hluta stofnana námu 248 m.kr. eða 23,7%. Sértekjur hækkuðu um 120,4 m.kr. frá árinu 2020, þar af hækkuðu tekjur frá erlendum opinberum aðilum um 40,1 m. kr. sem skýrist af því að nýjar rammaáætlanir hófust á árinu og ný verkefni undir þeim gangsett með tilheyrandi framlagi.

Innbyrðis framlög A-hluta stofnana hækkuðu um 79,2 m.kr. frá árinu 2020 til 2021. Hækkunin skýrist af nýjum sjóðum og verkefnum sem hafa bæst við flóru Rannís og aukið umfang eldri sjóða.

Aðrar tekjur voru 21,3 m.kr. eða 1% af heildartekjum og hækkuðu um 2,5 m.kr frá fyrra ári.

Það vekur athygli að enginn endurgreiddur ferðakostnaður var bókaður á árinu 2021 enda voru fundarferðirnir aðeins 21 á árinu, á móti 56 ferðum 2020 þar sem 8,2 m.kr. af ferðakostnaði var endurgreiddur. Fundarferðirnar 2021 voru allar farnar í lok ársins þegar ferðabanni til útlanda var aflétt.

Sækja ársreikning sem pdf.

Sjá nánar hlutfall skiptingar tekna sem hlutfall af heildartekjum í töflunni hér fyrir á eftir.

Tekjur í m.kr.

Tekjur í m.kr.
Ríkisframlag372,635,7%
Erlendir opinberir aðilar395,337,9%
Innbyrðis framlög milli A-hluta stofnana248,023,7%
Aðrar tekjufærslur21,32,0%
Tekjufærsla frestaðra tekna fyrri ára7,20,7%
Tekjur alls1044,4100%

Gjöld í m.kr.

Gjöld í m.kr.
Laun og launatengd gjöld693,568,3%
Húsaleiga og tengdur kostnaður59,75,9%
Ferðakostnaður og upphald erlendis5,10,5%
Ferðakostnaður og uppihald innanlands1,80,2%
Tölvurekstur49,65,0%
Hugbúnaðargerð22,42,2%
Sérfræðiþjónusta24,52,4%
Aðildar- og félagsgjöld41,24,1%
Funda- og ráðstefnukostnaður7,90,8%
Auglýsingar, myndbandagerð og birtingar22,22,2%
Tilfærslur73,57,2%
Annar kostnaður ótilgreindur6,80,7%
Afskriftir7,20,7%
Gjöld alls1.015,4100,0%

Heildargjöld Rannís að undanskildum fjármagnsliðum voru 1.015,4 m.kr. þar af var stærsti gjaldaliðurinn laun, launatengd gjöld og orlofsskuldbinding alls 693,5 m.kr eða 68,3% af heildarútgjöldum. Meðal stærstu einstakra gjaldaliða fyrir utan launaliðinn eru tilfærslur 73,5 m.k.r eða 7,2%, húsaleiga og tengdur kostnaður 59,7 m.k.r eða 5,9%, tölvurekstur 49,6 m.kr. eða 5%, aðilda- og félagsgjöld 41,2 m.k.r eða 4,1%.

Rekstur ársins 2021 einkennist af vexti í starfseminni sem kalla á hækkun gjalda og tekna á móti. Gjöld hækkuðu í heildina um 122,4 m.kr. frá árinu á undan, þar af hækkaði launaliðurinn mest eða um 87,4 m.kr. Hækkunin skýrist af fjölgun starfsfólks um 9 á árinu vegna aukins umfangs í starfseminni og að 10 sumarstarfsmenn voru ráðnir í gegnum átaksverkefni ríkisins og Vinnumálastofnunar. Í árslok var starfsfólk 63 í 58,65 stöðugildum. Þrátt fyrir aukin útgjöld til launa þá hefur launaliðurinn aðeins hækkað hlutfallslega um 0,4% af heildarútgjöldum á milli ára enda hefur umfang starfsemi Rannís vaxið samhliða. Tilfærslur hækkuðu um 55,2 m.kr. frá fyrra ári en það skýrist af að nýr sjóður; Rannsóknasetur Margrétar II Danadrottningar og frú Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag bættist við starfsemi Rannís. Húsaleiga og tengdur kostnaður hækkaði um 5,2 m.kr. sem einkum tengist vísitöluhækkunum á húsaleigu og tengdum liðum. Tölvurekstur hækkaði um 1 m.kr. á milli ára og er það eðlileg hækkun miðað við fjölgun starfsfólks á árinu. Hugbúnaðargerð lækkaði aftur á móti um 6,8 m.kr sem skýrist af að árið 2020 var dýrara en hefðbundið var vegna innleiðingar á nýju fjarfundakerfi og bókhaldskerfi.

Ferðakostnaður erlendis markaðist af heimsfaraldrinum og lækkaði um 6,3 m.kr. frá 2020 enda mun færri fundarferðir á árinu 2021. Ferðir innanlands hækkuðu um 0,3 m.kr.

Rekstrarniðurstaða ársins 2021 er afgangur fyrir fjármagnsliði upp á 29 m.kr en afgangur að teknu tilliti til fjármagngjalda er 19,8 m.kr. Hækkun fjármunagjalda stafar af gengistapi upp á 9,2 m.kr.