Líflegur vinnustaður
Rannís er líflegur vinnustaður með um 65 manna starfsliði sem starfar eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum.

Starfsfólk Rannís
Í árslok 2022 voru starfsmenn Rannís alls 65 í 62,2 stöðugildum að forstöðumanni meðtöldum. Starfsmönnum fjölgaði um tvo frá fyrra ári og stöðugildum um 3,55. Nokkrir starfsmenn voru ráðnir inn vegna aukins umfangs verkefna á rannsókna- og nýsköpunarsviði, greiningar- og hugbúnaðarsviði og skrifstofu forstöðumanns. Alls hættu sjö starfsmenn á árinu, þar af 3 fyrir aldurs sakir, og var ráðið í störf þeirra allra. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður lét einnig af störfum fyrir aldurs sakir 31.03.2022. Ágúst H. Ingþórsson var skipaður forstöðumaður Rannís frá 01.04.2022 til 5 ára. Eitthvað var um breytingar á starfshlutfalli hjá starfsfólki.
Dreifing mannauðs á milli sviða | Fj. starfsm. | Fj. stg. | Kvk. stg. | Kk. stg. |
---|---|---|---|---|
Skrifstofa forstöðumanns | 4 | 3,75 | 1,75 | 2 |
Rannsókna- og nýsköpunarsvið | 23 | 21,9 | 15,4 | 6,5 |
Mennta- og menningarsvið | 22 | 21,65 | 14,65 | 7 |
Rekstrarsvið | 7 | 6,55 | 5,5 | 1,05 |
Greiningar- og hugbúnaðarsvið | 7 | 6,6 | 4 | 2,6 |
IASC skrifstofa | 2 | 1,75 | 1,5 | 0,25 |
Samtals | 65 | 62,2 | 42,8 | 19,4 |
Stöðugildi
Á árinu 2022 urðu breytingar í skipuriti Rannís. Hluti af starfsfólki rekstrarsviðs færðist yfir á skrifstofu forstöðumanns, en þar voru í árslok 4 starfsmenn að forstöðumanni meðtöldum. Á rekstrarsviði fækkaði starfsfólki að sama skapi en þar voru 7 starfsmenn í 6,55 stöðugildum. Á rannsókna- og nýsköpunarsviði voru 23 starfsmenn í 21,9 stöðugildum og var það fjölgun um 3 starfsmenn og jafnmörg stöðugildi, sem tengist auknum umsvifum. Á mennta- og menningarsviði voru 22 starfsmenn í 21,65 stöðugildum. Á greiningar- og hugbúnaðarsviði voru sjö starfsmenn í 6,60 stöðugildum í lok árs og var það fjölgun um einn starfsmann og eitt stöðugildi. Fjöldi starfsfólks á skrifstofu IASC hélst óbreyttur á milli ára eða tveir starfsmenn í 1,75 stöðugildi.
Af 62,2 stöðugildum í árslok 2022 voru sérfræðingar í 53,3 stöðugildum, almennir starfsmenn í þremur stöðugildum, starfsmaður í tímavinnu í 0,60 stöðugildi, aðstoðarmaður í 0,30 stöðugildi, sviðsstjórar í fjórum stöðugildum eins og undanfarin ár og forstöðumaður í einu stöðugildi.
Lífaldur starfsfólks og aldursdreifing
Meðalaldur starfsfólks í árslok 2022 var 48,5 ár. Flest starfsfólk eða 29,2% eru á aldursbilinu 51-60 ára, 26,15% eru á aldrinum 41-50 ára, 20% er á aldrinum 31-40 ára, 20% eru á aldrinum 61 árs og eldri, og 4,6% eru 30 ára og yngri.
Heildar-fjöldi starfsm. | Fjöldi 30 ára og yngri | Fjöldi 31-40 ára | Fjöldi 41-50 ára | Fjöldi 51-60 ára | Fjöldi 61-70 ára |
---|---|---|---|---|---|
65 | 3 | 13 | 17 | 19 | 12/13 |
100% | 4,6% | 20% | 26,2% | 29,2% | 20 % |
Fræðsla innan Rannís
Rannís leggur áherslu á að bjóða starfsfólki sínu fjölbreytta fræðslu með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði starfsins, ásamt því að bæta í senn árangur og starfsánægju. Starfsfólk sótti fræðslu og námskeið í tengslum við starfsþróunaráætlun á árinu og í boði voru um 20 fjölbreytt námskeið á vegum stofnunarinnar. Á árinu var einkum lögð áhersla á rafræn námskeið og innanhúsnámskeið. Meðal námskeiða má nefna: lagaumhverfi Rannís, verklag í skjalamálum s.s. skráning og skipulag gagna, viðurkenndir vistunarstaðir, GoPro Foris málaskrá, auk kennslu á Teams, Sharepoint, OneDrive, kerfi í Orranum og aðgangsstýringarkerfið.
Nýliðafræðsla var haldin dagana 13.-16. desember fyrir starfsfólk, sem hafði hafið störf nýlega hjá stofnuninni. Þar var farið yfir lykilatriði í starfsemi stofnunarinnar s.s. hlutverk og stefnur Rannís, starfsmannamál, Vinnustund, verkbókhald, umsóknarkerfi, vefinn, Outlook, GoPro skjalakerfi og Teams. Einnig var haldin nýliðafræðsla eftir þörfum fyrir nýtt starfsfólk í upphafi starfs.
Alls voru haldnir fjórir starfsmannafundir á árinu bæði í rafheimum og raunheimum og fimm fréttafundir. Fréttafundir eru óformlegir morgunverðarfundir, en þar getur hver sem er kvatt sér hljóðs og sagt frá því sem er á döfinni og á erindi til annarra starfsmanna.
Heilsu- og tiltektardagar
Heilsudagar voru haldnir í sumarbyrjun en Rannís leggur áherslu á að skapa góðan vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og eru árlegir heilsudagar liður í því. Heilsudagar sameinuðust tiltektardögum að þessu sinni, sem á vel við þar sem ákveðin uppbygging felst í því að taka til og koma hlutunum í rétt horf.
Á heilsudögum hélt Róbert Marshall leiðsögumaður fyrirlesturinn Siturðu inni? Öll von er úti! þar sem hann fjallaði um jafnvægi, valdeflingu og lífsfyllingu í gegnum hreyfingu og útivist. Í tengslum við fyrirlesturinn var boðið upp á göngu um Búrfellsgjá. Eva Einarsdóttir, starfsmaður Rannís og jógakennari leiddi starfsfólk í gegnum endurnærandi heilsujóga og HAFÍS, sjósundfélag starfsfólks Rannís, bauð samstarfsfólki í sjósundtíma í Nauthólsvík. Starfsfólki var einnig boðið að taka þátt í gönguhópi og morgunleikfimi. Til að toppa stemninguna voru töfraðir fram heilsudrykkir á morgnana og einnig var heilsuþema í mötuneytinu í hádeginu. Heilsuvikunni lauk svo með því að starfsfólk gerði sér glaðan dag við Kubbspil á Klambratúni.
Námsleyfi
Alls var varið tæplega 400 klst. í námsleyfi starfsfólks. Einn starfsmaður sótti um og fékk formlegt leyfi til að leggja stund á nám í þrjá mánuði, en kaus að fresta námsleyfinu vegna aðstæðna.
Starfsauglýsingar
Í árslok 2021 var auglýst eftir hugbúnaðarsérfræðingi á greiningar- og hugbúnaðarsviði og sérfræðingi í rannsóknateymi á rannsókna- og nýsköpunarsviði sem hófu störf í byrjun árs 2022. Í upphafi árs var einnig auglýst eftir sérfræðingi á mennta- og menningarsviði til að hafa umsjón með norrænu menntastarfi og tveimur sérfræðingum í alþjóða- og nýsköpunarteymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs. Þetta starfsfólk hóf störf á vormánuðum. Ráðinn var einn sumarstarfsmaður í skjalamál á rekstrarsviði en viðkomandi hefur auk þess verið í hlutastarfi með námi. Starf sviðsstjóra rannsókna- og nýsköpunarsviðs var auglýst í apríl. Rannís fékk ráðgjafafyrirtækið Vinnvinn sér til ráðgjafar við ráðningarferlið. Gengið var frá ráðningu í júnílok eftir ítarlegt ferli og hóf nýr sviðsstjóri formlega störf um haustið. Á haustmánuðum var einnig ráðinn nýr kynningarfulltrúi Rannís á skrifstofu forstöðumanns, bætt var við sérfræðingi í æskulýðsteymi mennta- og menningarsviðs, einnig sérfræðingi í nýsköpunarteymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs og hugbúnaðarsérfræðingi á greiningar- og hugbúnaðarsvið. Í árslok var auglýst eftir sérfræðingi í alþjóðateymi annarsvegar og hinsvegar sérfræðingi í nýsköpunarteymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs. Þetta starfsfólk hefur störf á fyrri hluta árs 2023.
Á árslok 2021 auglýsti mennta- og menningarmálaráðuneytið embætti forstöðumanns Rannís – Rannsóknamiðstöðvar Íslands laust til umsóknar. Þann 1. apríl 2022 var Ágúst H. Ingþórsson skipaður forstöðumaður til fimm ára.
Starfsfólk í árslok 2022
- Aðalheiður Jónsdóttir
- Andrés Pétursson
- Ágúst H. Ingþórsson
- Álfrún G. Guðrúnardóttir
- Ármann Pétursson
- Árni Sigurðsson
- Ásta Vigdís Jónsdóttir (leyfi)
- Berglind Fanndal Káradóttir
- Birna Vala Eyjólfsdóttir
- Bylgja Valtýsdóttir
- Davíð Fjölnir Ármannsson
- Davíð Lúðvíksson
- Egill Þór Níelsson
- Elísabet M. Andrésdóttir
- Elvar Helgason
- Embla Sól Þórólfsdóttir
- Eva Einarsdóttir
- Eydís Inga Valsdóttir
- Eyrún Sigurðardóttir
- Fanney Reynisdóttir
- Gróa María Svandís Sigvaldadóttir
- Guðmundur Ari Sigurjónsson
- Guðmundur Ingi Markússon
- Gyða Einarsdóttir
- Hannes Ottósson
- Helga Dagný Árnadóttir
- Helga Snævarr Kristjánsdóttir
- Herdís Þorgrímsdóttir
- Hulda Hrafnkelsdóttir
- Íris Dögg Jónsdóttir
- Jóhann Páll Ástvaldsson
- Jón Svanur Jóhannsson
- Judy Yum Fong
- Júlíana Grigorova Tzankova
- Katrín Jónsdóttir
- Kolbrún Bjargmundsdóttir
- Kristín Hermannsdóttir
- Kristín Ósk Hlynsdóttir
- Lára Aðalsteinsdóttir
- Lísa Kristín Gunnarsdóttir
- Lýður Skúli Erlendsson
- Margrét Jóhannsdóttir
- Margrét K. Sverrisdóttir
- Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
- Mjöll Waldorff
- Óli Örn Atlason
- Óskar Eggert Óskarsson
- Ragnhildur Zoëga
- Rakel Jónsdóttir
- Rúna Vigdís Guðmarsdóttir
- Sigríður Heimisdóttir (leyfi)
- Sigríður Þórunn Grétarsdóttir
- Sigríður M. Vigfúsdóttir
- Sigrún Ólafsdóttir
- Sigurður Björnsson
- Sigurður Óli Sigurðsson
- Sigþrúður Guðnadóttir
- Skúli Leifsson
- Sólveig Sigurðardóttir
- Svandís Unnur Sigurðardóttir
- Vigfús Eyjólfsson
- Þorgerður Eva Björnsdóttir
- Ægir Þór Þórsson
Starfsfólk Rannís hjá IASC
- Gerlis Fugmann
- Kolbrún Reynisdóttir
- Frederica Scarpa, samkvæmt samkomulagi við Norðurslóðanet .
Breytingaferli Rannís 2013-2022
- Rannís hlýtur jafnlaunavottun
- Rannís tekur við umsýslu með LIFE umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins
- Rannís tekur við umsýslu með Digital Europe áætlun Evrópusambandsins um stafræn umskipti
- Gagnatorg Rannís opnar
- Ágúst H. Ingþórsson skipaður forstöðumaður Rannís til 5 ára frá 01.04.2022
- Skrifstofu forstöðumanns bætt við skipurit Rannís
- European Digital Innovation Hub (EDIH):Miðstöð snjallvæðingar sett á laggirnar í samstarfi Auðnu tæknitorgs, Rannís, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo og Syndis.
- Enterprise Europe Network flyst til Rannís frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
- Menntarannsóknsjóður í umsýslu Rannís.
- Bókasafnasjóður í umsýslu Rannís.
- Doktorsnemasjóður umverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins í umsýslu Rannís.
- Sprotasjóður í umsýslu Rannís.
- Alþjóðasvið sameinast rannsókna- og nýsköpunarsviði.
- Greiningar- og hugbúnaðarsvið stofnað.
- Rannsóknasetur Margrétar II Danadrottningar og frú Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag í umsýslu Rannís.
- Rannís tekur upp fjárhagskerfið Orra.
- Office 365 innleitt.
- Straumlínustjórnun innleidd.
- Ísland tekur við stjórn Nordplus menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar.
- Rannís falin umsjón með rekstri aðalskrifstofunnar.
- Loftslagssjóður í umsýslu Rannís.
- Jafnréttissjóður Íslands í umsýslu Rannís.
- Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku í umsýslu Rannís.
- Gæðaráð háskóla varð sjálfstæð rekstrareining í byrjun árs og hætti að heyra beint undir Rannís en hafði þó aðstöðu þar áfram.
- Barnamenningarsjóður Íslands í umsýslu Rannís.
- Vinnu við stefnu Rannís til 2025 lokið.
- Breytingar á reikningshaldi vegna nýrra laga um opinber fjármál sem tóku gildi 1. janúar.
- Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) opnar skrifstofu að Borgum á Akureyri.
- Rannís falin umsjón með rekstri skrifstofunnar. Rannís tekur við rekstri æskulýðshluta Erasmus+ af Ungmennafélagi Íslands.
- Umsýsla með Skattfrádrætti frá tekjum erlendra sérfræðinga.
- Rannís tekur að sér ritarastarf fyrir Vísinda- og tækniráð og Vísindanefnd.
- Rannís flytur í nýtt húsnæði.
- Rannís falin umsjón með Menningaráætlun ESB.
- Rannís tekur að sér eigið bókhald vegna niðurlagningar SRA (skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna).
- Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB og fleiri verkefni flytjast frá Háskóla Íslands til Rannís, ásamt norrænu menntaáætluninni og upplýsingastofu um nám erlendis.
- Umsýsla 12 sjóða á sviði menntamála, menningar- og æskulýðsmála flyst frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Rannís.