Tímaás

Árið 2022 gert upp í máli og myndum

Hér getur að líta brot af því helsta sem bar til tíðinda í starfsemi Rannís á árinu.

Viðburðir og kynningar skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Til að styðja við kynningarstarf á rannsóknum, nýsköpun, menntun og menningu og gera áhrif þekkingarsköpunar sýnileg, stendur Rannís fyrir ýmsum viðburðum eins og Rannsóknaþingi, Vísindavöku, vorfundi Tækniþróunarsjóðs, Erasmus dögum og Nýsköpunarþingi. Þá eru haldnir kynningarfundir víða um land, námskeið, vinnustofur og tengslaráðstefnur.

Rannís á einnig þátt í að hvetja vísinda- og fræðafólk til dáða með viðurkenningum á borð við Hvatningaverðlaun Vísinda- og tækniráðs í samvinnu við ráðið, Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í samvinnu við Nýsköpunarsjóð námsmanna og Nýsköpunarverðlaun Íslands í samvinnu við Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.

  • 04. janúar

    Skýrslan Starfsnám á vegum Erasmus+ áætlunarinnar: Viðhorf og reynsla nemenda kemur út

  • 05. janúar

    Úthlutun 39 stöðugilda til námsorlofa kennara og stjórnenda í framhaldsskólum fyrir veturinn 2022 -2023

  • 12. janúar

    Viðtal við Ágúst Hjört Ingþórsson og Rakel Jónsdóttur í Fréttablaðinu

    Tilefni viðtalsins var 30 ára afmæli Nýsköpunarsjóðs námsmanna á árinu.

  • 12. janúar

    Bókasafnasjóður úthlutar 20 milljónum króna til 11 verkefna

  • 13. janúar

    Íþróttasjóður úthlutar tæpum 23 milljónum króna til 79 verkefna

  • 13. janúar

    Launasjóður listamanna úthlutar 236 listamönnum 1.600 mánaðarlaunum

  • 14. janúar

    Rannsóknasjóður úthlutar rúmum 1.400 milljónum króna til 82 nýrra verkefna

    Alls bárust 355 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 23% umsókna. Um var að ræða stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi.

  • 15. janúar

    Fréttablaðið fjallar um verkefni sem hlutu Öndvegisstyrk úr Rannsóknasjóði

  • 20. janúar

    Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði til 16 verkefna, samtals rúmlega 537 milljónir króna

  • 25. janúar

    Aukaúthlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga

    Heildarupphæð er 131,8 milljónir króna til 18 verkefna.

  • 25. janúar

    Tónlistarsjóður úthlutar 64 milljónum til 69 verkefna og styrkþega

    Um er að ræða fyrri úthlutn ársins.

  • 02. febrúar

    Vefstofur fyrir umsækjendur Erasmus+ og European Solidarity Corps

    Vefstofurnar voru 2. - 22. febrúar og veitti starfsfólk Landskrifstofu almennar upplýsingar um þessar tvær áætlanir og umsóknarfresti.

  • 10. febrúar

    Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

    Margrét Vala Þórisdóttir, Signý Kristín Sigurjónsdóttir og Valgerður Jónsdóttir hljóta Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2022 fyrir verkefnið Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá sem styrkt var af NSN. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.

  • 20. febrúar

    Jafnlaunakerfi Rannís fær vottun

    Jafnlaunavottunin gildir til ársins 2025 og er samvæmt ÍST staðli 85:2012.

  • 22. febrúar

    Landskrifstofa Erasmus+ veitir yfir tveimur milljónum evra í styrki til 11 nýrra samstarfsverkefna

  • 24. febrúar

    Kynningar- og samráðsfundur um leiðangra, rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB, sem beinast að loftslags- og umhverfisbreytingum

    Fundinn sátu stjórnendur lykilráðuneyta, forsvarsfólk stofanana og hagaðilar. Opnunarávörp fluttu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Kveðju frá ESB flutti Lucie Samcová - Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar sagði frá áformum um að Reykjavík verði valin sem ein af 100 kolefnishlutlausum snjallborgum Evrópu árið 2030.

  • 28. febrúar

    Sviðslistasjóður úthlutar 160 milljónum króna til 23 atvinnuleikhópa

  • 03. mars

    Erasmus+ kaffi

    Spjall á netinu um tækifærin í samstarfsverkefnum Erasmus+.

  • 03. mars

    Hinsegin fræðsla fyrir starfsfólk Rannís

  • 07. mars

    Opnað fyrir umsóknir um námsstyrki í nýjan UK-Iceland Explorer sjóð

  • 08. mars

    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar heimsækir Rannís

  • 08. mars

    Rannís, Íslandsstofa og Orkustofnun standa að kynningarfundi

    Kynnt voru tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til þátttöku í verkefnum á vegum Uppbyggingasjóðs EES.

  • 19. mars

    Árshátíð starfsfólks Rannís haldin á Húsavík

  • 29. mars

    Gagnatorg Rannís opnar

    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunarmála opnaði Gagnatorgið formlega fyrir hönd Rannís. Þar má finna allar upplýsingar um umsóknir og úthlutanir úr þeim sjóðum sem Rannís hefur umsjón með, en stofnunin rekur um 30 sjóði á sviði rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar.

  • 01. apríl

    Ágúst Hjörtur Ingþórsson nýr forstöðumaður Rannís

  • 04. apríl

    Landskrifstofa veitir styrki til 35 verkefna um nám og þjálfun í Erasmus+ og þriggja sjálfboðliðaverkefna í European Solidarity Corps

    Erasmus+ nám og þjálfun: 4,4 milljónir evra og ESC 178 þúsund evrur.

  • 05. apríl

    Stafgrænt Ísland í Evrópu – Kynning á European Digital Innovation Hub (EDIH) og Digtial Europe styrktaráætluninni í Grósku

  • 07. apríl

    DiscoverEU í fyrsta sinn opið ungmennum á Íslandi

    Markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki færi á að ferðast á umhverfisvænan hátt um Evrópu, opna huga sinn gagnvart annarri menningu og kynnast nýju fólki.

  • 09. apríl

    Viðtal við Siggu Heimis sérfræðing Rannís og Maríu Guðmundsdóttur stofnanda og framkvæmdastjóra Parity í blaðinu Konur í upplýsingatækni

  • 11. apríl

    Fyrri úthlutun Æskulýðssjóðs til fimm verkefna 

  • 12. apríl

    Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir 214 verkefni

  • 12. apríl

    Úthlutun Tækniþróunarsjóðs - Fræ/Þróunarfræ 

    Fulltrúum 26 verkefna var boðið að ganga til samninga um nýja styrki.

  • 15. apríl

    Rannís tekur þátt í nýju verkefni um raunfærnimat á háskólastigi

  • 02. maí

    Landskrifstofa veitir styrki til 11 nýrra verkefna í European Solidarity Corps og 9 nýrra verkefna um nám og þjálfun í Erasmus+

    Alls voru veittar 40 þús evrur til ESC og rúmlega 300 þúsund evrur í nám og þjálfun.

  • 03. maí

    Rannís tekur á móti Hringiðu

    Rannís er einn af bakhjörlum viðskiptahraðalsins Hringiðu sem hefur það að markmiði að draga fram, efla og styðja við nýsköpunarverkefni fyrirtækja og stofnana.

  • 04. maí

    Loftslagsmót Rannís, Grænvangs og EEN í samstarfi við Festu og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

  • 04. maí

    Mennta- og menningarsvið Rannís heimsækir Akureyri og kynnir tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana

  • 04. maí

    Grænland og Ísland styrkja rannsóknasamstarf sín á milli

    Rannsóknaráð Grænlands og Rannsóknamiðstöð Íslands hafa gert samkomulag um að styrkja samstarf á sviði rannsókna, nýsköpunar og menntunar á milli landanna tveggja.

  • 06. maí

    Rannís setur í loftið sérstaka heimasíðu um Evrópuár unga fólksins og tilkynnir um röð af viðburðum yfir árið sem beina sjónum að ungu fólki

  • 09. maí

    Fundur alþjóðafulltrúa í háskólum landsins og Landskrifstofu Erasmus+, haldinn á Hvanneyri

  • 16. maí

    Rannís tekur þátt í Nýsköpunarviku

    Markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri að kynna eigin nýsköpun.

  • 16. maí

    Evrópsk starfsmenntavika 16.-20. maí

    Í evrópsku starfsmenntavikunni er starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis, svæðisbundið og á landsvísu.

  • 19. maí

    Kynningarfundur í húsnæði Rannís um nýsköpunarstyrki Evrópska nýsköpunarráðsins (EIC)

    Kynningin var haldin í samstarfi við Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi, Samtök sprotafyrirtækja (SSP), Samtök iðnaðarins (SI), Evris og Grænvang.

  • 23. maí

    Úhlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga

    Samtals fengu fyrirtæki og stofnanir styrki til þess að halda 453 námskeið fyrir 5.247 nemendur á árinu 2022.

  • 25. maí

    Rannís tekur þátt í UTmessunni

  • 29. maí

    Barnamenningarsjóður úthlutar styrkjum til 34 verkefna

  • 30. maí

    Tilkynnt um fyrri úthlutun ársins úr Hljóðritasjóði 

    Alls fá 59 hljóðritunarverkefni 28.720 milljónir króna.

  • 31. maí

    Upphafsfundur haldinn fyrir styrkhafa samfélagsverkefna European Solidarity Corps og æskulýðsverkefni Erasmus+

  • 01. júní

    Kynningarfundur Rannís um LIFE áætlunina

    LIFE áætlunin er Evrópuáætlun á sviði loftslags- og umhverfismála.

  • 01. júní

    Úthlutun úr Sprotasjóði til 36 verkefna

  • 01. júní

    Úthlutun úr Þrjóunarsjóði námsgagna til 28 verkefna

  • 01. júní

    Opnað fyrir þátttöku í 70 ný COST verkefni

  • 02. júní

    Skýrsla um Erasmus+ stúdentaskipti á Norðurlöndum kemur út

    Skýrslan er samstarfsverkefni allra norrænu landskrifstofanna.

  • 07. júní

    Landskrifstofa Erasmus+ úthlutar styrkjum til 17 nýrra samstarfsverkefna og fimm verkefna um alþjóðavídd í námi og þjálfun hjá háskólum

    Erasmus+ samstarfsverkefni með styrki upp á 3,6 milljónir evra og alþjóðavíddin um hálfa milljón evra.

  • 08. júní

    Fyrirtækjastefnumót á vegum Enterprise Europe Network á Íslandi á Íslensku sjávarútvegssýningunni

  • 13. júní

    Ársskýrsla Rannís kemur út

    Í fyrsta sinn er hún gefin út á rafrænu formi.

  • 14. júní

    Vorfundur Tækniþróunarsjóðs

    Fundurinn var haldinn á Hótel Borg og var yfirskriftin: Jafnræði í íslenskri nýsköpun með sérstakri áherslu á að auka hlut kvenna og var öllum styrkþegum boðið. Alls var fulltrúum 91 verkefnis sem sóttu um í sjóðinn boðið að ganga til samninga um nýja styrki.

  • 14. júní

    Aukaúthlutun listamannalauna

    Til úthlutunar úr launasjóðnum voru 200 mánaðarlaun í 2 flokkum: sviðslista og tónlistarflytjenda.

  • 14. júní

    Aukaúthlutun úr Sviðslistasjóði

    Sviðslistasjóður veitir 25 milljónum króna til 9 verkefna leikárið 2022/23 í þessari auka úthlutun og fylgja þeim 42 listamannalaunamánuðir úr launasjóði sviðslistafólks, 8 mánuðir voru veittir þremur einstaklingum utan sviðslistahópa.

  • 15. júní

    Tónlistarsjóður - síðari úthlutun

    Veittir eru styrkir til 100 tónlistartengdra verkefna að upphæð rúmlega 71,2 milljónir króna

  • 15. júní

    Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

  • 15. júní

    Bókasafnasjóður úthlutar 20 milljónum til níu verkefna

  • 16. júní

    Sumargleði starfsfólks Rannís

  • 28. júní

    Miðstöð snjallvæðingar á Íslandi fær 300 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu

    Ísland er hluti af áætlun Evrópusambandsins um stafræna Evrópu (DIGITAL Europe), sem varir frá 2021 til 2027. Hluti af áætluninni er að stofna Evrópska miðstöð stafrænnar nýsköpunar (European Digital Innovation Hub: EDIH) hér á landi, en hún verður sett á laggirnar nú í haust af Auðnu tæknitorgi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Rannís, Origo, Syndís ásamt fleiri samstarfsaðilum og kölluð „Miðstöð snjallvæðingar“.

    Fáni Evrópusambandsins á fánastöng
  • 18. júlí

    Úthlutað úr Markáætlun í tungu og tækni

    Styrkt voru sjö verkefni á sviði tungu og tækni um allt að 170 milljónir króna í annarri úthlutun áætlunarinnar.

  • 08. ágúst

    Styrkir veittir til verkefna og viðburða á Evrópuári unga fólksins

    Veittir voru 18 styrkir samtals að upphæð 3,4 m.kr. til alls konar hugmynda og verkefna, til stofnana og samtaka sem vinna með ungu fólki.

  • 11. ágúst

    Tækniþróunarsjóður í samstarf við KLAK um Dafna

    Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís og Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups, komu saman í Grósku og undirrituðu samning milli Tækniþróunarsjóðs og KLAK um stuðningskerfið Dafna. 

  • 18. ágúst

    Sumarhátíð unga fólksins í tilefni Evrópuárs unga fólksins

    Árið 2022 er tileinkað ungu fólki vegna þess að það leikur lykilhlutverk við að móta framtíð Evrópu og var blásið var til heljarinnar hátíðar í Laugardalslaug.

  • 18. ágúst

    Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarkostnaðar.

    Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís stóðu fyrir fundinum.

  • 22. ágúst

    Námsstyrkjum úr UK-Iceland Explorer sjóðnum úthlutað í fyrsta sinn

  • 23. ágúst

    Tækniþróunarsjóður heldur kynningarfund á Ísafirði og í streymi

  • 24. ágúst

    Rannís á Egilsstöðum

    Kynnt voru tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana, svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig og æskulýðsmál, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, og Uppbyggingarsjóðs EES, auk þess sem fleiri leiða til evrópsks samstarfs.

  • 25. ágúst

    Vinnustofa haldin í Nuuk Grænlandi

    Vinnustofan var haldin 25. og 26. ágúst sem forfundur fyrir Grænlandsmálþing Hringborðs norðuslóða og var á vegum Rannís, Rannsóknaráðs Grænlands, Norðurslóðanets Íslands og Arctic Hub. Í kjölfar vinnustofunnar tóku fulltrúar Rannís einnig þátt í Grænlandsmálþingi Hringborðs norðurslóða.

  • 26. ágúst

    Viðtal við Svandísi Unni Sigurðardóttur, Mjöll Waldorff og Sigþrúði Guðnadóttur sérfræðinga Rannís í sérblaði Fréttablaðsins um Nýsköpun

  • 26. ágúst

    Rúmenska rannsóknarráðið heimsækir Rannís

  • 31. ágúst

    Hinn árlegi viðburður Enterprise Europe Network, Viking days, var haldinn á Íslandi 

    Dagarnir voru haldnir 31. ágúst til 1. september.

  • 05. september

    Rannís auglýsir eftir tilnefningum til viðurkenningar fyrir vísindamiðlun

    Viðurkenningin er veitt á Vísindavöku 1. október.

  • 05. september

    Landskrifstofa Erasmus+ heldur kynningarfund á Nauthóli um samstarfsverkefni

    Fundur er einnig haldinn á Teams um samstarfsverkefni þann 9. september.

  • 06. september

    Sameiginleg leiðbeinendaþjálfun íslensku háskólanna í umsjón Rannís

    Vitae, starfsþróunarsetur fræðimanna í Bretlandi, annast þjálfunina en Rannís heldur utan um hana. Fjórir íslenskir háskólar sem veita doktorspróf taka þátt í þjálfuninni, sem er rafræn og fer fram á ensku.

  • 12. september

    Starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi á faraldsfæti

    Starfsdagar Samfés að Varmalandi og ráðstefna UMFÍ - Ungmennafélags Íslands Ungt fólk og lýðræði á Laugarvatni sótt heim.

  • 13. september

    Umsóknarsmiðja LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlunar Evrópusambandsins í tengslum við umsóknarskrif

    Umsóknarsmiðjan var haldin í húsakynnum Rannís Borgartúni.

  • 14. september

    Rannís og Auðna undirrita samstarfssamning um „Master Class í vísindalegri nýsköpun“ fyrir styrkþega sjóðsins

  • 19. september

    Controlant er Vaxtarsproti ársins

    Vaxtarsproti ársins er veittur sem viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis.

  • 20. september

    Nýsköpunarþing - Hugvitið út?-Hvernig verður hugvit stærsta útflutningsgrein Íslands?

    Nýsköpunarverðlaun Íslands voru afhent á Nýsköpunarþingi en veitt voru verðlaun fyrir árið 2021 og 2022. Fyrirtækið Sidekick Health hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2022 og Lauf Forks Nýsköpunarverðlaun Íslands 2021. Nýsköpunarverðlaunin eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Hugverkastofunni.

  • 24. september

    Sérstakt blað tileinkað Vísindavöku kemur út með Fréttablaðinu

  • 27. september

    Hvað viltu vita um frumurnar þínar?

    Þórarinn Guðjónsson, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands var gestur á fyrsta Vísindakaffi Rannís og fjallaði hann um stofnfrumur en stofnfrumurannsóknir sem verða sífellt mikilvægari í leitinni að lausnum við margvíslegum sjúkdómum.

  • 28. september

    Evrópskir rannsókna- og nýsköpunardagar 28. og 29. september og er um að ræða árlegan viðburð á vegum framkvæmdstjórnar Evrópusambandsins

  • 28. september

    Orkan og gleðin í umhverfinu okkar, hvers konar þéttbýli viljum við?

    Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hélt utan um annað Vísindakaffi Rannís. Páll fjallaði um sálfræðileg áhrif umhverfis á heilsu og vellíðan.

  • 29. september

    Viltu smakka? Hvernig bragðast?

    Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri hjá Matís var síðasti gestur Vísindakaffis Rannís í höfuðborginni. Aðalheiður fjallaði um skynmat, matarupplifun og gæðamat.

  • 29. september

    Vísindakaffi á Hólmavík

    Rannsóknasetur HÍ á Ströndum. Þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson kynntu rannsóknir sínar.

  • 30. september

    Fyrsta VísindaSlamm (ScienceSlam) á Íslandi

    Ungt vísindafólk keppti í vísindamiðlun í samstarfi við Erasmus+ í tengslum við evrópuár unga fólksins.

  • 30. september

    Vísindakaffi í Þingeyjarsveit 30. september og 1. október - Svartárkot menning - náttúra og stofnun rannsóknasetra HÍ.

    Tveggja daga málþing sem markaði upphaf starfsemi nýs rannsóknaseturs, Huldu – náttúruhugvísindaseturs, sem verður samstarfsvettvangur Svartárkots menningar – náttúru og nýs rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit sem stefnt er að að stofna á næsta ári.

  • 01. október

    Vísindavaka Rannís í Laugardalshöll

    Háskóli unga fólksins fær viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun en verðlaunin voru afhent við opnun Vísindavöku Rannís.

  • 01. október

    Vísindakaffi á Höfn - Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði

    Fræðsludagskrá í tilefni Vísindavöku.

  • 03. október

    Vísindakaffi á Þingeyri

    Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum-Ferðir fiskanna – rannsóknir í Dýrafirði.

  • 03. október

    Vísindakaffi í Vestmannaeyjum

    Þekkingarsetur Vestmannaeyja - Whales of Vestmannaeyjar.

  • 04. október

    Vísindakaffi á Breiðdalsvík

    Rannsóknasetur HÍ á Breiðdalsvík, Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands og Breiðdalssetur - Borkjarnar, skyggnst undir yfirborðið.

  • 10. október

    Landskrifstofa Erasmus+ heldur fjölþjóðlega ráðstefnu um blönduð hraðnámskeið á Bifröst dagana 10. - 12. október

  • 12. október

    Erasmus+ vefstofa um aðild að Erasmus+ áætluninni

    Vefstofan er fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og aðrar stofnanir sem starfa á þeim skólastigum.

  • 13. október

    Samstarf Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða endurnýjað

    Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Íslands, og Eivind Vad Petersson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Noregs, undirrituðu viljayfirlýsinguna.

  • 13. október

    Erasmus+ dögum fagnað hér á landi og um alla Evrópu

  • 17. október

    Tækniþróunarsjóður úthlutar úr Fræ/Þróunarfræ

    Fulltrúum 18 verkefna boðið að ganga til samninga um nýja styrki.

  • 20. október

    Viðtal við Ágúst Hjört Ingþórsson forstöðumann Rannís í The Buisness Report

    Einnig var umfjöllun um starfsemi og áherslur Rannís.

  • 26. október

    Úthlutun úr sjóði samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara, SEF.

    Samþykktar umsóknir voru 26 vegna ráðstefna og 28 vegna gestafyrirlesara.

  • 01. nóvember

    Landskrifstofa Erasmus+ heldur ráðstefnu um inngildingu á landsbyggðinni á Akureyri

  • 02. nóvember

    Rannís heimsækir Húsavík - Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningar

    Kynnt voru tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana, svo sem Erasmus+ áætlunar ESB fyrir öll skólastig og æskulýðsmál, Creative Europe kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, Nordplus menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar og Uppbyggingarsjóðs EES, auk þess sem fleiri leiðir til evrópsks samstarfs verða kynntar.

  • 07. nóvember

    Baskasetur á Djúpavík fær Creative Europe Evrópustyrk

  • 08. nóvember

    Kynningarfundir á vegum IASC og Rannís

    Fundirnir voru 8. og 14. nóvember á Akureyri og Reykjavík.

  • 09. nóvember

    Rannís og Norræna húsið standa fyrir sameiginlegum kynningarfundi

    Á fundinum voru kynnt tækifæri innan Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar.

  • 11. nóvember

    Úthlutun úr Doktorsnemasjóði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis

    Styrkt voru þrjú verkefni upp á 16,7 milljónir króna alls.

  • 14. nóvember

    Alþjóðadagar Háskóla Íslands

    Fulltrúar frá Erasmus+, European Solidarity Corps, Europass og Eurodesk kynntu Evrópuáætlanirnar og tækifærin sem standa ungu fólki til boða í formi skiptináms, sjálfboðastarfa, æskulýðsstarfs og fleira.

  • 14. nóvember

    Vefkynning á vegum Rannís, franska sendiráðsins á Íslandi og ráðuneyti háskóla- og rannsókna í Frakklandi

    Fjallað var um fjármögnunarmöguleika rannsóknaverkefna fyrir víðtækari þátttöku og eflingu evrópska rannsóknasvæðisins

  • 15. nóvember

    Rannís heldur vefstofu um opin vísindi í Horizon Europe

    Sérfræðingur í ábyrgum vísindum og nýsköpun frá FFG í Austurríki, Michalis Tzatzanis heldur vefstofuna.

  • 16. nóvember

    Dagur íslenskrar tungu

    Í tilefni af degi íslenskrar tungu var umfjöllun í Fréttablaðinu um sjóði sem hafa það að markmiði að styðja við íslenska tungu með beinum og óbeinum hætti.

  • 21. nóvember

    Fundur á vegum Landskrifstofu og starfsmenntahóps Erasmus+

    Fundurinn var með alþjóðafulltrúum sem starfa á sviði starfsmenntunar í framhaldsskólum og stofnunum.

  • 22. nóvember

    Seinni úthlutun Hljóðritasjóðs

    Alls eru styrkt 74 verkefni að upphæð rúmlega 34 milljónir króna.

  • 24. nóvember

    Rannsóknaþing og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

    Dr. Yvonne Höller, prófessor við Háskólann á Akureyri hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2022. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhenti verðlaunin. Einnig kynnti Katrín Frímannsdóttir Áhrifamat Rannsóknasjóðs fyrir árin 2011-2015. Yfirskrift þingsins var Þekking í þágu samfélags: Áhrif rannsókna á Íslandi.

  • 24. nóvember

    Askur–mannvirkjarannsóknasjóður og Rannís standa fyrir fundi um stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði

  • 25. nóvember

    Fimm verkefni styrkt í seinni úthlutun Æskulýðssjóðs

  • 02. desember

    Jólagleði starfsfólks

  • 05. desember

    Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða

    Rannís býður upp á kynningarpartý í Stúdentakjallaranum þar sem meðal annars evrópskir sjálfboðaliðar staðsettir á Íslandi kynntu sín verkefni.

  • 05. desember

    Landskrifstofa veitir styrki til 12 nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna og verkefna um nám og þjálfun

    Við sama tækifæri hlutu 27 stofnanir og samtök aðild að Erasmus+ áætluninni.

  • 06. desember

    Heimsókn Landskrifstofu Erasmus+ og Eurodesk til Grundarfjarðar

  • 08. desember

    Nýsköpunarsjóður námsmanna gefur út sérstakt kynningarblað með viðtölum við styrkhafa

    Tilefnið er 30 ára afmæli sjóðsins á árinu.

  • 09. desember

    Upplýsingadagar Rannís fyrir Horizon Europe

    Dagarnir voru 9. og 12. desember og var sjónum beint að klasa 4, klasa 5 og klasa 6.

  • 12. desember

    Haustfundur og haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs

    Alls var úthlutað 1.218 milljónum króna til 60 verkefna. Haldin var uppskeruhátíð í Grósku þar sem nýir styrkþegar voru boðnir velkomnir til samstarfs við sjóðinn. Einnig var kynnt Áhrifamat Tækniþróunarsjóðs sem náði til áranna 2014-2018.

  • 15. desember

    Jólakaffi fyrir starfsfólk Rannís

  • 17. desember

    Úthlutun listamannalauna til 236 listamanna

  • 21. desember

    Úthlutun námsorlofa kennara og stjórnenda í framhaldsskólum

  • 31. desember

    Á árinu 2022 voru um 417 milljónir endurgreiddar vegna stuðnings við útgáfu bóka á íslensku