Faglegur og líflegur vinnustaður
Rannís er líflegur og faglegur vinnustaður þar sem starfað er eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum.

Starfsfólk Rannís
Í árslok 2024 unnu 72 hjá Rannís í 68,7 stöðugildum að forstöðumanni meðtöldum. Starfsmönnum fjölgaði um tvo frá fyrra ári og stöðugildum um 2,2. Tíu starfsmenn voru ráðnir til Rannís vegna aukins umfangs verkefna, afleysinga og starfsloka, fimm á rannsókna- og nýsköpunarsvið, tveir á mennta- og menningarsvið, einn á greiningar- og hugbúnaðarsvið, einn á rekstrarsvið og einn á skrifstofu IASC. Alls hættu sex starfsmenn á árinu. Eitthvað var um breytingar á starfshlutfalli hjá starfsfólki.
Dreifing mannauðs á milli sviða | Fj. starfsm. | Fj. stg. | Kvk. stg. | Kk. stg. |
---|---|---|---|---|
Skrifstofa forstöðumanns | 3 | 3 | 1 | 2 |
Rannsókna- og nýsköpunarsvið | 29 | 27,25 | 16,65 | 10,6 |
Mennta- og menningarsvið | 23 | 21,85 | 15,85 | 6 |
Rekstrarsvið | 7 | 7,25 | 6,5 | 0,75 |
Greiningar- og hugbúnaðarsvið | 7 | 7 | 4 | 3 |
IASC skrifstofa | 3 | 2,35 | 2,1 | 0,25 |
Samtals | 72 | 68,7 | 46,1 | 22,6 |
Stöðugildi
Fjöldi starfsfólks og stöðugilda á greiningar- og hugbúnaðarsviði hélst óbreyttur á milli ára. Í árslok 2024 voru sjö starfsmenn á greiningar- og hugbúnaðarsviði í jafn mörgum stöðugildum. Breytingar urðu á starfsmannafjölda og stöðugildum á öðrum sviðum Rannís. Á rannsókna- og nýsköpunarsviði voru 29 starfsmenn í 27,25 stöðugildum, sem var fjölgun um þrjá starfsmenn og 3,25 stöðugildi frá fyrra ári, og á skrifstofu IASC fjölgaði um einn starfsmann og 0,6 stöðugildi. Á rekstarsviði voru sjö starfsmenn í árslok í 7,25 stöðugildum. Var það óbreyttur starfsmannafjöldi en aukning um 0,7 stöðugildi. Fjölgunin á fyrrnefndum sviðum tengdist bæði auknum umsvifum og afleysingum. Á mennta- og menningarsviði voru 23 starfsmenn í 21,85 stöðugildum og var það fækkun um einn starfsmann og um 1,6 stöðugildi. Á skrifstofu forstöðumanns voru þrír starfsmenn í þremur stöðugildum í lok árs og var það fækkun um einn starfsmann og 0,75 stöðugildi.
Af 68,7 stöðugildum í árslok 2024 voru sérfræðingar í 58,5 stöðugildum, fulltrúar í fjórum stöðugildum, starfsfólk í tímavinnu í 1,2 stöðugildum, sviðsstjórar í fjórum stöðugildum og forstöðumaður í einu stöðugildi.
Lífaldur starfsfólks og aldursdreifing
Meðalaldur starfsfólks í árslok 2024 var 49,36 ár. Flest starfsfólk, eða 26,39%, er á aldursbilinu 41–50 ára, 25% er á aldrinum 51–60 ára, 23,61% er á aldrinum 31–40 ára og 61 árs og eldri, og 1,39% 30 ára og yngri.
Heild | 30 ára og yngri | 31-40 ára | 41-50 ára | 51-60 ára | 61-70 ára |
---|---|---|---|---|---|
72 | 1 | 17 | 19 | 18 | 17 |
100% | 1,39% | 23,61% | 26,39% | 25% | 23,61% |
Menntunarstig starfsfólks
Heild | Bakkalárgráða | Meistaragráða | Doktorsgráða | Annað |
---|---|---|---|---|
72 | 17 | 43 | 8 | 4 |
23,62% | 59,72% | 11,11% | 5,55% |
Fræðsla innan Rannís
Rannís leggur áherslu á að bjóða starfsfólki sínu fjölbreytta fræðslu með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði starfsins ásamt því að bæta í senn árangur og starfsánægju. Starfsfólk sótti fræðslu og námskeið utan stofnunarinnar í tengslum við starfsþróunaráætlun á árinu og í boði voru fjölbreytt námskeið á vegum stofnunarinnar. Á árinu var einkum lögð áhersla á rafræn námskeið og fræðsluerindi innanhúss. Miriam Petra Ómarasóttir Awad, jafnréttisfulltrúi Rannís og inngildingarfulltrúi landskrifstofu Erasmsus+, hélt fræðsluerindi um kynþátta- og menningarfordóma. Umhverfisvinnuhópur Rannís bauð starfsfólki til fræðsluerindis um umhverfisvænt jólahald en það var Sunneva Halldórsdóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum, sem deildi ráðum um málefnið.
Meðal námskeiða má nefna notkun á GoPro Foris þar sem lagaumhverfi Rannís var kynnt, verklag í skjalamálum, viðurkenndir vistunarstaðir, GoPro Foris málaskrá og lokun mála. Auk þess var starfsfólki boðið upp á einstaklingsfræðslu í skjalamálum sem margir nýttu sér. Í boði voru opnar kynningar á efnisstefnu Ísland.is. Haustið 2024 fékk starfsfólk stutt fræðslumyndbönd um upplýsingaöryggi frá Wise á tveggja vikna fresti. Einnig var reglulega boðið upp á kennslu á Teams, Sharepoint, OneDrive, kerfi í Orranum og aðgangsstýringarkerfið.
Nýliðafræðsla var haldin dagana 12. –15. mars fyrir starfsfólk sem hafði nýlega hafið störf hjá stofnuninni. Þar var farið yfir lykilatriði í starfsemi stofnunarinnar, s.s. hlutverk og stefnur Rannís, starfsmannamál, Vinnustund, verkbókhald, umsóknarkerfi, vefinn, Outlook, GoPro skjalakerfi og Teams. Einnig var boðið upp á nýliðafræðslu eftir þörfum fyrir nýtt starfsfólk í upphafi starfs.
Alls voru haldnir fjórir starfsmannafundir á árinu og sex fréttafundir, bæði í rafheimum og raunheimum. Fréttafundir eru óformlegir morgunverðarfundir en þar getur starfsfólk kvatt sér hljóðs og sagt frá því sem er á döfinni og á erindi til annars starfsfólks.
Heilsudagar
Heilsudagar voru haldnir dagana 18. –21. júní en Rannís leggur áherslu á að skapa góðan vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og eru árlegir heilsudagar liður í því.
Á heilsudögum hélt Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi fyrirlesturinn 360 heilsa, þar sem hann fór yfir hagnýt ráð og tól til að temja sér heilsusamlegri lífsstíl auk leiða til að viðhalda þeim lífsstíl til frambúðar (hreyfing,næring, svefn, jafnvægi). Auður Harpa Andrésdóttir kennari í dans-fitness leiddi líflegan danstíma og Nanna Kaaber íþróttafræðingur og einkaþjálfari bauð upp á Upplyftingu fyrir starfsfólk Rannís í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness. HAFÍS, sjósundfélag starfsfólks Rannís, bauð samstarfsfólki í sjósundtíma í Nauthólsvík og starfsfólki var einnig boðið að taka þátt í gönguhópi og morgunleikfimi. Til að toppa stemninguna voru heilsudrykkir töfraðir fram á morgnana og að venju voru vegan réttir daglega í boði í mötuneytinu.
Námsleyfi
Alls var 1.432 klst. varið í námsleyfi starfsfólks. Þrír starfsmenn sóttu um formlegt námsleyfi. Tveir fengu formlegt leyfi til að leggja stund á háskólanám árið 2024, annar í sjö vikur og hinn í allt að fjórar vikur. Einn starfsmaður dró umsókn sína um námsleyfi til baka. Einn starfsmaður fékk auk þess styrk til norrænna starfsmannaskipta og dvaldi í mánuð hjá Norska rannsóknaráðinu í Osló.
Ráðningar
Í ársbyrjun var sérfræðingi bætt við á skrifstofu IASC á Akureyri (Alþjóðlegu Norðurskautsvísindanefndarinnar). Í mars var auglýst eftir sérfræðingi í alþjóðateymi á rannsókna- og nýsköpunarsviði og hóf viðkomandi störf um miðjan apríl. Á sumarmánuðum var sérfræðingi bætt við í rannsóknasjóðsteymi og sérfræðingi í nýsköpunarteymi sama sviðs. Á haustmánuðum voru tveir sérfræðingar ráðnir á mennta- og menningarsvið, annar í æskulýðsteymi og hinn í háskólateymi. Einnig var nokkuð um tímabundnar ráðningar vegna aukins umfangs verkefna og afleysinga.
Starfsfólk í árslok 2024
- Aðalheiður Jónsdóttir
- Andrés Pétursson
- Arnþór Ævarsson
- Atli Arnarson
- Auður Rán Þorgeirsdóttir
- Ágúst H. Ingþórsson
- Álfrún G. Guðrúnardóttir
- Árni Sigurðsson
- Berglind Fanndal Káradóttir
- Birna Vala Eyjólfsdóttir
- Björg María Oddsdóttir
- Brynja Jónsdóttir
- Bylgja Valtýsdóttir
- Davíð Fjölnir Ármannsson
- Davíð Lúðvíksson
- Egill Þór Níelsson
- Elísabet M. Andrésdóttir
- Elvar Helgason
- Embla Sól Þórólfsdóttir
- Ester Jenný Birgisdóttir
- Eva Einarsdóttir
- Evgenía Kristín Mikaelsdóttir
- Eydís Inga Valsdóttir
- Eyjólfur Eyfells
- Eyrún Sigurðardóttir
- Fanney Reynisdóttir
- Friðmey Jónsdóttir
- Gauti Kjartan Gíslason
- Gróa María Svandís Sigvaldadóttir
- Guðmundur Ari Sigurjónsson
- Guðmundur Ingi Markússon
- Harpa Sif Arnarsdóttir
- Helga Dagný Árnadóttir
- Helga Snævarr Kristjánsdóttir
- Herdís Þorgrímsdóttir
- Hildur Grétarsdóttir
- Hulda Hrafnkelsdóttir
- Jón Svanur Jóhannsson
- Júlíana Grigorova Tzankova
- Katrín Jónsdóttir
- Kolbrún Bjargmundsdóttir
- Kolfinna Tómasdóttir
- Lára Aðalsteinsdóttir
- Lísa Kristín Gunnarsdóttir
- Margrét Jóhannsdóttir
- Margrét K. Sverrisdóttir
- Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
- Mjöll Waldorff
- Óli Örn Atlason
- Óskar Eggert Óskarsson
- Ragnhildur G. Gunnarsdóttir
- Ragnhildur Zoëga
- Rúna Vigdís Guðmarsdóttir
- Sigríður Þórunn Grétarsdóttir
- Sigríður M. Vigfúsdóttir
- Sigrún Ólafsdóttir
- Sigurður Björnsson
- Sigurður Óli Sigurðsson
- Sigurður Snæbjörnsson
- Sigþrúður Guðnadóttir
- Skúli Leifsson
- Sóley Þorsteinsdóttir
- Sólveig Sigurðardóttir
- Svandís Ósk Símonardóttir
- Svandís Unnur Sigurðardóttir
- Vigfús Eyjólfsson
- Þorgerður Eva Björnsdóttir
- Ægir Örn Ingvason
- Ægir Þór Þórsson
Starfsfólk Rannís hjá IASC
- Gerlis Fugmann
- Kolbrún Reynisdóttir
- Federica Eyja Scarpa