Viðburðir

Málþing: Þetta byrjar allt á góðri hugmynd

Markmið málþingsins var að gera stöðutöku á árangri Íslands í Horizon Europe, LIFE og Digital Europe áætlununum, þegar þessar rammaáætlanir eru hálfnaðar.

Málþingið „Þetta byrjar allt á góðri hugmynd“ var haldið á Grand Hóteli Reykjavík 26. september og var einnig streymt. Markmið málþingsins var að gera stöðutöku á árangri Íslands í Horizon Europe, LIFE og Digital Europe áætlununum, nú þegar þessar rammaáætlanir eru hálfnaðar.

Clara Ganslandt, sendiherra fastanefndar ESB, og Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Rannís, opnuðu viðburðinn. Þá voru árangurssögur og tölfræði frá Íslandi kynnt auk þess sem viðmælendur í tveimur pallborðum ræddu upplifanir sínar af rammaáætlunum og komu með tillögur að því hvernig stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld geta stutt við aukna sókn í þessar áætlanir. Í lok dagskrár gafst þátttakendum tækifæri að spjalla saman og kynnast fulltrúum verkefna sem hafa hlotið styrki úr þessum áætlunum.

Myndir frá málþinginu