Árið 2024 gert upp í máli og myndum
Hér getur að líta brot af því helsta sem bar til tíðinda í starfsemi Rannís á árinu.

Viðburðir og kynningar skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Til að styðja við kynningarstarf á rannsóknum, nýsköpun, menntun og menningu og gera áhrif þekkingarsköpunar sýnileg, stendur Rannís fyrir ýmsum viðburðum eins og Rannsóknaþingi, Vísindavöku, vorfundi Tækniþróunarsjóðs, Erasmus dögum og Nýsköpunarþingi. Þá eru haldnir kynningarfundir víða um land, námskeið, vinnustofur og tengslaráðstefnur.
Rannís á einnig þátt í að hvetja vísinda- og fræðafólk til dáða með viðurkenningum á borð við Hvatningaverðlaun Rannsóknasjóðs, Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í samvinnu við Nýsköpunarsjóð námsmanna og Nýsköpunarverðlaun Íslands í samvinnu við Íslandsstofu, Hugverkastofuna og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur
Kynningarnar stóðu yfir frá 10. janúar til 19. febrúar.
Rannís kynnir fjölbreytt styrkjatækifæri í Menningarhúsinu Hofi Akureyri í samvinnu við SSNE
Úthlutunarfundur Rannsóknasjóðs - Nýliðun í vísindasamfélaginu
Alls voru 67 rannsóknaverkefni styrkt af sjóðnum.
Rannís með bás á vísindaferð Gulleggsins í Grósku
Fundur í Borgarnesi á vegum Rannís
Kynntir voru sjóðir og norrænar, evrópskar og alþjóðlegar styrkjaáætlanir í umsýslu Rannís. Fundurinn var hluti af hátíðahöldum í tilefni af 30 ára afmæli EES - samningsins.
Stefnumót fyrirtækja um lausnir á sviði ferðatækni og stafrænna tækifæra í ferðaþjónustu
Stefnumótið var á vegum Miðstöðvar stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (EDIH-IS) í samstarfi við Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasann.
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands veitt á Bessastöðum
Heiðar Snær Ásgeirsson og Gonzalo Patricio Eldredge Arenas hlutu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2024 fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementlaust AlSiment steinlím. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti verðlaunin.
Úthlutun úr Íþróttasjóði 27,9 milljónum króna til 74 verkefna
Úthlutun úr Sviðslistasjóði
Heildarstuðningur til sviðslistahópa og sviðslistafólks er 169 milljónir króna.
Innviðasjóður úthlutar 764 milljónum króna til sex verkefna á vegvísi og um 509 milljónum til 38 verkefna utan vegvísis
Atvinnudagar HÍ
Fulltrúi Nýsköpunarsjóðs námsmanna kynnti sjóðinn og áherslur hans.
Rannís auglýsir eftir sérfræðingum til að meta umsóknir og skýrslur í mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ og Eruopean Solidarity Corps
Kynningarfundur um Eurostars-3 og Innowwide í húsnæði Rannís
Tilkynnt um úthlutun styrkja úr Jules Verne samstarfsverkefnis Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna
Heildarúthlutinin var 4 milljónir króna og hlaut hver styrkþegi 800 þúsund krónur.
Rannís á Framadögum í HR
Kynnt voru fjölbreytt tækifæri sem standa ungu fólki til boði hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna, Nordplus, Erasmus+ og Tækniþróunarsjóði.
Eurodesk gerir samning við Hitt húsið
Eurodesk mun kynna starfsfólki Hins hússins fyrir öllum þeim ólíku leiðum sem standa ungu fólki til boða til að fara til Evrópu svo þau geti komið þeim á framfæri við breiðari hóp.
Sendiherra Þýskalands sækir Rannís heim
Sendiherrann Clarissa Duvigneau kom ásamt Friedrike Krause lektor á vegum DAAD og Oddnýju Sverrisdóttur prófessor í þýsku við Háskóla Íslands, auk Sabine Friðfinnsson, menningar- og fjölmiðlafulltrúa þýska sendiráðsins.
Úthlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga
Samtals fengu fyrirtæki og stofnanir styrki til þess að halda 794 námskeið fyrir 9332 nemendur á árinu 2024.
Ársskýrsla Rannís kemur út
Fyrri úthlutun Tónlistarssjóðs
Menningar- og viðskiptaráðuneytið fól Rannís að sinna fyrstu úthlutun nýs Tónlistarsjóðs fyrir hönd, og í samvinnu við, Tónlistarmiðstöð.
Hvernig finn ég fjárfestana?
Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS), Rannís og Enterprise Europe Network á Íslandi stóðu fyrir viðburðinum.
Sérstakir styrkir veittir til óperuverkefna úr Sviðslistasjóði 2024
Sviðslistaráð veitir 45 milljónum króna til sjö óperuverkefna leikárið 2024/25.
Nýsköpunarsjóður námsmanna úthlutar 130 milljónum til 91 verkefnis
Rafræn vinnustofa - heilbrigðari jarðvegur gegnum lifandi rannsóknarstofur
Málstofan var skipulögð af NATI00NS og Rannís í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum og hluti af leiðangri ESB A soil deal for better Europe.
Hádegisfundur í Grósku um netárársir og áfallaþol á tímum stafrænna ógna
Fundurinn var á vegum Defend Iceland, Rannís, HR og Miðstöðvar stafrænnar nýsköpunar.
Lifandi lýðræði: Evrópska ungmennavikan 2024
Í tilefni vikunnar hélt Eurodesk námskeið í vegglist fyrir ungt fólk.
Rannsóknaþing og afhending Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs
Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árin 2023 og 2024 hlutu Dr. Heiða María Sigurðardóttir prófessor við HÍ og Dr. Þórhildur Halldórsdóttir lektor við HR.
Samnorrænn upplýsingadagur COST
Fundurinn er er fyrsti samnorræni upplýsingadagur COST áætlunarinnar og haldinn í samstarfi landsfulltrúa áætlunarinnar á Norðurlöndunum, þar með talið Færeyjum.
Æskulýðssjóður úthlutar alls fjórum milljónum til sjö verkefna
Um er að ræða fyrri úthlutun ársins.
Stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði
Rannís og Askur mannvirkjarannsóknasjóður standa fyrir fundi í húsnæði HMS.
Úthlutun Tækniþróunarsjóðs í fyrirtækjastyrk Fræ og Þróunarfræ
Fulltrúum 14 verkefna boðið að ganga til samninga um nýja styrki.
Úthlutun Nordplus - menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar
Úthlutað var rúmlega 12,5 milljónum evra til 347 verkefna og samstarfsneta. Rannís hefur umsjón með Nordplus á Íslandi.
Evrópusamvinna í 30 ár - málþing og uppskeruhátíð Evrópusamstarfs
Málþingi í samstarfi við utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi á Grand hótel og uppskeruhátíð Evrópusamstarfs í Kolaportinu seinna um daginn.
Fræðsluerindi fyrir starfsfólk um kynþátta- og menningarfordóma
Rannís tekur þátt í Nýsköpunarviku með tveimur viðburðum og kynningu í Kolaportinu
Viðburðirnir voru á vegum Tækniþróunarsjóðs og Enterprise Europe Network og Nýsköpunarsjóðs námsmanna og Eurodesk.
Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna veitir styrki til 18 fræðimanna
Styrkupphæð er alls 55 milljónir króna.
Stjórn Innviðasjóðs auglýsir eftir tillögum á nýjan vegvísi um rannsóknarinnviði
COST auglýsir 60 ný verkefni
Barnamenningarsjóður úthlutar styrkjum til 41 verkefnis
Nordplus fyrir grænni framtíð - ráðstefna um græn og sjálfbær verkefni og samvinnu
Þátttandur í pallborði: Emilia Nygård frá Finnlandi, Lars-Deerman-Poort frá Grænlandi, Amela Fific frá Svíþjóð, Ólafur Páll Jónsson frá Íslandi og Andrés Pétursson yfirstjórnandi Nordplus.
Bókasafnasjóður úthlutar til 12 verkefna 20 milljónum króna
Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs
Fulltrúum 52 verkefna boðið að ganga til samninga um nýja styrki.
Enterprise Europe Network heldur fyrirtækjastefnumót í Hörpu
Haldið í tengslum við jarðvarmaráðstefnuna Iceland Geothermal Conference.
Sprotasjóður leik-, grunn og framhaldsskóla úthlutar tæpum 60 milljónum króna til skólaþróunarverkefna
Starfsfólk Rannís hjá Uppbyggingarsjóði EES tók á móti fulltrúum pólska menningarráðuneytisins
Frá fræi til frama: Vorfundur Tækniþróunarsjóðs haldinn á Hótel Borg
Styrkþegar voru sérstaklega boðnir en sjóðurinn fagnaði 20 árum á árinu.
Þróunarsjóður námsgagna úthlutar 76,4 milljónum króna til 37 verkefna
Heilsudagar Rannís haldnir 18. - 21. júní
Inngildingarstefna Landskrifstofu Erasmus+ gefin út á myndrænu formi
Hvernig geta háskólar nýtt Erasmus+ starfsmannaskipti á markvissan hátt?
Ráðstefna 20.-21. júní um hvernig háskólar geta nýtt ferðir starfsfólks út fyrir landsteinana til að ná markmiðum sínum og skapa umhverfi þar sem alþjóðlegt samstarf er sett í forgrunn.
Fjármál, uppgjör og utanumhald verkefna í Horizon Europe
Rannís og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi, EDIH-IS stóðu fyrir námskeiðinu
Skrifstofur Rannís loka vegna sumarleyfa til og með 5. ágúst
Stjórn Innviðasjóðs auglýsir eftir tillögum að verkefnum fyrir vegvísi um uppbyggingu á rannsóknarinnviðum
Vinnustofa 19.-21. ágúst fyrir rannsakendur frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum haldin í Norræna húsinu Þórshöfn Færeyjum
Vinnustofan var skipulögð af Rannsóknaráði Færeyja, Rannsóknaráði Grænlands, Rannís og Norðurslóðaneti Íslands.
Netöryggisstyrkur Eyvarar NCC-IS auglýsir í fyrsta sinn eftir umsóknum
Rannís auglýsir eftir tilnefningum til viðurkenningar fyrir framúrskarandi vísindamiðlun
Viðurkenningin er veitt á Vísindavöku 28. september.
Kynningarfundir á styrkjum Tækniþróunarsjóðs og skattfrádrætti
Fimm fundir haldnir; Vestmannaeyjum, Reykjanesi, Ísafirði, Samtökum Iðnaðarins og rafrænt frá 26.-28. ágúst.
Landskrifstofa Erasmus+ heldur opna vinnustofu um inngildingu
Þriðja úthlutun úr UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðnum
Vaxtarsproti ársins veittur fyrirtækinu Abler
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitti viðurkenninguna í Grasagarðinum í Reykjavík.
Fræðslu- og kynnisferð starfsfólks Rannís til Varsjár dagana 4.-8. september
Rannsókna- og nýsköpunarmiðstöð Póllands, Uppbyggingasjóður pólska menntakerfisins, Landskrifstofa Erasmus+ og Stofnun Póllands fyrir akademísk náms- og starfsskipti voru meðal annars sótt heim.
Vefstofa um Erasmus+ samstarfsverkefni
Evrópurútan á ferð um landið
Evrópurútan er skipulögð af Rannís sem hefur umsjón með öllum helstu samstarfsáætlunum á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar, umhverfismála, stafrænnar færni og fyrirtækjasamstarfs, auk norræns samstarfs.
Rannís fær gesti frá króatísku landskrifstofu Erasmus+
Ivana Erceg Matijašević og Ivana Sokač Troha kynntu sér Rannís.
Evrópskri samfjármögnun um sjaldgæfa sjúkdóma ýtt úr vör
Heimsókn frá viskiptaráði Litháen og fulltrúum fyrirtækja
Enterprise Europe Network hélt utan um kynningu á viðskiptaumhverfi Íslands.
Fyrirtækjastefnumót á vegum Enterprise Europe Network á Íslensku sjávarútvegssýningunni IceFish
Vísindakakó fyrir forvitna krakka á Bókasafni Kópavogs
Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, sagði frá sínum rannsóknum og vísindastörfum.
Evrópsk samfjármögnun um sjálfbæra framtíð fæðukerfis hefst
Þetta byrjar allt á góðri hugmynd
Opið málþing um rammaáætlanir sem eru hýstar hjá Rannís, Horizon Europe, Life og Digital Europe, auk þjónustu EEN
Evrópski tungumáladagurinn - Tungumál í þágu friðar
Dagurinn er haldinn um alla Evrópu. Í tilefni dagsins var viðburður haldinn í Veröld húsi Vigdísar.
Vísindavaka haldin í Laugardalshöll
Rannís skipuleggur Vísindavöku á Íslandi í samstarfi við íslenska háskóla og stofnanir en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night.
Vísindavefurinn hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun
Vinningshafi í leik Europass á Íslandi dreginn út
Leikurinn var í tilefni af Evrópska tungumáladeginum.
Kynningarfundur á nýjum vegvísi fyrir rannsóknarinnviði
Vísindakakó fyrir forvitna krakka
Dr. Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor við Deild faggreinakennslu Háskóla Íslands, sagði frá rannsóknum og vísindastörfum tengdum hvölum, stærstu spendýrum jarðar og heimkynnum þeirra í sjónum.
Stjórn Rannsóknasjóðs heldur opinn hádegisfund Í Hannesarholti
14 ný Erasmus+ samstarfsverkefni hefja göngu sína
Upphafsfundur verkefnisstjóra og starfsfrólks á Hilton Nordica þar sem farið var yfir helstu atriði varðandi framkvæmd verkefnana
Erasmus dagar frá 10. - 14. október
Um er að ræða sex daga tímabil þar sem athygli er vakin á Erasmus+ starfi og árangri í samstilltu átaki um alla Evrópu.
í tilefni Erasmus daga stóð Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi fyrir spuningakeppni í Stúdentakjallarnum
Sustainable Living Summit: Taktu þátt í breytingum!
Ráðstefna á vegum Nordplus haldin í Stokkhólmi og netinu. Þema ráðstefnunnar snýr að því hvernig einstaklingar, samfélög og stofnanir geta stuðlað að sjálfbærri þróun með smáum, daglegum aðgerðum.
Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle haldið í Hörpu dagna 17. - 19. október
Rannís deilir sýningabás með IASC
Rannís tekur þátt í Vísindaferð Gulleggsins í Grósku
Vísindakakó fyrir forvitna krakka á Bókasafni Garðabæjar
Dr. Jón Emil Guðmundsson, lektor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, sagði frá vísindastörfum tengdum stjarneðlisfræði.
Nýsköpunarþing - Markaðsmálin
Rannís, Hugverkastofan, Íslandsstofa og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins standa fyrir þinginu. Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2024.
Frá viðskiptahugmynd til fjármögnunar
Námskeiðið var haldið af EDIH á Íslandi (European Digital Innovation Hub) í samstarfi við EEN (Enterprise Europe Network).
20 ára afmæli Jules Vernes samstarfsins
Rannís og franska sendiráðið buðu til viðburðar í Veröld - húsi Vigdísar.
Vísindakakó fyrir forvitna krakka á Borgarbókasafninu Úlfarársdal
Marco Mancini, aðstoðarmaður rannsókna í líffræði, við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, sagði frá rannsóknum og vísindastörfum tengdum maurum á Íslandi.
Óskað eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs 2025
International Tool Fair á Íslandi, dagana 4. - 8. nóvember
Viðburðurinn er tengslaviðburður um verkfæri til náms i formlegu og óformlegu námi - þemað var stafræn umbylting.
Alþjóðadagar HÍ
Kynnt voru alþjóðleg menntunar- og atvinnutækifæri í gegnum Evrópuáætlanir á borð við Erasmus+ og styrki sem Rannís hefur umsjón með.
Árleg norræn ráðstefna eTwinning sendiherra haldin í Reykjavík 5. - 7. nóvember
Borgaravitund og evrópsk gildi voru í brennidepli.
Hvernig getur gervigreind stutt við störf náms- og starfsráðgjafa?
Örnámskeið á vegum Euroguidance á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.
Rannís auglýsir eftir kennurum sem vilja gerast eTwinning sendiherrar
Vísindakakó fyrir forvitna krakka á Bóksafni Kópavogs
Dr. Erna Magnúsdóttir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands, segir frá rannsóknum og vísindastörfum sínum á sviði læknavísinda.
Nýliðafundur fyrir styrkþega í Horizon Europe, LIFE eða Digital Europe
Fræðsluerindi fyrir starfsfólk - umhverfisvænt jólahald
Sex kennarar í íslenskum skólum hljóta eTwinning gæðamerki fyrir framúrskarandi verkefni
Gæðamerki er viðurkenning fagmennsku, nýsköpunar og gæða alþjóðlegra samstarfsverkefna í menntakerfinu.
Haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2024
Fulltrúum 50 verkefna boðið að ganga til samninga um nýja styrki.
Úthlutun Listamannalauna
Til úthlutunar voru 1720 mánaðarlaun úr átta launasjóðum: hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda, tónskálda, kvikmyndahöfunda og Vegsemd fyrir listamenn 67 ára og eldri.
Evrópskir sjálfboðaliðar í þágu íslensks samfélags
Viðburður í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliða á vegum Landskrifstofu European Solidarity Corps í samstarfi við Eurodesk og Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.
Fyrsta úthlutun netöryggisstyrks Eyvarar
Fulltrúum 13 verkefna boðið að ganga til samninga um netöryggisstyrk.
Úthlutun námsorlofa kennara og stjórnenda í framhaldsskólum
Alls 41 stöðugildi fyrir veturinn 2025-2026.
Seinni úthlutn Æskulýðssjóðs
Styrkt voru átta verkefni að upphæð 4.520.000 kr.
Aðventukaffi Erasmus+
Stóru-Vogaskóli fær viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2024
Viðurkenninguna hlýtur skólinn fyrir verkefnið Basta Carbo en það sameinaði íslenska nemendur og kennara við skóla á Ítalíu og Frakklandi til að vinna að sjálfbærni og umhverfisvitund.
Úthlutun úr Vinnustaðanámssjóði
Á árinu 2024 fengu íslenskir þátttakendur um 3,1 milljón evra í styrki í Creative Europe
Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku
Á árinu var 431 milljón króna endurgreidd vegna stuðnings við útgáfu bóka á íslensku.