Viðburðarík starfsemi
Fjölbreyttir viðburðir skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Þeim er ætlað að styðja kynningarstarf tengdu verkefnum og sjóðum, sem Rannís hefur umsjón með, og gera áhrif þekkingarsköpunar sýnileg. Viðburðir eru einnig uppskeruhátíðir sjóðanna sem lyfta upp verkefnum styrkþega.

Rannís skipulagði og tók þátt í fjölmörgum viðburðum stórum sem smáum á árinu.
Á árinu var 30 ára afmælisár EES samningsins og setti það svip á viðburðadagatal Rannís með ýmsu móti. Vísindavaka var á sínum stað sem og viðburðir á borð við Rannsóknaþing, Nýsköpunarþing, og vorfund Tækniþróunarsjóðs.

Evrópusamvinna í 30 ár
Á árinu voru 30 ár liðin frá því að samningur um Evrópska efnahagssvæðið (EES) tók gildi en hann veitti Íslandi meðal annars aðgengi að innri markaði Evrópusambandsins og aukin tækifæri til samstarfs í Evrópu.

Vísindavaka
Rannís skipuleggur Vísindavöku á Íslandi í samstarfi við íslenska háskóla og stofnanir en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night.

Vísindakakó
Vísindakakó er viðburðaröð fyrir forvitna krakka sem vilja eiga beint samtal við vísindafólk, heyra hvað það er að rannsaka og hvernig það er að starfa í vísindum.

Rannsóknaþing
Rannís skipuleggur Rannsóknaþing þar sem tekin eru fyrir stefnumál á sviði rannsókna og nýsköpunar. Á Rannsóknaþingi eru Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs veitt því vísindafólki sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.

Vorfundur Tækniþróunarsjóðs
Vorfundur Tækniþróunarsjóðs fór fram 6. júní undir yfirskriftinni „Frá fræi til frama“ en á árinu fagnaði sjóðurinn 20 ára afmæli.

Þetta byrjar allt á góðri hugmynd
Markmið málþingsins var að gera stöðutöku á árangri Íslands í Horizon Europe, LIFE og Digital Europe áætlununum, þegar þessar rammaáætlanir eru hálfnaðar.
Aðrir viðburðir
Fjölmargir aðrir viðburðir fóru fram á árinu sem voru skipulagðir af starfsfólki Rannís eða þar sem þau tóku þátt, kynntu starfsemina og þau tækifæri sem eru í boði hjá Rannís.
Úthlutunarfundur Rannsóknasjóðs
Rannsóknasjóður hélt í annað sinn viðburð í tilefni af árlegri úthlutun sjóðsins. Úthlutunarfundurinn bar yfirskriftina „Nýliðun í vísindasamfélaginu“.
18. útgáfa af International Tool Fair haldin á Íslandi
International Tool Fair hefur fest sig í sessi sem mikilvægur evrópskur tengslaviðburður um verkfæri í formlegu og óformlegu námi.
Ráðstefna um ávinninginn af Erasmus+ starfsmannaskiptum fyrir háskóla
Landskrifstofa Erasmus+ stóð dagana 20. og 21. júní fyrir ráðstefnu um hvernig háskólar geta nýtt ferðir starfsfólks út fyrir landsteinana til að ná markmiðum sínum og skapa umhverfi þar sem alþjóðlegt samstarf er sett í forgrunn.
Hringborð Norðurslóða
Rannís tók virkan þátt í Hringborði Norðurslóða (e. Arctic Circle Assembly) ráðstefnunni sem haldin var í Hörpu.
Nýsköpunarvikan
Rannís og Tækniþróunarsjóður tóku þátt í Nýsköpunarvikunni (e. Iceland Innovation Week) sem meðal annars fór fram í Kolaportinu.
Framadagar
Rannís tók þátt í Framadögum AIESEC sem fram fóru í Háskólanum í Reykjavík