Viðurkenningar og verðlaun

Framúrskarandi fólk og verkefni

Rannís skipuleggur veitingu viðurkenninga og verðlauna á ýmsum sviðum í samstarfi við tiltekna sjóði og áætlanir sem og aðrar stofnanir og fyrirtæki í íslensku samfélagi.

Gervigreindarmynd sem sýnir listaverk, skúlptúr í íslensku landslagi.
  • Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs

    Dr. Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir árið 2023 og Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, hlaut verðlaunin fyrir árið 2024.

  • Nýsköpunarverðlaun Íslands

    Nýsköpunarfyrirtækið Carbfix, sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi, hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024.

  • Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

    Heiðar Snær Ásgeirsson og Gonzalo Patricio Eldredge Arenas hlutu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2024 fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementlaust AlSiment steinlím.

  • Viðurkenning fyrir Vísindamiðlun

    Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun

  • Vaxtarsprotinn

    Abler er Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis.

  • Gæðaviðurkenningar Erasmus+

    Landskrifstofa Erasmus+ leitast við að vekja athygli á verkefnum sem hafa náð sérlega góðum árangri og eru líkleg til að veita öðrum innan mennta- og æskulýðssamfélagsins innblástur, ýmist í tengslum við ákveðinn málaflokk eða markhóp.