Framúrskarandi fólk og verkefni
Rannís skipuleggur veitingu viðurkenninga og verðlauna á ýmsum sviðum í samstarfi við tiltekna sjóði og áætlanir sem og aðrar stofnanir og fyrirtæki í íslensku samfélagi.

Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs
Dr. Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir árið 2023 og Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, hlaut verðlaunin fyrir árið 2024.
Nýsköpunarverðlaun Íslands
Nýsköpunarfyrirtækið Carbfix, sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi, hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024.
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands
Heiðar Snær Ásgeirsson og Gonzalo Patricio Eldredge Arenas hlutu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2024 fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementlaust AlSiment steinlím.
Viðurkenning fyrir Vísindamiðlun
Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun
Vaxtarsprotinn
Abler er Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis.
Gæðaviðurkenningar Erasmus+
Landskrifstofa Erasmus+ leitast við að vekja athygli á verkefnum sem hafa náð sérlega góðum árangri og eru líkleg til að veita öðrum innan mennta- og æskulýðssamfélagsins innblástur, ýmist í tengslum við ákveðinn málaflokk eða markhóp.