Sjóðir og úthlutanir

Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.

Gervigreindarmynd sem sýnir lítið þorp með húsum af ýmsum stærðum og litum
Gervigreindarmynd sem sýnir klett gerðan úr súluritsstöplum í íslensku landslagi

Umsóknir og úthlutanir úr sjóðum og áætlunum í umsýslu Rannís

Heildartölur ársins 2024

0

Fjárveiting í m.kr (án Creative Europe og Horizon Europe)

0

Sótt um í m.kr. (án Creative Europe og Horizon Europe)

0

milljarða króna stuðningur

0

Fjöldi innsendra umsókna

0

Fjöldi umsókna sem stóðust formkröfur

0

Fjöldi samþykktra umsókna

Starfsemi og úthlutun innlendra sjóða á árinu

Smellið á plúsinn til að birta umfjöllun um starfsemi hvers sjóðs

  • Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands með ályktun Alþingis á hátíðarfundi 18. júlí 2018. Sjóðurinn naut árlega 100 m.kr. framlags til ársins 2023. Þann 23. maí 2023 samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar fyrir árin 2024–2028 þar sem sjóðurinn var festur í sessi.

    Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Í starfi sjóðsins er m.a. horft til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga, ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

    Umsóknarfrestur var 5. apríl 2024

    Alls bárust 117 umsóknir og var sótt um rúmlega 383 m.kr. 41 verkefni var styrkt og heildarupphæð úthlutunarinnar var 102,4 m.kr.

    Úthlutun var tilkynnt 26. maí 2024

    Á degi barnsins 26. maí var tilkynnt um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands við hátíðlega athöfn í skála Alþingis. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þáverandi menningar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði verkefnisstjóra af þessu tilefni og Kammersveit ungra listamanna lék tvö lög.

    Hæsta styrkinn, 11,5 m.kr., fékk Reykjavíkurborg í samstarfi við Akureyrar- og Ísafjarðarbæ fyrir leikskólaverkefni sem byggir á samstarfi við tónlistarskóla bæjanna. Næsthæsta styrkinn fékk Vestfjarðastofa fyrir barnamenningarhátíð Vestfjarða, Púkann 2025.

  • Hlutverk Bókasafnasjóðs er að efla starfsemi bókasafna samkvæmt VI. kafla bókasafnalaga nr. 150/2012 og reglum Bókasafnasjóðs. Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna og upplýsingamála. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna, m.a. alþjóðleg samstarfsverkefni með þátttöku bókasafna sem falla undir lögin.

    Umsóknarfrestur var 15. mars 2024.

    Sjóðnum bárust 20 umsóknir og sótt var um 37 m.kr. en 20 m.kr. voru til úthlutunar. Úthlutað var styrkjum til 12 verkefna og voru styrkir á bilinu 170.000 til fjórar m.kr. Landsbókasafn Íslands/Háskólabókasafn fékk hæsta styrkinn, eða fjórar m.kr., fyrir átaksverkefni um íslenska útgáfuskrá sem nýtist öllum bókasöfnum og almenningi í landinu. Næsthæsta styrkinn, 3,9 m.kr., fékk Borgarbókasafnið fyrir verkefnið Glæpafár á Íslandi.

    Úthlutun var tilkynnt 27. maí 2024

    Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þáverandi menningar- og viðskiptaráðherra, tilkynnti úthlutunina við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu

  • Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Markmiðið með sjóðnum er að efla innlendar vísindarannsóknir með því að skapa nýja möguleika til rannsókna með fjármögnun tækjabúnaðar/aðstöðu sem ekki er aðgengileg nú þegar.

    Umsóknarfrestur var til 1. nóvember 2023.

    Innviðasjóður bauð upp á fimm tegundir styrkja: Verkefni á vegvísi, tækjakaupastyrk, uppbyggingarstyrk, uppfærslu- og viðhaldsstyrk og aðgengisstyrk.

    Framlag ríkisins til sjóðsins á fjárlögum var 457 m.kr.

    Alls bárust 46 umsóknir í Innviðasjóð, þar af 44 sem stóðust formkröfur og voru metnar í fagráði. Alls hlutu átta verkefni styrki eða 17% umsókna. Sótt var um 1.273 m.kr. og voru 455 m.kr. veittar eða 36% umbeðinnar upphæðar.

    Úhlutun var tilkynnt 24. janúar 2024.

    Um 93% úthlutaðs fjármagns var veitt til vegvísaverkefna en alls bárust sex umsóknir um verkefni á vegvísi og voru öll verkefnin styrkt. Alls bárust 38 gildar umsóknir um aðrar tegundir styrkja og hlutu tvær þeirra styrk.

    FagsviðSótt (Fjöldi umsókna)Veitt (Fjöldi umsókna)HlutfallSótt (upphæð í m.kr.)Veitt (upphæð í m.kr.)Hlutfall
    Félagsvísindi5120,0%742027,0%
    Heilbrigðisvísindi6233,3%54319135,2%
    Hugvísindi3133,3%946468,1%
    Verkfræði- og náttúruvísindi30413,3%56218032,0%
    Samtals44818.0%127345535,7%
    Taflan sýnir yfirlit um fjölda umsókna, veittra styrkja, sóttrar upphæðar og veittrar upphæðar eftir fagsviðum Innviðasjóðs.
  • Styrkir til íslenskukennslu fyrir útlendinga eru veittir einu sinni á ári skv. reglugerð sem samþykkt var í árslok 2015 og fer sú úthlutun fram í upphafi árs.

    Úthlutun 2024: Umsóknarfrestur var 5. desember 2023.

    Alls barst 21 umsókn frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna. Umsótt upphæð var 565,6 m.kr. og fengu 20 verkefni úthlutað styrk. Ráðuneytið hækkaði upphæð til úthlutunar um rúmlega 28 m.kr. frá fyrra ári og úthlutaði alls. 261 m.kr. til íslenskukennslu á árinu. Samtals fengu fyrirtæki og stofnanir styrki til þess að halda 794 námskeið fyrir 9.332 nemendur á árinu 2024.

    Úthlutun var tilkynnt 12. febrúar 2024.

    Úthlutun 2025: Umsóknarfrestur var 5. desember 2024.

    Alls barst 21 umsókn frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna. Umsótt upphæð var 682 m.kr. og mun úthlutun fara fram í lok janúar 2025.

  • Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarf, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.

    Á fjárlögum 2024 voru rúmlega 22 m.kr. til ráðstöfunar úr Íþróttasjóði. Auk þess gat sjóðurinn úthlutað fjármunum vegna eldri styrkja sem höfðu ekki verið nýttir.

    Umsóknarfrestur var 24. ágúst 2023.

    Alls bárust 179 umsóknir að upphæð 251 m.kr. Að tillögu íþróttanefndar ákvað mennta- og barnamálaráðherra að úthluta styrkjum til 74 verkefna að upphæð 27,9 m.kr. Þar af fengu 32 verkefni styrk til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar fyrir 9,5 m.kr., 34 fræðslu- og útbreiðsluverkefni fengu styrk upp á 10,3 m.kr. og átta verkefni vegna rannsókna í íþróttafræðum upp á 8,0 m.kr. Lágmarksstyrkur til verkefna úr Íþróttasjóði er 250.000kr. Meðalstyrkur var rúmlega 413.000 kr. sem er svipað og undanfarin ár.

    Úthlutun var tilkynnt 18. janúar 2024.

  • Markmið Jafnréttissjóðs Íslands er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna árið 2015.

    Auglýst er eftir umsóknum annað hvert ár. Ekki var auglýst eftir umsóknum 2024.

  • Listamannalaun 2024

    Umsóknarfrestur vegna listamannalauna 2024 var 2. október 2023

    Alls voru 1.600 lögbundin mánaðarlaun til úthlutunar. Fjöldi umsækjenda var 1.032 (924 einstaklingar og 108 sviðslistahópar). Sótt var um 9.336 mánuði. Úthlutun fengu 241 listamaður og 13 sviðslistahópar. Upphæð listamannalauna árið 2024 var 538.000 kr. á mánuði.

    Úthlutun var tilkynnt 4. desember 2023.

    _________________________________________________________________________

    Listamannalaun – 2025 (úthlutað desember 2024)

    Umsóknarfrestur vegna listamannalauna 2025 var 1. október 2024

    Alls voru 1.720 lögbundin mánaðarlaun til úthlutunar. Aukning var vegna tilkomu nýs sjóðs fyrir kvikmyndahöfunda, 60 mánuðir, og Vegsemd, 60 mánuðir, ætlaðir eldri listamönnum.
    Fjöldi umsækjenda var 1.339, þar af 1.223 einstaklingar og 116 sviðslistahópar. Sótt var um 11.988 mánuði, þar af 1.611 mánuði frá sviðslistahópum. Úthlutun fær 251 listamaður. Við það bætist úthlutun til þátttakenda í sviðslistahópum úr launasjóði sviðslistafólks sem tengist Sviðslistasjóði. Upphæð listamannalauna árið 2025 eru 560.000 kr. á mánuði.

    Úthlutun var tilkynnt 5. desember 2024.

    Á úthlutunarsíðu listamannalauna er hægt að nálgast nánari tölfræði eftir árum.

  • Loftslagssjóður var á árinu sameinaður Orkusjóði í umsjá Orkustofnunar með breytingum á lögum nr. 76/2020 um Orkusjóð.

    Rannís heldur utan um tölfræði úthlutanna frá fyrri árum en með sameiningunni flyst umsýsla sjóðsins frá Rannís til sameinaðar Umhverfis- og orkustofnunar. Vegna breytinganna var ekki auglýst eftir umsóknum árið 2024.

  • Markáætlun er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Áherslur áætlunarinnar eru ákvarðaðar af Vísinda- og nýsköpunarráði, en hún er fjármögnuð af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

    Ekki var auglýst eftir umsóknum í markáætlun 2024.

  • Markmið menntarannsóknasjóðs er að styrkja stoðir hagnýtra menntarannsókna, á sviði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og frístundastarfs sem byggja á samstarfi rannsakenda og fagfólks í skóla- og frístundastarfi, auka tækifæri til að skapa og miðla þekkingu til framþróunar og farsældar í skólastarfi og styðja við framkvæmd menntastefnu.

    Ekki var auglýst eftir umsóknum 2024.

  • Markmið námsorlofs er að veita þeim sem um það sækja tækifæri til að efla þekkingu sína og hæfni í starfi.

    Umsóknarfrestur um námsorlof var 7. október.

    Alls bárust 107 umsóknir um námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla á árinu en umsóknirnar gilda fyrir veturinn 2025-2026. Sóttu 95 framhaldsskólakennarar um orlof í eigin nafni en 12 umsóknir bárust frá skólum fyrir hönd kennara.

    Nefndin úthlutaði alls 41 stöðugildum til 42 einstaklinga, 40 heilum orlofum og tveimur hálfum; 32 stöðugildi fóru til kennara með einstaklingsumsóknir og átta stöðugildum var úthlutað til kennara í gegnum skólaumsóknir. 33 konur fengu námsorlof að þessu sinni og níu karlar. Meðalaldur orlofsþega var 55 ár og meðalstarfsaldur þeirra var 22,8 ár.

    Úthlutunin var tilkynnt 11. desember 2024.

  • Nýsköpunarsjóður námsmanna er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla í sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum. Alls bárust 392 umsóknir fyrir 574 háskólanema. Sjóðurinn úthlutaði um 130 m.kr., sem samsvarar 383 mannmánuðum, til 129 nemenda í 91 verkefni.

    Í lok sumars skila nemar inn lokaskýrslu um verkefnið. Í spurningakönnun, sem var lögð fyrir nema í lokaskýrslu, kom í ljós að í 22% verkefna hafa nemar hlotið atvinnutækifæri í kjölfar verkefnisins.

    Á hverju ári eru svo nokkur framúrskarandi verkefni tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, sem afhent eru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

    Lesa nánar um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

    SóttVeittÁrangurshlutfall
    Fjöldi umsókna3929123%
    Fjöldi nemenda57412922%
    Mannmánuðir55338369%
  • Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsóknum á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

    Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn annað hvert ár. Ekki var auglýst eftir umsóknum 2024.

  • Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3 frá 2003 með áorðnum breytingum. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi og skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknir er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir.

    Umsóknarfrestur var til 14. júní 2024. Rannsóknasjóður bauð upp á fjórar tegundir styrkja: verkefnisstyrki, öndvegisstyrki, nýdoktorsstyrki og doktorsnemastyrki. Umsóknir voru metnar í sjö fagráðum. Framlag ríkisins til Rannsóknasjóðs á fjárlögum var 3.173 m.kr.

    Alls bárust 375 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og stóðust 353 þeirra formkröfur. Alls hlutu 67 verkefni styrk eða 18% umsókna.

    Sótt var um 6.240 m.kr. og voru 1.142 m.kr. veittar eða 18,3% umbeðinnar upphæðar.

    Þessar tölur endurspegla styrkupphæð á fyrsta ári styrktra verkefna.

    Heildarskuldbinding 2024 til næstu þriggja ára er tæplega 3.300 m.kr.

    Skipting eftir styrktarflokkum er eftirfarandi:

    • Öndvegisstyrkir: 29 umsóknir bárust, fjögur verkefni hlutu styrki og árangurshlutfall var 13,8%.
    • Verkefnisstyrkir: 159 umsóknir bárust, 30 verkefni voru styrkt og árangurshlutfall var 18,9%.
    • Nýdoktorsstyrkir: 59 umsóknir bárust, 11 doktorsnemar hlutu styrk og árangurshlutfall var 18,6%.
    • Doktorsnemastyrkir: 106 umsóknir bárust, 22 doktorsnemar hlutu styrk og árangurshlutfall var 20,8%.
    FagráðSótt (Fjöldi umsókna)Veitt (Fjöldi umsókna)HlutfallSótt (upphæð í m.kr.)Veitt (upphæð í m.kr.)Hlutfall
    Raunvísindi og stærðfræði521121,2%1.07420819,4%
    Verkfræði og tæknivísindi541120,4%81717721,6%
    Náttúruvísindi og umhverfisvísindi43818,6%74912016,0%
    Lífvísindi53917,0%1.09818216,5%
    Klínískar rannsóknir og lýðheilsa26519,2%5216212,0%
    Félagsvísindi og menntavísindi731216,4%1.15220918,2%
    Hugvísindi og listir521121,2%82918418,3%
    Alls3536719,0%6.241.142
    Taflan sýnir yfirlit um fjölda umsókna, veittra styrkja, sóttrar upphæðar og veittrar upphæðar eftir fagráðum Rannsóknasjóðs.
  • Markmið SEF er að tryggja framboð af endurmenntun til handa framhaldsskólakennurum.

    Boðið var upp á tvær tegundir umsókna til Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara á árinu, annars vegar fyrir sumarnámskeið og hins vegar fyrir gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki.

    Umsóknarfrestur fyrir sumarnámskeið var 15. febrúar 2024

    Sótt var um styrki fyrir 29 sumarnámskeið á árinu og fengu 27 úthlutun. Úthlutað var vegna námskeiða fyrir alls 917 kennara en í lok árs höfðu 668 kennarar sótt sumarnámskeiðin. Úthlutuð upphæð fyrir sumarnámskeið var rúmlega 14 m.kr. en að loknum uppgjörum var nýtt upphæð rúmlega 12,7 m.kr.

    Umsóknarfrestur fyrir gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki var 7. október 2024

    56 umsóknir bárust um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki og voru 53 þeirra samþykktar. 34 umsóknir bárust frá faggreinafélögum og 22 frá skólum. Úthlutaðir voru alls 39 styrkir vegna ráðstefna og 14 styrkir vegna gestafyrirlesara fyrir samtals 23,6 m.kr.

  • Á árinu 2016 var frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga, sem eru ráðnir til starfa hér á landi vegna sérþekkingar sinnar og reynslu, lögfest. Markmið laganna er að auðvelda fyrirtækjum að fá til sín sérfræðinga til að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi. Skilyrði er meðal annars að viðkomandi búi yfir þekkingu eða reynslu sem ekki er fyrir hendi hér á landi, eða einungis í litlum mæli.

    Rannís rekur umsóknakerfi fyrir nefnd sem afgreiðir umsóknirnar og tilkynnir ríkisskattstjóra niðurstöðuna. Alls voru 304 umsóknir afgreiddar á árinu 2024 en frá upphafi hafa 1.466 umsóknir borist. Samþykktar umsóknir voru 260 eða 85,5% og 44 umsóknum var hafnað, eða 14,5%.

    Flestar umsóknir komu frá fyrirtækjum (74%), en einnig komu umsóknir frá frá stofnunum, sjúkrahúsum eða sjálfseignarstofnunum (14,4%) og háskólum (9,5%). Karlar voru 63% umsækjenda, 36,5% umsækjenda voru konur og ein umsókn var frá kynsegin umsækjanda. Um 23% umsækjenda voru með doktorspróf, 43% með meistarapróf og 30% með bakkalárpróf.

    Umsækjendur komu frá 49 löndum. Þar af eru 83 íslenskir ríkisborgarar sem hafa starfað erlendis í fimm ár eða lengur. Einnig má nefna að 85 umsækjendur voru frá löndum innan ESB, 38 frá Indlandi, 30 frá Bretlandi, 21 frá Bandaríkjunum og 16 frá Norðurlöndunum.

  • Rannís staðfestir umsóknir um skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna, skv. lögum nr. 152/2009 um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, ásamt tilheyrandi reglugerð nr. 758/2011. Þrír sérfræðingar hjá Rannís sinna þessu verkefni. Greiningar- og hugbúnaðarsvið Rannís hefur í samráði við þessa sérfræðinga komið á skilvirku umsókna- og umsýslukerfi til móttöku og afgreiðslu umsókna með vöktun á þeim kröfum sem settar eru fram í samsvarandi regluverki. Vegna fjölgunar umsókna með auknu flækjustigi hefur svartími Rannís þó lengst, þannig að stöðugt fleiri umsóknir eru óafgreiddar um áramót með keðjuverkandi áhrifum. Þá hafa lögfræðileg álitamál, úttektir, greiningar, ásamt vinnu við endurskoðun laga og reglugerðar, einnig tekið sinn tíma.

    Umsóknir 2023 og 2024

    Á árinu 2024 bárust 613 umsóknir um staðfestingu rannsókna- og þróunarverkefna . Þar af bárust 313 um staðfestingu framhaldsverkefna frá fyrra ári og 300 umsóknir um staðfestingu nýrra verkefna á árinu 2024. Til samanburðar bárust 664 umsóknir árið 2023, eða 345 vegna framhaldsverkefna og 319 um staðfestingu nýrra verkefna. Þetta felur í sér fækkun umsókna um 7,8% á árinu 2024 miðað við 2023.

    Í heild voru 545 af 664 umsóknum ársins 2023 staðfestar eða 82,0% sem lægsta staðfestingarhlutfall frá upphafi. Til samanburðar var staðfestingarhlutfallið 87% árið 2022 og 91% 2021 sem voru Covid-árin.

    Umsóknum fjölgaði umtalsvert á tímabilinu 2020–2023 í kjölfar hækkunar á þaki og endurgreiðsluhlutfalli kostnaðar sem voru hluti af úrræðum vegna Covid í bráðabirgðalögum sem Alþingi samþykkti í maí 2020. Þessi hvatningaráhrif virðast farin að dala nokkuð á árinu 2024.

    Helsta ástæða þess að fleiri verkefnum hefur verið hafnað á undanförnum árum er sú að efni umsóknanna fer nærri því „að teljast eðlilegur hluti af almennri starfsemi umsóknafyrirtækis varðandi vörur og þjónustu þess eða ferla, jafnvel þó verkefnin geti leitt af sér úrbætur“. Slík verkefni uppfylla ekki kröfur laga nr. 152/2009 og tilheyrandi reglugerðar. Lækkandi staðfestingarhlutfall á framhaldsumsóknum undanfarin þrjú ár helst einnig í hendur við það að hlutfallslega fleiri verkefni eru komin til ára sinna og þannig orðin hluti af almennri starfsemi eða teljast nú reglulegar umbætur/viðbætur sem falla þá utan ramma laganna. Fækkun umsókna á árinu 2024 bendir mögulega til að fyrirtækin einbeiti sér í vaxandi mæli að því að hagnýta og markaðssetja þær nýju afurðir sem þróunarstarf undanfarinna ára hefur skilað.

    Endurgreiðslur vegna ársins 2024 og fjárlög 2025

    Í fjárlögum ársins 2024 var áætlað að endurgreiðsla í nóvember yrði um 16,6 milljarðar vegna staðfestra umsókna ársins 2023. Sú tala stendur í 16,4 milljörðum króna þegar þetta er skrifað skv. uppgjöri Skattsins, þó hún geti hugsanlega enn átt eftir að breytast lítillega.

    Í fjárlögum ársins 2025 er áætlað að endurgreiðsla þess árs, vegna staðfestra verkefna ársins 2024, verði um 17,2 milljarðar króna. Rannís gerir ráð fyrir lægri fjárhæð í takti við færri umsóknir 2024.Breytingar á lögum og reglugerð

    Alþingi samþykkti nokkrar breytingar á lögum 18. nóvember 2024. Í framhaldinu var ráðist í breytingar á tilheyrandi reglugerð til samræmis. Í stuttu máli eru helstu efnislegar breytingar á lögunum eftirfarandi:

    1. Skv. 5. gr. laganna er núÓheimilt [...] að framlengja umsókn um sama verkefni sem fengið hefur staðfestingu skv. 1. mgr. oftar en þrisvar. Ef sama verkefni hefur fengið framlengingu í þrígang getur umsækjandi sótt um staðfestingu á nýju verkefni sem byggist á fyrra verkefni ef sýnt er fram á að áfangamarkmiðum hafi sannanlega verið náð og nýtt verkefni byggist á þeim árangri.
    2. Skv. 10. gr. laganna eru bráðabirgðaákvæði fyrri laga, varðandi endurgreiðsluhlutföll og hámark kostnaðar gerð ótímabundin. Nýsköpunarfyrirtæki sem er eigandi að rannsóknar- og/eða þróunarverkefnum sem hlotið hafa staðfestingu á rétt á frádrætti frá álögðum tekjuskatti sem nemur 35% af útlögðum, styrkhæfum kostnaði í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja en 25% í tilviki stórra fyrirtækja. Hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti frá álögðum tekjuskatti er samtals 1.100.000.000 kr. á rekstrarári og takmarkast við samanlagðan kostnað fyrirtækja sem teljast tengd.“
    3. Skv. 6. gr. er nú sett nýtt „hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti“ í 6. gr. laganna. Heimilt er að telja til þessarar aðkeyptu rannsóknar- eða þróunarvinnu allt að 20% af hámarkskostnaði eða 220 m. kr., en erlendur kostnaður takmarkast við lönd sem Ísland hefur tvísköttunarsamninga við.

    Auk framangreindra efnisbreytinga voru gerðar nokkrar breytingar á orðalagi laganna og skilgreiningum til að bæta skilning og skilvirkni þeirra. Þá eru sett inn ný ákvæði í lögin sem heimila Rannís og Skattinum aukin upplýsingasamskipti og viðbrögð við röngum eða villandi upplýsingum og gögnum ásamt heimild til afturköllunar staðfestingar, 25% álagi og refsiákvæðum ef um brot er að ræða. Að lokum var nýtt bráðabirgðaákvæði sett um endurskoðun laganna fyrir 1. janúar 2027. Að mati Rannís fela framangreindar breytingar ekki í sér veruleg áhrif á þessa stuðningsaðgerð næstu tvö árin.

    Í fyrsta sæti á lista OECD

    OECD heldur úti öflugum gagnagrunni yfir þær stuðningsaðgerðir sem aðildarríkin veita fyrirtækjum til að efla rannsókna- og þróunarstarf sitt. Í þessum grunni er m.a. að finna samanburð á þeim skattalegu hvötum (e. incentives) sem löndin veita. Eins og sjá má á myndinni að neðan er Ísland komið í fyrsta sæti í þessum samanburði.

    Þessi staða felur í sér aukna athygli nýsköpunarfyrirtækja innan OECD á því nýsköpunarumhverfi sem hefur skapast á Íslandi á undanförnum árum. OECD gerði úttekt á þessu hvatakerfi skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna á árinu 2023 sem m.a. leiddi í ljós að kerfið hefur skilað góðum árangri til að hvetja fyrirtæki til aukinna fjárfestinga í rannsókna- og þróunarstarfi. Þeir hagsmunaaðilar sem OECD ræddi við virðast almennt ánægðir með það tvíþætta kerfi sem innleitt hefur verið, sérstaklega varðandi gæði og skilvirkni, þar sem Rannís metur verkefnaumsóknir og staðfestir í samræmi við lagakröfur og Skatturinn tekur síðan við greiðsluuppgjöri í tengslum við skattskýrslu og skattskil.

    OECD benti þó einnig á að mikill vöxtur umsókna og aukið flækjustig, m.a. með breyttum lögum, hafi verið ákveðin ögrun fyrir Rannís og Skattinn. Þó Rannís hafi komið á skilvirku umsókna- og umsýslukerfi hafi svartíminn óhjákvæmilega lengst. Rannís tekur undir þessar áhyggjur OECD. Undir lok síðasta árs var vinnuhópur viðkomandi ráðuneyta, Rannís og Skattsins settur saman til að vinna að úrbótum í þessum efnum.

  • Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður þróun og nýjungar í skólastarfi.

    Áherslusvið sjóðsins fyrir skólaárið 2024–2025 var stuðningur við innleiðingu menntastefnu í eftirfarandi þáttum:

    • Farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda.
    • Teymiskennsla og samstarf. Sjá nánar í fyrstu aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins.

    Umsóknarfrestur í Sprotasjóð var 15. febrúar 2024

    Alls bárust 67 umsóknir á árinu. Sótt var um rúmlega 257 m.kr. Styrkjum að upphæð 59,8 m.kr. var úthlutað til 32 verkefna um allt land.

    Úthlutun var tilkynnt 30. maí 2024.

    Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, og formaður stjórnar sjóðsins, Bragi Þór Svavarsson, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu.

  • Markmið sjóðsins er að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein. Sjóðurinn styrkir eingöngu ritun fræðirita og -greina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi, einn opinberra sjóða á Íslandi.

    Umsóknarfrestur var til 18. mars 2024. Alls bárust 54 umsóknir og var sótt um starfslaun til 441 mánaðar eða um 237 m.kr. Til úthlutunar voru um 55 m.kr. og voru veittir 18 styrkir úr sjóðnum eða til um 33% umsækjenda.

  • Í lok árs 2018 voru samþykkt lög með það að markmiði að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu. Lögin öðluðust gildi 1. janúar 2019. Með þessu er ríkissjóður að taka að sér að endurgreiða 25% af endurgreiðsluhæfum kostnaði sem fellur til vegna útgáfu bóka á íslensku. Bókaútgefendur hafa níu mánuði frá útgáfu bókar til að senda inn umsókn.

    Endurgreiðsla ársins 2024 nam um 431 m.kr. Voru 836 umsóknir greiddar út, þar af 92 frá árinu áður. Alls voru 66 umsóknir fluttar til næsta fjárlagaárs (2025).

  • Markmið Sviðslistasjóðs að efla sviðslistir og búa þeim hagstæð skilyrði.

    Umsóknarfrestur var 2. október 2023

    Alls voru umsækjendur 108 talsins. Sótt var um ríflega 1.300 m.kr. Úthlutað var 94 milljónum til 13 verkefna leikárið 24/25 og fylgdu henni 139 mánuðir úr Launasjóði sviðslistafólks.

    Úthlutun var tilkynnt 22. janúar 2024.

    _______________________________________________________________

    Sviðslistasjóður: – Sérstakir styrkir til óperuverkefna

    Umsóknarfrestur var 23. febrúar 2024.

    Alls bárust 15 umsóknir og sótt var um ríflega 144 milljónir króna. Sviðslistaráð veitti 45 milljónum króna til sjö óperuverkefna leikárið 24/25. Hæstu úthlutun fékk Kammeróperan fyrir Brúðkaup Fígarós og Pera óperukollektif vegna Óperudaga.

    Úhlutun var tilkynnt 18. mars 2024

    Þáverandi menningar- og viðskiptaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir kynnti úthlutun við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

    Samtals var 139 m.kr. úthlutað úr Sviðslistasjóði 2024

  • Umsóknarfrestur nýs Tónlistarsjóðs var 12. desember 2023.

    Annars vegar var hægt að sækja um fyrir verkefni í lifandi flutningi og hins vegar vegna innviðaverkefna. Menningar- og viðskiptaráðuneytið fól Rannís að sinna fyrstu úthlutun nýs Tónlistarsjóðs fyrir hönd Tónlistarmiðstöðvar og í samvinnu við hana.

    Alls bárust 190 umsóknir og sótt var um ríflega 546 milljónir. Umsóknir til lifandi flutnings voru 113 og sótt var um tæpar 219 m.kr. Úthlutað var til 45 verkefna samtals 35 m.kr. Umsóknir til innviða í tónlist voru 77 og sótt var um ríflega 325 m.kr. Úthlutað var til 32 verkefna alls 31,2 m.kr. Þá var Tveimur samningsbundnum verkefnum fyrir árin 2022–24 úthlutað alls sex milljónum króna.

    Alls var úthlutað styrkjum til 79 verkefna fyrir 72,2 m.kr.

    Frá og með seinni úthlutun 2024 er umsýsla alfarið hjá Tónlistarmiðstöð. Menningarráðuneytið leigir umsóknarkerfi Rannís fyrir Tónlistarmiðstöðina.

  • Tækniþróunarsjóður bauð upp á sjö styrktarflokka á árinu: Styrki til hagnýtra rannsóknarverkefna, einkaleyfisstyrki, Fræ/Þróunarfræ, Sprota, Vöxt, Sprett og markað. Sjóðurinn hafði 3.004 m.kr. til umráða samkvæmt fjárlögum en það er lækkun frá fyrra ári sem var 3.512 m.kr.

    Alls bárust sjóðnum 850 umsóknir í alla styrktarflokka og hlutu 153 verkefni styrk eða 18% umsókna. Styrkveiting til nýrra verkefna nam 1.600 m. kr. en þar sem verkefnin eru til allt að þriggja ára nemur heildarkostnaður vegna þeirra 2.903 m. kr.

    Sjóðurinn tekur þátt í Eurostars-3 áætlun Evrópusambandsins (e. European Partnership on Innovative SMEs) fyrir lítil og meðalstór nýsköpunarfyrirtæki. Alls voru 16 styrkt verkefni í gangi á árinu, þar af lauk fimm verkefnum.

  • Markmið styrkja til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla..

    Umsóknarfrestur var 15. nóvember 2024.

    Fjárveiting til Vinnustaðanámssjóðs var 392,6 m.kr. á fjárlögum 2024. Fjöldi umsókna var 193 og af þeim voru 191 metnar gildar. Sótt var í heildina um 29.928 vikur. Eftir yfirferð Rannís var úthlutað 23.417 vikum. Upphæð til úthlutunar var 288,6 m.kr. og var henni skipt niður á úthlutaðar vikur. Styrkur á hverja viku var 16.586 kr.

    Úthlutun var tilkynnt 18. desember 2024.

  • Hlutverk Þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla með það að markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

    Umsóknarfrestur var 15. febrúar.

    Alls bárust 94 umsóknir en ein þeirra var metin ógild. Sótt var um tæplega 207 m.kr. Styrkjum að upphæð 76,4 m.kr. var úthlutað til 37 verkefna.

    Úthlutun var tilkynnt 6. júní.

    Forgangsatriði sjóðsins á árinu voru þrjú:

    • Námsefni ætlað börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn vegna tungumálakennslu.
    • Námsefni sem styður við stærðfræði og náttúrugreinar.
    • Námsefni sem miðar að markvissri eflingu íslensks orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum

    Eins og fyrri ár var sérstaklega horft til þess hvort námsefnið kæmi til með að styðjast við stafræna tækni, Menntastefnu 2030 og hversu aðgengilegt námsefnið yrði nemendum.

  • Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

    Umsóknarfrestir voru 15. febrúar og 15. október.

    Fjárveiting til Æskulýðssjóðs var 9,8 m.kr. á fjárlögum 2024. Einnig hefur sjóðsstjórnin heimild til að úthluta ósóttum styrkjum fyrri ára. Alls bárust 56 umsóknir sem eru mun fleiri umsóknir en á síðasta ári. Upphæðin sem sótt var um var 45,5 m.kr. sem var svipuð upphæð og árið 2022.

    16 verkefni hlutu styrk að heildarupphæð um 8,5 m.kr. sem er lækkun frá fyrra ári. Upphæðin hefur verið óbreytt í yfir tíu ár og hefur því sjóðurinn rýrnað töluvert að raungildi. Að meðaltali var hver styrkur um 513.000 kr. sem er lægra en undanfarin ár.

    Úthlutanir voru tilkynntar 23. apríl og 12. desember.

Tafla yfir umfang sjóða og áætlana

Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir úthlutun úr sjóðum og áætlunum í umsýslu Rannís eftir umfangi. Smellið hér til að skoða yfirlit um umfang sjóða sem PDF. Miðað er við meðalgengi evru 149,31 og eru tölurnar í töflunni námundaðar að heilli tölu.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Stjörnumerkingar: *Árangurshlutfall á ekki við. **Engar úthlutanir 2024.

*** Í hluta umsókna er ekki tilgreint fjármagn og því engin heildarupphæð gefin hér.

Yfirlit yfir umfang sjóða í umsjón Rannís

SJÓÐIR OG ÁÆTLANIR 2024FjárveitingSótt umÚthlutaðÁrangurinnsendarStóðust formkröfursamþykktÁrangur
Skattfrádráttur rannsóknar- og þróunarverkefna (greitt frá fyrra ári)16.600-16.400*66466454582.0%
Rannsóknasjóður - nýjar umsóknir3.1736.241.14218,3%3753536718.0%
Rannsóknasjóður - framhaldsumsóknir--2.391*---*
Tækniþróunarsjóður - nýjar umsóknir3.00417.6181.69,1%85077215318.0%
Tækniþróunarsjóður - framhaldsumsóknir--1.278*--67*
Erasmus+ og European Solidarity Corps2.2912.4062.092*25724715962.0%
Listamannalaun9785.02386117%1032103224123.0%
Innviðasjóður4571.27345536%4644817.0%
Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku432464432902902836*
Nýsköpunarsjóður námsmanna11018813069%3923929123.0%
Markáætlun í tungu og tækni**-------*
Vinnustaðanámssjóður392388*194192192*
Íslenskukennsla fyrir útlendinga26156626146%21202095.0%
Sviðslistasjóður1391.44413910%1231232016.0%
Tónlistarsjóður725467213%1901907942.0%
Barnamenningarsjóður Íslands11038310227%1171174135.0%
Nordplus Nordens Sprog11831411236%32321753.0%
Menntarannsóknasjóður**-------*
Þróunarsjóður námsgagna802077637%94933739.0%
Sprotasjóður662576023%67673248.0%
Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna532375523%54541833.0%
Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara - SEF40413894%85808094.0%
Jafnréttissjóður Íslands**-------*
Bókasafnasjóður23372054%20201260.0%
Íþróttasjóður222502811%1791797441.0%
Arctic Research and Studies89311755%1010550.0%
Æskulýðssjóður1055916%56371527.0%
Rannsóknarsjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar-------*
Námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla---*1071074239.0%
Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga***---30430426085,5%
Samtals28.52037.58028.1586.1716.0313.044
Áætlanir sem úthluta beint til íslenskra aðila án milligöngu Rannís
Horizon Europe***--------
Creative Europe***--461-43431023.0%
Samtals461434310
Heildarumfang sjóða og áætlana sem Rannís þjónustar28.6196.2146.0743.054
Dálkar 1-3: Upphæðir í milljónum króna - Dálkur 4: Árangurshlutfall fjármagns - Dálkur 5: Innsendar umsóknir - Dálkur 6: Fjöldi sem stóðst formkröfur - Dálkur 7: Fjöldi Samþykktra umsókna - Dálkur 8: Árangurshlutfall